Skipamyndir
» Sýna allr «Fyrri «1 ... 58 59 60 61 62 63 64 65 66 ... 89» Næsta» » Hefja myndasýningu
SS Induna í New York 27. nóvember 1941
Þessi mynd er tekin áður en skipið leggur í síðustu för sína. Myndin er ekki í góðum focus en hægt mun að sjá breytingar er gerðar hafa verið vegna styrjaldarinnar. Það er búið að setja 4 tommu byssu á skut og rétt þar fyrir framan " Bofors" byssu á upphækkaðan pall. Það eru vélbyssugryfjur á þaki brúarvængs á hvorri hlið. Einnig er hægt að sjá björgunarfleka á fljótlosandi brautum sitt hvoru megin við möstrin. Á báðum myndunum sjást aðal björgunarbátarnir hangandi í davíðum fyrir aftan skorstein og " léttabátur" fram við brú.
Skipið er hátt á sjónum og myndin hefur verið tekin áður en skipið var lestað farminum sem taka átti til Murmansk.
Tilgangur ferðarinnar til Bandaríkjanna var að sækja 2.700 tonna farm af ýmsum hergögnum. Stór hluti af þeim var gaddavír sem settur var neðst í lestar skipsins. Ofan á gaddavírinn var síðan settur farmur af tunnum með flugvélabensíni. Á þilfarið var svo raðað herflutningabílum. Þeir stóðu sitt hvoru megin utan með lunningum skipsins og bensíntunnum var raðað á þilfarið á milli þeirra.
Eigandi frumrits | https://isholm42.123.is/haraldur-isholmskipalestin-pq-13/ |
Skráarnafn | 9c3a77b8-b456-4e58-94cf-cf619a40044c_L1200.jpg |
Skráarstærð | 168.48k |
Stærð | 1200 x 887 |
Tengist | Haraldur Íshólm Sigurðsson (Atvinna) |
» Sýna allr «Fyrri «1 ... 58 59 60 61 62 63 64 65 66 ... 89» Næsta» » Hefja myndasýningu