Skipamyndir
» Sýna allr «Fyrri «1 ... 57 58 59 60 61 62 63 64 65 ... 87» Næsta» » Hefja myndasýningu
SS Induna
Breska gufuskipið Induna var smíðað í Glasgow árið 1925. Induna var hluti af norðurskauta skipalestinni PQ-13, sem fór frá Hvalfirði að morgni 18. mars 1942. Var förinni heitið til norð-vestur Rússlands. Óveður skall á þann 24. mars sem gerði það að verkum að skipalestin riðlaðist og tvístraðist þegar skipin misstu sjónar hvert af öðru. Að morgni 30. mars, þegar Induna var komið í Barentshaf, var því sökkt af þýska kafbátnum U-376. Einn af þeim sem fórst með Induna var Íslendingurinn Haraldur Íshólm Sigurðsson en hann var kyndari um borð.
Eigandi frumrits | https://isholm42.123.is |
Staður | 70.55001069942627, 37.17996781161008 |
Breiddargráða | 70.550000 |
Lengdargráða | 37.180000 |
Skráarnafn | dfb461ff-f463-4dc5-a42b-2cc6ff2c686d_L1200.jpg |
Skráarstærð | 144.98k |
Stærð | 1200 x 669 |
Tengist | Haraldur Íshólm Sigurðsson (Andlát) |
» Sýna allr «Fyrri «1 ... 57 58 59 60 61 62 63 64 65 ... 87» Næsta» » Hefja myndasýningu