Skipamyndir


Leitarniðurstöður: 1 til 50 af 79     » Sjá gallerí    » Hefja myndasýningu

    1 2 Næsta»

 #   Smámynd   Lýsing   Info   Tengist 
1
086 Georges-Edouard
086 Georges-Edouard
George-Edouard var gert út af J. Boel and Fils Temse fyrir hönd Oostende Steam Fisheries. Skipið var sjósett 20. október 1937.
Það var 40 m á lengd og 7 m á breidd.

Skoða umfjöllun.
Eigandi frumrits: https://www.facebook.com/vriendennavigo/photos/pcb.1711745152206395/1711744088873168/
 
2
Alda NS 202
Alda NS 202
Alda NS 202 var smíðuð í Noregi árið 1906. Eigandi hennar var Þórarinn Björnsson frá Seyðisfirði en Aldan var gerð út frá Hafnarfirði veturinn 1946.
Eigandi frumrits: Þórhallur Sófusson Gjöveraa
 
3
Ari VE 235
Ari VE 235
Aðfaranótt 24. janúar 1930 réru flestir bátar frá Vestmannaeyjum, þar á meðal vélbáturinn Ari VE 235 með 5 manna áhöfn. Um kl. 8 um morguninn brast á austan ofviðri og náði Ari aldrei heim. Ýmsar getgátur urðu um afdrif Ara. Sumir héldu, að hann hefði farizt í línudrættinum, en aðrir á heimleið, og er hvort tveggja ágizkun. 

Skoða umfjöllun.
Eigandi frumrits: Tryggvi Sigurðsson
 
4
Ársæll GK 527
Ársæll GK 527
Ársæll GK 527 var 22 rúml. brúttó, smíðaður í Friðrikssund 1938. Eigandi hans var Magnús Ólafsson í Höskuldarkoti o.fl.
Aðfaranótt 4. mars 1943 fór Ársæll frá Ytri-Njarðvík í róður. Þegar leið á daginn gerði versta útsynningsveður, og fékk báturinn á sig sjó á landleiðinni, og fórst með svo skjótri svipan að vélamaðurinn, Símon Gíslason, er af komst, fékk tæpast áttað sig hvað gerzt hafði. Vélbát úr Hafnarfirði bar að í sömu andrá og slysið vildi til, og fengu skipverjar á honum bjargað Símoni.
Eigandi frumrits: Faxi 01-04-1943, s. 1
 
5
Bervik SH 43
Bervik SH 43
Bervík SH 43 var eikarbátur 36 brl. að stærð, byggð á Ísafirði. Hún fórst 27. mars 1985 með allri áhöfn er hún var á leið til Ólafsvíkur úr róðri. Síðast sást til bátsins úr landi er hann var staddur skammt undan Rifi og fórst hann rétt innar með landinu, en þar fannst flak bátsins litlu síðar. Þegar báturinn fórst var vindur af norðaustan, um 9 vindstig og leiðinda sjólag. Er talið að báturinn hafi fengið á sig brotsjó og ekki náð að rétta sig við aftur.






Skoða umfjöllun.

Eigandi frumrits: MBL 28.03.1985, s. 1
 
6
DS Bisp
DS Bisp
DS Bisp var norskt flutningaskip frá Haugasundi, byggt árið 1889. Þann 20. janúar 1940 lagði Bisp af stað frá Sunderland með farm af kolum og koksi, og var stefnan tekin á Åndalsnes í Noregi. Bisp náði hinsvegar aldrei á leiðarenda. Var því sökkt af þýska kafbátnum U-18 þann 24. janúar. Með Bisp fórst 14 manna áhöfn, þar á meðal þrír Íslendingar. Voru þeir fyrstu Íslendingarnir sem búsettir voru á Íslandi, til að farast í seinni heimsstyrjöldinni.




Skoða umfjöllun.
Eigandi frumrits: Norsk Maritimt Museum - https://digitaltmuseum.no/011014232460/d-s-bisp-ex-norli-normandie-truro-city-b-1889-sunderland-shipbuilding-co
 
7
DS Jamaica
DS Jamaica
Gufuskipið Jamaica var byggt árið 1892 í Bergen í Noregi af Bergens Mekaniske Verksted fyrir Adolph Halvorsen et al. Hleypt af stokkunum 09/07, afhent í september. Kostnaður við bygginguna 235.000 NOK. 1909 var það selt til Hans Westfal-Larsen et al. í Bergen. 1. janúar 1915 sökk Jamaica við strendur Portúgals (við Angeiras, 8 sjómílur norður af Leixoes) er það var á ferð frá Newport Mon í Wales til Oporto í Portúgal með kol. 13 manna áhöfn fórst.
Heimild: https://skipshistorie.net/Bergen/BRG540%20Adolph%20Halvorsen/Tekster/BRG54018920100000%20JAMAICA.htm
Eigandi frumrits: https://skipshistorie.net/Bergen/BRG540%20Adolph%20Halvorsen/Tekster/BRG54018920100000%20JAMAICA.htm
 
8
E.s. Hekla
E.s. Hekla
Eigandi frumrits: Þórhallur S. Gjörveraa
 
9
Eggert GK 521
Eggert GK 521
Eigandi frumrits: MBL 29-11-1940, s. 3
 
10
Eiríkur Finnsson ÍS 26
Eiríkur Finnsson ÍS 26
V/b Eiríkur Finnsson ÍS 26 var 17 rúml. og byggður á Akureyri 1963. Hann fórst fórst í aftakaveðri sem gekk yfir Vestfirði 25. febrúar 1980.
Eigandi frumrits: Ægir 01.04.1980, s. 245
 
11
Es. Villemoes
Es. Villemoes
Eigandi frumrits: MBL 14-11-1957, s. 9
 
12
Eyfirðingur EA 480
Eyfirðingur EA 480
Eyfirðingur EA 480 var smíðaður í Frakklandi árið 1908 fyrir hinn kunna vísindamann Dr. Charcot sem fórst með skipi sínu Pourquoi Pas? við Mýrar 1936, eins og frægt er. Eftir að Dr. Charcot hætti að nota skipið var það selt til Færeyja og síðan til Íslands 1946. Eftir að skipið kom til Íslands var það endurbyggt að mestu og var talið eitt traustasta skipið í flotanum. Eyfirðingur var í eigu Njáls Gunnlaugssonar í Reykjavík þegar það fórst. Það var smíðað úr eik, 174 brúttórúmlestir að stærð, með 120 ha. Skandia vél. Eyfirðingur fórst við Orkneyjar 11. febrúar 1992 með allri áhöfn.

Skoða umfjöllun.
Eigandi frumrits: Þórhallur Sófusson Gjöveraa - (C) Guðbjartur Ásgeirsson.
 
13
Fieldmarshal Robertson
Fieldmarshal Robertson
Mynd fengin hjá Sigurjóni T. Jósefssyni, fær hann kærar þakkir fyrir.
Eigandi frumrits: Sigurjón T. Jósefsson
 
14
Fjölnir ÍS 7
Fjölnir ÍS 7
Fjölnir ÍS 7 var smíðaður hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi í janúar árið 1922, og var eign h.f. Fjölnis á Þingeyri árið 1945. Fjölnir sökk 9. apríl 1945 eftir árekstur við enskt skip undan ströndum Skotlands.




Skoða umfjöllun.


Eigandi frumrits: Virkið í norðri 3, s. 391 M4
 
15
Fram VE 176
Fram VE 176
Fimmtudaginn 14. janúar 1915 fór vélbáturinn Fram VE 176 á fiskveiðar, ásamt mörgum öðrum bátum. Upp úr hádegi fara bátar að koma almennt að landi, og var þá komið ofsa veður. Um tvöleytið sást frá Kirkjubæ bátur koma sunnan með og fá stórt ólag, sem keyrir hann í kaf. Bátnum skilaði upp undir Urðir og þekktu menn bátinn og sáu, að það var Fram. Fórust þar 5 sjómenn, án þess að nokkur gæti að gert.
Eigandi frumrits: https://heimaslod.is/index.php/Sj%C3%B3mannadagsbla%C3%B0_Vestmannaeyja_1966/_%C3%9Eegar_Fram_VE_176_f%C3%B3rst_14._jan._1915
 
16
Geir GK 198
Geir GK 198
Vélbáturinn Geir GK 198 var 22 smálestir að stærð, smíðaður í Reykjavík árið 1938 og var mjög traustur bátur. Eigandi hans var Guðmundur Kristján Guðmundsson, skipstjóri og aflakóngur Keflvíkinga, en hann fórst með bátnum. Geir fórst þann 9. febrúar 1946 í ofsaveðri við Garðskaga.

Skoða umfjöllun.
Eigandi frumrits: Faxi 01.03.1946, s. 1
 
17
Grindvíkingur GK 39
Grindvíkingur GK 39
Eigandi frumrits: Íslensk skip 1. bindi, s. 182
 
18
Guðrún VE 163
Guðrún VE 163
Guðrún VE 163 var hinn traustasti bátur, 49 smálestir að stærð smíðaður úr eik í Eyjum 1943, en 1949 keypti Ársæll Sveinsson útgerðarmaður hann ásamt tveimur sonum sínum, þeim Lárusi og Svein.
Skoða umfjöllun.
Eigandi frumrits: Fylkir 27.03.1953, s. 1
 
19
Gyða
Gyða
Seglskipið Gyða var eign Péturs J. Thorsteinssonar og var hún gerð út frá Bíldudal. Hún var einmastraður þiljubátur, smíðuð 1892 í Bíldudal upp úr stórum nótabát af Kristjáni Kristjánssyni smið. Gyða var eitt af þremur skipum sem Pétur lét smíða, og voru þau öll látin heita í höfuðið á dætrum þeirra hjóna.

Föstudagskvöldið, fyrsta í sumri 1923, mætti skip frá Bíldudal Gyðu á innsiglingu út í mynni Arnarfjarðar. Um nóttina, um kl. 1-2, gerði afspyrnuveður af norðri, með frosti og fannkomu, og er álitið að Gyða hafi verið komin inn undir Stapadal er hún fórst 23. apríl 1910.

Skoða umfjöllun.
Eigandi frumrits: Sjómannablaðið Víkingur 01.02.1943, s. 57
 
20
Haförninn SH-122
Haförninn SH-122
Eigandi frumrits: Ægir
Dags: 1 Apr 1984
 
21
Hákon Eyjólfsson GK 212
Hákon Eyjólfsson GK 212
Eigandi frumrits: Þórhallur Sófusson Gjöveraa
 
22
Helga RE - 1967
Helga RE - 1967
Þarna kemur Helga RE með 300 lesta farm. Sæbrött strönd Jan Mayen í baksýn.
Eigandi frumrits: Morgunblaðið 26-07-1967, s. 10
 
23
Helgi VE 333
Helgi VE 333
Helgi VE 333 var byggður í Vestmanneyjum 1939 og var 120 tonn. Hann var landsfrægur fyrir siglingar sínar til Englands í síðari heimsstyrjöldinni og fór yfir 200 ferðir án óhappa. Helgi VE 33 fórst í aftakaveðri við Faxasker 7. janúar 1950 með allri áhöfn, 7 mönnum og 3 farþegum. Eigandi var Helgi Benediktsson.

Skoða umfjöllun.
Eigandi frumrits: Sjómannablaðið Víkingur 01.03.1950, s. 36
 
24
Hellisey VE 503
Hellisey VE 503
Eigandi frumrits: https://heimaslod.is/index.php/Mynd:Hellisey_VE_Sdbl._2009.jpg
 
25
Hilmir II KE 8
Hilmir II KE 8
Eigandi frumrits: Faxi 01-10-1963, s. 134
 
26
Hilmir ÍS 39
Hilmir ÍS 39
Mb. Hilmir ÍS 39 frá Þingeyri var 87,59 smálesta tréskip með nýrri 232 hestafla Allendíselvél, smíðað á Akureyri á skipasmíðastöð Gunnars Jónssonar frá Hvammi í Dýrafirði fyrir hlutafélögin "Fjölnir" og "Reynir" á Þingeyri. Skipinu var hleypt af stokkunum 20. okt. 1943.
Eigandi frumrits: Ægir 01-11-1943, s. 274
 
27
Hilmir KE 7
Hilmir KE 7
Eigandi frumrits: Faxi 01-03-1960, s. 33
 
28
Hólmsteinn ÍS 155
Hólmsteinn ÍS 155
Eigandi frumrits: Sjómannablaðið Víkingur 01.12.2003, s. 54
 
29
Hulda GK 475
Hulda GK 475
Báturinn var smíðaður í Reykjavík árið 1914 sem Einingin GK 472. Eik og fura. 11 brl. 12 ha. Ford vél. Eigendur voru Jón Jónsson í Junkaragerði og Gissur Magnússon í Sólheimum, sennilega báðir í Garðinum. Seldur 11 janúar 1918, Guðmundi Hannessyni, Helga Jenssyni og fl. í Keflavík, hét þá Hulda GK 472.
Eigandi frumrits: Þórhallur Sófusson Gjöveraa
 
30
Jarlinn GK 272
Jarlinn GK 272
Eigandi frumrits: Fálkinn 26.09.1941, s. 14
 
31
Jón Stefánsson VE 49
Jón Stefánsson VE 49
M/b Jón Stefánsson VE 49 var 65 tonna bátur sem Björgvin Jónsson lét smíða fyrir sig árið 1947. Var Björgvin með hann til ársins 1955, jafnt á vetrarvertíð sem á síldveiðum að sumrinu til fyrir Norður- og Austurlandi.
Eigandi frumrits: Torfi Haraldsson
 
32
Keflvíkingur KE 100
Keflvíkingur KE 100
Eigandi frumrits: Faxi 01-12-1964, s. 211
 
33
Kútter Georg
Kútter Georg
Myndin sýnir dæmigerðan kútter, þar sem mér tókst ekki að finna mynd af sjálfum kútter Georg.

Kútter Georg var, á þeim tíma sem hann fórst, talinn besta skipið í öllum íslenska fiskiskipaflotanum. Það var 84 smálestir að stærð, 19 ára gamalt (árið 1907), en fékk gagngerða aðgerð 2 árum áður sem kostaði 9.500 kr. Skipið áttu þeir í félagi, Tryggvi Gunnarsson bankastjóri helminginn, Þorsteinn kaupmaður Þorsteinsson (Bakkabúð) 1/3, og skipstjórinn, Stefán Daníelsson 1/6. Þorsteinn var sjálfur fyrir því lengi framan af, hann mun hafa útvegað það, en þá var það ákaflega aflasælt, efst á aflaskrá ár eftir ár, og lengur raunar.


Skoða umfjöllun.

Eigandi frumrits: Sjómannablaðið Víkingur 01.03.1953, s. 48
 
34
Magni NK 68
Magni NK 68
Magni var 19 smálestir að stærð, frá Norðfirði en gerður út frá Sandgerði. Varð fyrir stórsjó í aftakaveðri 9. febrúar 1946 út af Garðskaga (Sandgerði), og hvolfdi.
Eigandi frumrits: Þórhallur Sófusson Gjöveraa
 
35
Már VE 178
Már VE 178
Vélbáturinn Már VE 178 var um 11 tonn, með 12-15 hestafla Alfavél, sem var önnur sú fyrsta, sem kom til eyja og var Már einn stærsti báturinn á þessum tíma en jafnframt vel byggður. Fimmtudaginn 12. febrúar 1920 réri fjöldi báta í góðu sjóveðri um morguninn. Er líða fór á daginn tók að hvessa af austri og spilltist þá sjórinn á svipstundu. Um kvöldið voru allir bátar komnir heim nema vélbáturinn Már. Seint um kvöldið var þó fenginn breskur togari, og kunnugir menn úr landi, til að leita og fóru þeir þangað er líklegast þótti, en bæði var það myrkur var skollið á og éljagangur, og svo hitt að líklegt þótti að báturinn kynni að hafa komist heim meðan á leitinni stóð. Var svo leitinni hætt um sinn. Morguninn eftir var Már enn ókominn, var þó gott veður og byr hagstæður. Voru þá enn fengnir tveir togarar og kunnugir menn úr landi til að leita betur. Leituðu þeir allan daginn til kvölds í björtu veðri en fundu ekkert. Eftir það þótti mönnum öll von úti um að Már væri ofansjávar. Talið var að hann hafi farist skammt suður af Vestmanneyjum, er hann fékk á sig brotsjó, sem kæfði hann niður.
Í áhöfn Más voru fjórir menn og fórust þeir allir.


Skoða umfjöllun.
Eigandi frumrits: Sjómannablaðið Víkingur 01.12.1963, s. 256
 
36
Már VE 178
Már VE 178
Vélbáturinn Már VE 178 var um 11 tonn, með 12-15 hestafla Alfavél, sem var önnur sú fyrsta, sem kom til eyja og var Már einn stærsti báturinn á þessum tíma en jafnframt vel byggður. Fimmtudaginn 12. febrúar 1920 réri fjöldi báta í góðu sjóveðri um morguninn. Er líða fór á daginn tók að hvessa af austri og spilltist þá sjórinn á svipstundu. Um kvöldið voru allir bátar komnir heim nema vélbáturinn Már. Seint um kvöldið var þó fenginn breskur togari, og kunnugir menn úr landi, til að leita og fóru þeir þangað er líklegast þótti, en bæði var það myrkur var skollið á og éljagangur, og svo hitt að líklegt þótti að báturinn kynni að hafa komist heim meðan á leitinni stóð. Var svo leitinni hætt um sinn. Morguninn eftir var Már enn ókominn, var þó gott veður og byr hagstæður. Voru þá enn fengnir tveir togarar og kunnugir menn úr landi til að leita betur. Leituðu þeir allan daginn til kvölds í björtu veðri en fundu ekkert. Eftir það þótti mönnum öll von úti um að Már væri ofansjávar. Talið var að hann hafi farist skammt suður af Vestmanneyjum, er hann fékk á sig brotsjó, sem kæfði hann niður.
Í áhöfn Más voru fjórir menn og fórust þeir allir.


Skoða umfjöllun.
Eigandi frumrits: https://heimaslod.is/index.php/Sj%C3%B3mannadagsbla%C3%B0_Vestmannaeyja_1970/_%C3%9Eegar_M%C3%A1r_VE_178_f%C3%B3rst
 
37
Max Pemberton RE 278
Max Pemberton RE 278
Togarinn Max Pemberton RE 278 var 320 lesta skip, smíðað 1917. Aðaleigandi skipsins var Halldór Þorsteinsson skipstjóri, Reykjavík. Max Pemberton fórst með allri áhöfn, 29 manns, 11. janúar 1944. Ýmsar kenningar hafa verið uppi um það hvað kom fyrir skipið en þar sem flakið hefur aldrei fundist er ómögulegt að segja hver ástæðan var.
Eigandi frumrits: Ægir 01-01-1944, s. 10
 
38
Mb. Sæborgin
Mb. Sæborgin
Sæborgin, eftir að hún var stækkuð, lengdt og borðhækkuð. Hún var þá 13 tonn. Hún var byggð 1913 af Otta Guðmundssyni, Reykjavík og var þá um 9 tonn. Hún var seld til Patreksfjarðar um 1930 og þar mun hún hafa borið beinin.
Eigandi frumrits: Faxi 01-07-1980, s. 98
 
39
Mummi ÍS 366
Mummi ÍS 366
Eigandi frumrits: MBL 13.10.1964, s. 12
 
40
Oddur BA 12
Oddur BA 12
Oddur BA-12 var opinn bátur, 4½ lest að stærð, með 16 hestafla Lister dieselvél. Hann lagði af stað frá Flatey um kl 11 að morgni föstudaginn 25. júní 1954, áleiðis til Sveinaness með vörur og farþega, en í góðu veðri er um tveggja klst sigling frá Flatey til Svínaness. Frá Hvallátrum í Látralöndum sást til bátsins og mun hann þá hafa átt 30-45 mín. siglingu. Eftir það spurðist ekki til ferða hans og þegar ekki hafði frést neitt af bátnum um miðjan dag þann 26., var hafin leit að honum og fannst þá eitt og annað sem átti að vera í bátnum. Er það álit kunnugra manna að báturinn muni hafa farist skömmu eftir að til hans sást frá Hvallátrum, en skammt fyrir innan, þar sem Straumsker heitir, er mikil röst og kröpp bára.

Tveggja manna áhöfn var á bátnum og þrír farþegar, þar af mæðgur frá Selsskerjum. Farþegarnir þrír munu hafa komið til Flateyjar á fimmtudeginum áður með bátnum Baldri og á föstudeginum munu þau svo hafa ætlað að halda förinni áfram heim. Einn farþeganna, Óskar Arinbjarnarson hreppstjóri, var að fara heim til sín eftir að hafa fengið heimfararleyfi af Vífilsstaðahæli.
Heimild: Sjómannablaðið Víkingur 01-10-1954, s. 240, MBL 29.06.1954, s. 16

Skoða umfjöllun.
Eigandi frumrits: Hafliði Aðalsteinson - Ljósmyndasíða Rikka
 
41
Örn GK 5
Örn GK 5
Eigandi frumrits: MBL 12.01.1937, s. 5
 
42
Óðinn GK 22
Óðinn GK 22
Vb. Óðinn GK 22 var byggður í Friðrikssundi 1931 og var hann 22 smálestir.
Eigandi frumrits: Faxi 01-03-1944, s. 2
 
43
Pétursey ÍS 100
Pétursey ÍS 100
Línuveiðarinn Pétursey ÍS 100 var 91 tonn að stærð, smíðuð árið 1902 í Kristiansund í Noregi. Var hún eign hlutafélagsins Vísis frá Súgandafirði, en gerð út frá Ísafirði. Pétursey hafði áður verið gerð út frá Hafnarfirði en var seld þaðan árinu áður en hún fórst. Pétursey lagði af stað þann 10. mars 1941 frá Vestmannaeyjum, en þar hafði hún tekið kol, áleiðs til Fleetwood með fiskfarm. Þann 12. mars 1941 var Pétursey sökkt af þýskum kafbát.

Skoða umfjöllun.
Eigandi frumrits: Sjómannablaðið Víkingur 01-04-1941, s. 23
 
44
Pilot GK 201
Pilot GK 201
Skipið var smíðað í Skotlandi og umbyggt fyrir vestan árið 1921.
Eigandi frumrits: MBL 09.12.1982, s. 33
 
45
Reykjaborg RE 64
Reykjaborg RE 64
Eigandi frumrits: Þórhallur S Gjöveraa
 
46
Reykjavíkin
Reykjavíkin
Skipið Reykjavíkin kom til Reykjavíkur 25. mars 1873. Var þetta nýsmíðað danskt skip, tvísiglt með skonnortulagi og var stærð þess mæld 27,38 lestir. Svo er skýrt frá í blöðum sem töluðu um þessa skipakomu, að Reykjavíkin hafi ,,kostað 2900 ríkisdali, en ýmislegt vantaði til seglbúnaðar og annarra áhalda og útgerðar, er kaupa varð að auki." Var það Geir Zoëga kaupmaður sem stóð fyrir þessum kaupum, ásamt Kristni Péturssyni í Engey og Jóni Þórðarsyni í Hlíðarhúsum.

Reykjavíkin var bæði á fiskveiðum sem og hákarlaveiðum í gegnum árin. En í lok mars 1889, er hún var á hákarlaveiðum fyrir sunnan land, lenti hún í hinu mesta illviðri og er talið að hún hafi farist með manni og mús 31. mars 1889.

Skoða umfjöllun.
Eigandi frumrits: Málverk Benedikts Gröndal, 1876
 
47
Riddarin TG 308
Riddarin TG 308
Myndin sýnir færeysku skútuna Viking (áður Westward Ho) sem er svipuð að gerð og Riddarin.

Riddarin var 90 tonna eikarskip, smíðað í Englandi og var 22ja manna áhöfn á honum.
25. september 1927 fórst skipsbátur Riddarans við Fagranes á Langanesi og með honum 7 menn, þar á meðal skipstjórinn.

Skoða umfjöllun.
Eigandi frumrits: https://heimaslod.is/index.php/Sjómannadagsblað_Vestmannaeyja_1990/_Sjóólukkan_við_Langanes
 
48
Skagaröst KE 70 - fyrir 1988
Skagaröst KE 70 - fyrir 1988
Eigandi frumrits: Víkurfréttir 13-10-1988, s. 20
 
49
Skeiðfaxi, skip Sementsverksmiðjunnar á Akranesi
Skeiðfaxi, skip Sementsverksmiðjunnar á Akranesi
Eigandi frumrits: Tíminn 28-08-1977, s. 1
 
50
Skonnortan Hekla
Skonnortan Hekla
Myndin sýnir dæmi um skonnortu, ég gat ekki fundið mynd af Heklu. Skonnortan Hekla var 120 tonn, sterkt og vandað skip og vel búin út að öllu. Hún var í eigu Garðars Gíslasonar stórkaupmanns. Hún fórst í óveðri í desember 1912 og rak við Knararnesland á Mýrum.
Eigandi frumrits: https://is.wikipedia.org/wiki/Skonnorta
 

    1 2 Næsta»


Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.

Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.

The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.