Legsteinar
» Sýna allr «Fyrri «1 ... 509 510 511 512 513 514 515 516 517 ... 12099» Næsta» » Hefja myndasýningu
Árni Þorvaldsson & Ragnhildur Ísleifsdóttir
Hægra megin þegar gengið er upp að forkirkju er lágur grásteinsvarði með burst sem stendur á sökkli og undirsteini. Hann er gamallegur, hefur verið slípaður upp á öllum hliðum en þó ögn veðraður að baki. Letrið hefur ekki verið meitlað upp að nýju heldur hefur verið sandblásið ofan í það gamla. Varðinn er 15 cm á þykkt við burst en 19 cm neðst. Breiddin við burst er 37 cm en rúmir 42 cm neðst. Hæð varðans upp í burst er 96,5 cm en hæð hliðanna er 85 cm. Ofarlega í varðanum er lágmynd Thorvaldsens Nótt og er hún tæplega 15,5 cm í þvermál. Stafahæð í nöfnum er 3,5 cm en í öðrum línum mælast stafirnir frá 2,5 cm upp í 3 cm. Efri brúnir sökkulsins eru látnar halla örlítið. Hann er 49,5 cm á breidd, 26 cm á þykkt og 27,5 cm á hæð í brúnir en alls um 30 cm. Undirsteinninn er 64,5 cm á breidd og 40 cm á þykkt. Undirsteinninn stendur um 8 cm upp af jörðu.
ÁRNI ÞORVALDSSON
HREPPSTJÓRI
1826 - 1902
KONA HANS
RAGNHILDUR
YSLEIFSDÓTTIR
1841 - 1922
Á sökklinum stendur:
ÞAU REISTU ÞESSA KIRKJU 1892
Heimild: Kirkjur Íslands 13. bindi, s. 199-200
Staða: Staðsettur
Eigandi frumrits | Sigurður Pálsson |
Skráarnafn | innriholm20221010_155513.jpg |
Skráarstærð | 224.97k |
Stærð | 992 x 2400 |
Tengist | Ragnhildur Ísleifsdóttir (Jarðsetning); Árni Þorvaldsson (Jarðsetning) |
Innra-Hólmskirkjugarður, Innri-Akraneshr., Borgarfjarðarsýsla, Íslandi
» Sýna allr «Fyrri «1 ... 509 510 511 512 513 514 515 516 517 ... 12099» Næsta» » Hefja myndasýningu