Böðvar Jónsson
1925 - 2009 (84 ára)-
Fornafn Böðvar Jónsson [1, 2] Fæðing 1 júl. 1925 Gautlöndum, Skútustaðahr., S-Þingeyjarsýslu, Íslandi [1, 2] Mývatnsþing; Prestsþjónustubók Skútustaðasóknar, Reykjahlíðarsóknar og Lundarbrekkusóknar 1875-1951, s. 54-55 Skírn 1 júl. 1927 [1] Menntun 1941-1942 Héraðsskólanum á Laugarvatni, Laugardalshr., Árnessýslu, Íslandi [2] Menntun 1946 Menntaskólanum á Akureyri, Akureyri, Íslandi [2] Gagnfræðipróf. Hin íslenska fálkaorða 1994 Bessastöðum, Bessastaðahr., Gullbringusýslu, Íslandi [2] Landgræðslustörf. Andlát 14 nóv. 2009 Húsavík, Íslandi [2] Greftrun 22 nóv. 2009 Skútustaðakirkjugarði, Skútustaðahr., S-Þingeyjarsýslu, Íslandi [2] Böðvar Jónsson
Plot: 552Systkini 3 systur Nr. einstaklings I8497 Legstaðaleit Síðast Breytt 14 júl. 2019
Faðir Jón Gauti Pétursson
f. 17 des. 1889
d. 27 sep. 1972 (Aldur 82 ára)Móðir Anna Jakobsdóttir
f. 11 des. 1891
d. 10 feb. 1934, Gautlöndum, Skútustaðahr., S-Þingeyjarsýslu, Íslandi (Aldur 42 ára)Nr. fjölskyldu F2363 Hóp Skrá | Family Chart
Fjölskylda Hildur Guðný Ásvaldsdóttir
f. 23 júl. 1929, Breiðumýri, Reykdælahr., S-Þingeyjarsýslu, Íslandi
d. 1 jan. 2000, Húsavík, Íslandi (Aldur 70 ára)Nr. fjölskyldu F1964 Hóp Skrá | Family Chart Síðast Breytt 15 júl. 2019
-
Athugasemdir - Böðvar stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni 1941-42. Gagnfræðingur varð hann frá MA 1946. Á Gautlöndum í Mývatnssveit var hann bóndi í yfir 50 ár frá 1947. Framan af starfaði hann víða, m.a. við bústörf í Noregi 1952-1953. Hann fór á vertíð og starfaði um tíma á Skattstofunni í Reykjavík. Böðvar var leiðtogi í félags- og menningarlífi Mývatnssveitar. Til margra ára var hann í sveitarstjórn Skútustaðahrepps. Hann var leikari ágætur og lék mörg hlutverk í uppfærslum Mývetninga, söng í Kirkjukór Skútustaðakirkju og Karlakór Mývetninga og var dyggur meðlimur Ungmennafélagsins Mývetnings. Í um 60 ár var hann umboðsmaður Samvinnutrygginga, síðar Vátryggingafélag Íslands. Böðvar var samvinnumaður og sat nokkur tímabil í stjórn Kaupfélags Þingeyinga. Félagi var hann í Kiwanisklúbbnum Herðubreið. Umhverfis- og landgræðslumál voru Böðvari hugfólgin. Landgræðsla ríkisins sæmdi hann landgræðsluverðlaunum 1994 og sama ár hlaut hann riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir landgræðslustörf. [2]
-
Andlitsmyndir Böðvar Jónsson -
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Heimildir
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.