Vattarnesi, Fáskrúðsfjarðarhr., S-Múlasýslu, Íslandi
Athugasemdir:
Vattarnes var fyrr eign Vallaneskirkju og Skriðuklausturs og átti hvor stofnun nokkurn veginn hálfa jörðina. Ríkiseign síðar. Jörðin er yst norðan á fjallaskaganum milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar og þjóðsögur einar um uppruna býlisins.
Kaldilækur var rétt innan við Vattarnesið niðri undir sjó, grasbýli og útvegsbýli, bjó þar síðastur Guðjón Jónsson Ólafssonar ritstjóra til 1914.
Eyjan Skrúður heyrir undir Vattarnes. Grein um Skrúð er í Múlaþingi 3 (Skrúðey).
Á 20. öld eða eitthvað fyrr voru reist nokkur útvegsbýli á Vattarnesi en á jörðinni sjálfri var löngum tvíbýli. Árið 1914 réru 27 bátar frá Vattarnesi. Í F ‘18 er getið býlisins Dagsbrúnar. Dagsbrún var í raun afbýli frá Vattarnesi, kirkjuhlutanum. Auk Dagsbrúnar eru á Vattarnesi 1918 tvær verbúðir á grunnlóðum. Síðar urðu útvegsbýlin fleiri og eru nú (1973) uppistandi þessi hús: Þrastarhóll (Neðribær), Steinhúsið, Dagsbrún og Marbakki byggt 1928. Í fasteignamati 1973 eru Vattarnes í ábúð en Vattarnes I og Þrastarhóll án ábúðar.
Á korti LMÍ er Framsmannaleiði.
Heimilisfang : Breiddargráða: 64.929892, Lengdargráða: -13.693920
Fæðing
Leitarniðurstöður: 1 til 5 af 5
Eftirnafn, fornafn | Fæðing | Nr. einstaklings | ||
---|---|---|---|---|
1 | Einar Indriðason | 23 jan. 1873 | Vattarnesi, Fáskrúðsfjarðarhr., S-Múlasýslu, Íslandi | I20099 |
2 | Indíana Björg Úlfarsdóttir | 27 apr. 1924 | Vattarnesi, Fáskrúðsfjarðarhr., S-Múlasýslu, Íslandi | I21233 |
3 | Steingrímur Þorsteinsson | 29 jún. 1916 | Vattarnesi, Fáskrúðsfjarðarhr., S-Múlasýslu, Íslandi | I18768 |
4 | Sturla Indriðason | 19 sep. 1878 | Vattarnesi, Fáskrúðsfjarðarhr., S-Múlasýslu, Íslandi | I19400 |
5 | Þorkell Kristmundsson | 6 nóv. 1928 | Vattarnesi, Fáskrúðsfjarðarhr., S-Múlasýslu, Íslandi | I20932 |
Skírn
Leitarniðurstöður: 1 til 2 af 2
Eftirnafn, fornafn | Skírn | Nr. einstaklings | ||
---|---|---|---|---|
1 | Sturla Indriðason | 29 sep. 1878 | Vattarnesi, Fáskrúðsfjarðarhr., S-Múlasýslu, Íslandi | I19400 |
2 | Þorkell Kristmundsson | 2 jan. 1929 | Vattarnesi, Fáskrúðsfjarðarhr., S-Múlasýslu, Íslandi | I20932 |