Anna Louise Ásmundsdóttir
1880 - 1954 (73 ára)-
Fornafn Anna Louise Ásmundsdóttir [1, 2] Fæðing 2 nóv. 1880 Auðshaugi, Barðastrandarhr., V-Barðastrandarsýslu, Íslandi [1, 2] Andlát 3 okt. 1954 [1, 2] Greftrun 12 okt. 1954 Hólavallagarði við Suðurgötu, Reykjavík, Íslandi [1] Ásgeir Torfason & Anna Louise Ásmundsdóttir
Koparskjöldurinn var hannaður af Ásgeir syni Önnu og Ásgeirs. Á skildinum er fangamark Ásgeirs Torfasonar.
Plot: X-412Nr. einstaklings I9602 Legstaðaleit Síðast Breytt 19 jan. 2022
Fjölskylda Ásgeir Torfason
f. 8 maí 1871, Varmalæk, Andakílshr., Borgarfjarðarsýslu, Íslandi
d. 16 sep. 1916, Reykjavík, Íslandi (Aldur 45 ára)Hjónaband 18 maí 1907 [2] Börn 1. Torfi Ásgeirsson
f. 11 mar. 1908, Reykjavík, Íslandi
d. 31 jan. 2003, Reykjavík, Íslandi (Aldur 94 ára)2. Áslaug Ásgeirsdóttir
f. 24 jún. 1910, Reykjavík, Íslandi
d. 18 mar. 2002, Reykjalundi, Mosfellshr., Kjósarsýslu, Íslandi (Aldur 91 ára)3. Ásgeir Ásgeirsson
f. 16 ágú. 1911
d. 15 ágú. 1979 (Aldur 67 ára)Nr. fjölskyldu F2245 Hóp Skrá | Family Chart Síðast Breytt 19 jan. 2022
-
Athugasemdir - Anna Louise Ásmundsdóttir fæddist að Auðshaugi í Barðastrandarhrepp 2. nóvember 1880. Árið 1886 fluttist hún til Reykjavíkur með foreldrum sínum. Snemma bar á því að Anna var einbeitt og dugleg að bjarga sér uppá eigin spýtur, frjálsmannleg í framkomu og hispurslaus. Í ungdæmi hennar leituðu fáar ungar stúlkur atvinnu utan heimila sinna, en það gerði hún ung að árum. Stundaði hún þá ýmiskonar verslunarstörf við góðan orðstýr.
18. maí 1907 giftist Anna Ásgeiri Torfasyni, syni hins merka búnaðarfrömuðar Torfa Bjarnasonar í Ólafsdal. Þau hjón reistu sér glæsilegt heimili í Reykjavík og undu prýðilega hag sínum, enda voru þau samhent um flest sem prýðir heimilið. Þeim varð þriggja barna auðið.
En Ásgeir varð skammlífur. Andaðist hann árið 1916, af afleiðingum sykursýki. Kom þá til kasta Önnu að sjá börnum þeirra hjóna farborða. Anna var meistari í kvenhattagerð og stofnaði hún "Hattabúðina". Er hún þreyttist á verslunarrekstrinum stofnaði hún með Laufeyju Vilhjálmsdóttur fyrirtækið "Íslensk ull" og hlutu þær báðar lof og heiður af þessari nýbreytni sinni og framtaki. Anna var fyrsta konan til að ganga í Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur, árið 1932.
Anna Louise lést 3. október 1954 og hvílir í Hólavallagarði við Suðurgötu. [2, 3, 4]
- Anna Louise Ásmundsdóttir fæddist að Auðshaugi í Barðastrandarhrepp 2. nóvember 1880. Árið 1886 fluttist hún til Reykjavíkur með foreldrum sínum. Snemma bar á því að Anna var einbeitt og dugleg að bjarga sér uppá eigin spýtur, frjálsmannleg í framkomu og hispurslaus. Í ungdæmi hennar leituðu fáar ungar stúlkur atvinnu utan heimila sinna, en það gerði hún ung að árum. Stundaði hún þá ýmiskonar verslunarstörf við góðan orðstýr.
-
Andlitsmyndir Anna Louise Ásmundsdóttir Anna Louise Ásmundsdóttir
Minningargreinar Anna Ásmundsdóttir - Minningarorð Frú Anna Ásmundsdóttir - Minningarorð -
Kort yfir atburði Fæðing - 2 nóv. 1880 - Auðshaugi, Barðastrandarhr., V-Barðastrandarsýslu, Íslandi Greftrun - 12 okt. 1954 - Hólavallagarði við Suðurgötu, Reykjavík, Íslandi = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Heimildir - [S1] Gardur.is.
- [S31] Morgunblaðið, 12-10-1954, s. 2.
- [S31] Morgunblaðið, 26-03-2002.
- [S377] Heimasíða, https://www.imfr.is/is/frettir/fyrsta-konan-i-imfr.
- [S1] Gardur.is.
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.