Fagradal, Vopnafjarðarhr., N-Múlasýslu, Íslandi



 


Athugasemdir:

Fagridalur
Milli Vopnafjarðar og Fljótsdalshéraðs gengur fjallgarður í sjó fram. Inn í hann skerast nokkrir smádalir, og eru Fagridalur og Böðvarsdalur þeirra mestir. Milli þeirra gengur Búrfjall þverhnípt í sjó fram. Það er ekki hátt fjall, en nokkuð bratt og erfitt yfirferðar. Eigi verður komizt landveg frá Fagradal nemma annaðhvort yfir Hellisheiði til Jökulsárhlíðar eða Búrfjall til Böðvarsdals. Veldur þessi lega nokkurri einangrun, einkum að vetrarlagi. Fagridalur er nokkur víðáttumikil jörð, en ekki gróin eða grasgefin að sama skapi. Eru fjöllin sem að dalnum liggja brött og mjög grýtt. Gott beitiland er þó í dalnum og gróðurgeirar teygja sig upp eftir snarbröttum hlíðunum milli grjótskriðnanna. Vegna víðáttunnar er beit notadrjúg, enda gróður kjarnmikill. Bætir vetrarbeit verulega upp hversu heyöflun er takmörkuð og engjar rýrar. Fjörubeit er líka til mikilla nota, en ekki með öllu hættulaus.

Strandlengja Fagradals er mjög löng og fjörubakkar allsstaðar háir og brattir. Skiptast þar á víkur og vogar með söndum, klöppum, malarfjörðum og urðum, en milli þeirra ganga fram nes og tangar, klettabríkur og hleinar. Yzti hluti fjallgarðsins heitir Kollumúli. Ganga þar sums staðar standbjörg í sjó fram, en milli þeirra teygja sig urðarskriður frá fjallsbrún niður í fjör. Eru skriðurnar illa yfirferðar og oft ófærar að fjallalagi vegna fanna og svelllaga.

Út af Kollumúla er Bjarnarey, allstór eyja, sem liggur undir Fagradal. Er hún grasgefin mjög, og var þar oft haft fé á veturna. Gekk það þar sjálfala, enda enginn til hirðingar. Klettaborgir nokkrar eru á eynni og veittu þær fénaði ágætt skjól hvaðan sem vindur blés. Aldrei féll fé í eynni, en stundum týndi það tölunni vegna slysa, einkum í sambandi við fjörubeit. Fagridalur er mikil hlunnindajörð, og þótt mörg þeirra væru eigi auðsótt gerðu þau býlið eftirsóknarvert til ábúðar á þeim tíma sem gildi bújarða miðaðist mest við möguleika til mataröflunar. Æðarvarp var mikið í Bjarnarey, rekafjörur margar, fengsæl fiskimið við bæjarvegginn að kalla og dálítil selveiði. Tryggðu þessi hlunnindi mjög afkomu Fagradalsbænda, en atorku og dugnað þurfti til þess að færa sér þau í nyt. Varð það eigi gert nema með nokkrum mannafla. Var því jafnan fjölmennt í Fagrabal og oftast tví- eða fleirbýli.
Heimild: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands 01.01.1971, s. 129-130

Heimilisfang : Breiddargráða: 65.775792, Lengdargráða: -14.450540


Fæðing

Leitarniðurstöður: 1 til 3 af 3

   Eftirnafn, fornafn    Fæðing    Nr. einstaklings 
1 Ásta Kristjánsdóttir Wiium  16 des. 1920Fagradal, Vopnafjarðarhr., N-Múlasýslu, Íslandi I19625
2 Guðbjörg Ólöf Kristjánsdóttir Wiium  29 júl. 1914Fagradal, Vopnafjarðarhr., N-Múlasýslu, Íslandi I19623
3 Stúlka Andrésdóttir  6 maí 1935Fagradal, Vopnafjarðarhr., N-Múlasýslu, Íslandi I19621

Andlát

Leitarniðurstöður: 1 til 5 af 5

   Eftirnafn, fornafn    Andlát    Nr. einstaklings 
1 Eyjólfur Jónsson  14 apr. 1952Fagradal, Vopnafjarðarhr., N-Múlasýslu, Íslandi I19578
2 Ingileif Jónsdóttir  4 apr. 1941Fagradal, Vopnafjarðarhr., N-Múlasýslu, Íslandi I19576
3 Kristján Wiium Níelsson  1 jún. 1932Fagradal, Vopnafjarðarhr., N-Múlasýslu, Íslandi I19579
4 Stúlka Andrésdóttir  6 maí 1935Fagradal, Vopnafjarðarhr., N-Múlasýslu, Íslandi I19621
5 Sveinn Jónsson  21 júl. 1931Fagradal, Vopnafjarðarhr., N-Múlasýslu, Íslandi I19571

Heimili

Leitarniðurstöður: 1 til 1 af 1

   Eftirnafn, fornafn    Heimili    Nr. einstaklings 
1 Ingileif Jónsdóttir  1941Fagradal, Vopnafjarðarhr., N-Múlasýslu, Íslandi I19576

Heimili

Leitarniðurstöður: 1 til 3 af 3

   Fjölskylda    Heimili    Nr. fjölskyldu 
1 Guðmundsson / Kristjánsdóttir Wiium  1931-1947Fagradal, Vopnafjarðarhr., N-Múlasýslu, Íslandi F4868
2 Guðmundsson / Kristjánsdóttir Wiium  1942-1962Fagradal, Vopnafjarðarhr., N-Múlasýslu, Íslandi F4869
3 Jónsson / Jónsdóttir  1903Fagradal, Vopnafjarðarhr., N-Múlasýslu, Íslandi F4861
Scroll to Top