Legsteinar
» Sýna allr «Fyrri «1 ... 6056 6057 6058 6059 6060 6061 6062 6063 6064 ... 12209» Næsta» » Hefja myndasýningu
Jón Jónsson & Sesselja Guðmundsdóttir
Norðarlega í garðinum, nær honum miðjum, er fallegur Húsafellssteinn sem nú er mjög gróið um. Ef rauða litnum að dæma er efnið tekið úr Bæjargilinu skammt frá Húsafelli. Steinninn er 96,5 cm á lengd en breiddin mælist 51,5 cm. Letrið er stærst í nöfnum, 3,8 cm. Erfitt er að segja til um þykkt steinsins þar sem jörð var frosin þegar hann var rannsakaður en líklega er hún um 10 cm. Afar erfitt er að lesa á steininn þar sem hann er mjög mosavaxinn og einnig hulinn skofum. Höfundur þessara orða á þó í sínum fórum uppskrift af grafskriftinni sem fengin var frá frú Sigríði Guðmundsdóttur frá Einarsnesi í Borgarhreppi. Grafskriftin er þessi:
HÉR UNDIR GEYMAST LÍK
MERKIS HJÓNANNA
JÓNS JÓNSSONAR OG
SEZELJU GUÐMUNDSDÓTTUR
FRÁ GALTARHOLTI
HANN DÓ 9DA APRÍL 1862, 66 ÁRA
HÚN EKKJA 15. JÚNÍ 1869, 67 ÁRA
Í FARSÆLU 37 ÁRA HJÓNABANDI
ÁTTU ÞAU SAMAN 5 BÖRN.
GUÐRÆKNI OG MANNÁST
DYGÐ OG DUGNAÐUR
PRÝDDU HIÐ FAGRA OG NÝT
SAMA LÍF ÞEIRRA.
TREGUÐ AF BÖRNUM OG
MÖRGUM ELSKENDUM FÓRU
ÞAU Í FRIÐIÐ Á LAND FRIÐARINS
MINNINGIN LIFIR EPTIR Í BLESSUN.
DÓMKLUKKA ÞEGAR DROTTINS SLÆR
DAUÐINN UKKUR EI HALDIÐ FÆR ...
Heimild: Kirkjur Íslands 14. bindi, s. 273
Staða: Staðsettur
Plot: B-67
Eigandi frumrits | Brynja Þorbjörnsdóttir |
Skráarnafn | 20210614_171150.jpg |
Skráarstærð | 295.68k |
Stærð | 1200 x 1554 |
Tengist | Sesselja Guðmundsdóttir (Jarðsetning); Jón Jónsson (Jarðsetning) |
Stafholtskirkjugarður, Stafholtstungnahr., Mýrasýsla, Íslandi
Smámynd | Lýsing | |
1 | Ólæsilegur legsteinn í Stafholtskirkjugarði | |
2 | Stafholtskirkja |
» Sýna allr «Fyrri «1 ... 6056 6057 6058 6059 6060 6061 6062 6063 6064 ... 12209» Næsta» » Hefja myndasýningu