Skipamyndir
» Sýna allr «Fyrri «1 ... 38 39 40 41 42 43 44 45 46 ... 84» Næsta» » Hefja myndasýningu
Muninn LCFT
Seglskipið Muninn var byggt úr eik, með 80 ha. hjálparvél. Það var 217 brúttórúmlestir og 164 nettórúmlestir, 113,3 fet á lengd, 25,9 fet á breidd og 11 fet á dýpt. Hét það áður James B. Cluett og var það smíðað í New York árið 1911 til rannsókna í Norðurhöfum enda afar sterkbyggt. Kveldúlfur hf. keypti Muninn í Boston árið 1916 og kom það til Íslands fullhlaðið vörum frá Ameríku í ársbyrjun 1917. Síðan var Muninn að mestu í Spánarferðum með saltfisk næstu árin fyrir útgerð Kveldúlfs. Heimleiðis flutti skipið svo oftast salt frá Miðjarðarhafseyjunni Ibiza. Síðar seldi Kveldúlfur hf. svo skipið og hlaut það þá nafnið Veiðibjallan.
Þann 14. nóvember 1925 gerðist það svo, er Veiðibjallan var stödd í sunnan stórviðri við suðausturströndina, að segl skipsins rifnuðu og rak það á land við Breiðamerkursand, skammt austan Jökulsár. Þrír af áhöfninni fórust, einn drukknaði en tveir urðu úti. Aðrir skipverjar, sjö að tölu, björguðust að bænum Kvískerjum í Öræfum.
Eigandi frumrits | Æskan 01.02.1971, s. 49 |
Skráarnafn | MuninnLCFT.png |
Skráarstærð | 453.89k |
Stærð | 753 x 369 |
Tengist | Einar Magnússon (Atvinna) |
» Sýna allr «Fyrri «1 ... 38 39 40 41 42 43 44 45 46 ... 84» Næsta» » Hefja myndasýningu