Skipamyndir
» Sýna allr «Fyrri «1 ... 75 76 77 78 79 80 Næsta» » Hefja myndasýningu
Þormóður BA 291
Vélskipið Þormóður BA 291 (áður Aldan EA 625) var upphaflega byggt í Lowestoft í England árið 1919, var úr eik og pitchpine og var að stærð 101 smálest. 1941 var skipið að miklu leyti byggð upp og þá sett í það 240 hestafla Lister díselvél. Það var prýðilega útbúið að nýjustu öryggistækjum; talstöð, dýptarmælitækjum o.fl.
Þormóður var ekki farþegaskip heldur línuveiðari og síldarveiðiskip. Eigandi skipsins var Fiskiveiðihlutafélagið Njáll á Bíldudal, en skipið var leiguskip Skipaútgerðar ríkisins og var í flutningum fyrir þá útgerð er slysið varð. Þormóður fórst út af Stafnesi, nóttina milli 17. og 18. febrúar 1943. Með honum fórst 7 manna áhöfn og 24 farþegar.
» Sýna allr «Fyrri «1 ... 75 76 77 78 79 80 Næsta» » Hefja myndasýningu