Hannes Kristinn Óskarsson
1957 - 1982 (24 ára)-
Fornafn Hannes Kristinn Óskarsson [1, 2] Fæðing 19 des. 1957 Vestmannaeyjum, Íslandi [1, 2] Dánarorsök 21 jan. 1982 [2] Fórst við björgun skipverja belgíska togarans Pelagus við Vestmannaeyjar. Andlát 21 jan. 1982 Vestmannaeyjum, Íslandi [1, 2] Greftrun Vestmannaeyjakirkjugarði, Vestmannaeyjum, Íslandi [1] Hannes Kristinn Óskarsson
Plot: F-11-14Hannes Kristinn Óskarsson
Plot: F-11-14Systkini 1 bróðir Nr. einstaklings I9593 Legstaðaleit Síðast Breytt 15 des. 2021
Faðir Óskar Elías Björnsson
f. 27 okt. 1917
d. 4 des. 1989 (Aldur 72 ára)Móðir Sigríður Sigurðardóttir
f. 22 jún. 1922, Nikhól Vestmannaeyjum Ísland
d. 22 sep. 2004, Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, Vestmannaeyjum, Íslandi (Aldur 82 ára)Hjónaband 27 okt. 1941 [3] Athugasemdir - Sigríður kynntist Óskari þegar hún réð sig sem vinnukona í Leynimýri í Reykjavík í kringum 1940 þar sem Óskar var vinnumaður. Þau flytjast til Vestmannaeyja þar sem þau hófu búskap í Berjanesi við Faxastíg svo á Staðarhól við Kirkjuveg. Síðar keyptu þau Faxastíg 5 og bjuggu þar alla tíð. [3]
Nr. fjölskyldu F2244 Hóp Skrá | Family Chart
-
Athugasemdir - Hannes Kristinn Óskarsson var fæddur í Vestmannaeyjum 19. desember 1957. Hann byrjaði að starfa með Hjálparsveit skáta 12. júlí 1979 og var kjörinn í stjórn hennar 29. mars 1980. Hannes tók við stöðu aðstoðarforingja réttu ári síðar, en sveitarforingi varð hann 9. október 1981. Hann var yngstur þeirra manna sem gegndu stöðum sveitarforingja hjálparsveitanna þrettán sem störfuðu á landinu á þeim tíma. En þrátt fyrir lágan aldur var hann þrautþjálfaður björgunarmaður og meðal annars var hann ágætur kafari.
Aðfaranótt 21. febrúar 1982 strandaði belgíski togarinn Pelagus við Vestmannaeyjar. Björgunarmenn hröðuðu sér á vettvang og hófu erfiða og hættulega björgun. Þegar fjórum skipbrotsmönnum hafði verið bjargað í land, var ákveðið að senda björgunarmenn á línu út í hið strandaða skip til að aðgæta hvort þrír skipverjar sem enn voru um borðs væru lífs eða liðnir. Það duldist engum að þarna var um hættuför að ræða og til fararinnar völdust hæfustu menn.
Björgunarmönnum tókst að koma tveimur skipsverjum í land, en þegar þeir reyndu að ná þeim þriðja úr helgjargreipum dauðans hálfmeðvitundalausum varð hörmulegur atburður. Ægileg boðaföll sem stanslaust gengu yfir skipið og mennina og færðu allt í kaf, gripu skipverjann unga og tvo íslenska björgunarmenn. Þrátt fyrir hetjulegar tilraunir tókst öðrum björgunarmönnum ekki að ná til þeirra og fórust þarna þrír menn. Íslendingarnir tveir sem fórust voru Kristján K. Víkingsson, læknir 32 ára, og Hannes Kristinn. Hannes Kristinn var nýlega orðinn 24 ára þegar hann lést, hann var ókvæntur en lét eftir sig foreldra og unnustu. [4]
- Hannes Kristinn Óskarsson var fæddur í Vestmannaeyjum 19. desember 1957. Hann byrjaði að starfa með Hjálparsveit skáta 12. júlí 1979 og var kjörinn í stjórn hennar 29. mars 1980. Hannes tók við stöðu aðstoðarforingja réttu ári síðar, en sveitarforingi varð hann 9. október 1981. Hann var yngstur þeirra manna sem gegndu stöðum sveitarforingja hjálparsveitanna þrettán sem störfuðu á landinu á þeim tíma. En þrátt fyrir lágan aldur var hann þrautþjálfaður björgunarmaður og meðal annars var hann ágætur kafari.
-
Andlitsmyndir Hannes Kristinn Óskarsson
Minningargreinar Hannes Kristinn Óskarsson Hannes Kristinn Óskarsson Hannes Kristinn Óskarsson -
Kort yfir atburði Fæðing - 19 des. 1957 - Vestmannaeyjum, Íslandi Andlát - 21 jan. 1982 - Vestmannaeyjum, Íslandi Greftrun - - Vestmannaeyjakirkjugarði, Vestmannaeyjum, Íslandi = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Heimildir
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.