Skipamyndir
» Sýna allr «Fyrri «1 ... 39 40 41 42 43 44 45 46 47 ... 84» Næsta» » Hefja myndasýningu
Oddur BA 12
Oddur BA-12 var opinn bátur, 4½ lest að stærð, með 16 hestafla Lister dieselvél. Hann lagði af stað frá Flatey um kl 11 að morgni föstudaginn 25. júní 1954, áleiðis til Sveinaness með vörur og farþega, en í góðu veðri er um tveggja klst sigling frá Flatey til Svínaness. Frá Hvallátrum í Látralöndum sást til bátsins og mun hann þá hafa átt 30-45 mín. siglingu. Eftir það spurðist ekki til ferða hans og þegar ekki hafði frést neitt af bátnum um miðjan dag þann 26., var hafin leit að honum og fannst þá eitt og annað sem átti að vera í bátnum. Er það álit kunnugra manna að báturinn muni hafa farist skömmu eftir að til hans sást frá Hvallátrum, en skammt fyrir innan, þar sem Straumsker heitir, er mikil röst og kröpp bára.
Tveggja manna áhöfn var á bátnum og þrír farþegar, þar af mæðgur frá Selsskerjum. Farþegarnir þrír munu hafa komið til Flateyjar á fimmtudeginum áður með bátnum Baldri og á föstudeginum munu þau svo hafa ætlað að halda förinni áfram heim. Einn farþeganna, Óskar Arinbjarnarson hreppstjóri, var að fara heim til sín eftir að hafa fengið heimfararleyfi af Vífilsstaðahæli.
Heimild: Sjómannablaðið Víkingur 01-10-1954, s. 240, MBL 29.06.1954, s. 16
Eigandi frumrits | Hafliði Aðalsteinson - Ljósmyndasíða Rikka |
Skráarnafn | cd3c4583-c5a2-46e9-b3ff-e50bf72fcf83_MS.jpg |
Skráarstærð | 66.46k |
Stærð | 531 x 376 |
Tengist | Sumarliði Óskar Arinbjörnsson (Farþegi); Guðrún Einarsdóttir (Farþegi); Gestur Vilmundur Gíslason (Atvinna); Jóna Hrefna Guðmundsdóttir (Farþegi); Lárus Jakobsson (Atvinna) |
» Sýna allr «Fyrri «1 ... 39 40 41 42 43 44 45 46 47 ... 84» Næsta» » Hefja myndasýningu