Athugasemdir |
- Foreldrar: Síra Þórður Þorleifsson á Þingvöllum og kona hans Þóra eldri Árnadóttir að Staðarfelli, Gíslasonar.
Fékk Keldnaþing að veitingu 24. maí 1690, vígðist s.á. og hélt til 1735. Vildi fá síra Daða Guðmundsson, tengdason sinn, sér til aðstoðarprests 1732, en fékk ekki, sagði af sér prestskap haustið 1735. Hann bjó 1703 á Heiði, en síðari árin að Keldum. Hann var skáldmæltur (sjá Lbs.)
Kona 1: Elín Björnsdóttir prests að Reyðarvatni, HÖskuldssonar. Sonur þeirra: Síra Björn á Stað í Grindavík.
Kona 2: Ástríður (f. um 1657, d. 1732), ekkja Þorsteins stúdents Jónssonar í Dufþekju. Börn þeirra síra Gottskálks: Teitur að Sandhólaferju, Þóra átti síra Daða Guðmundsson í Reynisþingum (HÞ.; SGrBf.). [2]
|