Páll Jónsson

Páll Jónsson

Maður um 1538 - 1598  (60 ára)


Upplýsingar um einstakling    |    Margmiðlun    |    Athugasemdir    |    Heimildir    |    Kort yfir atburði    |    Allt    |    PDF

  • Fornafn Páll Jónsson  [1, 2
    Gælunafn Staðarhóls-Páll 
    Fæðing um 1538  Svalbarði, Svalbarðsstrandarhr., S-Þingeyjarsýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 2
    Heimili um 1570 - 1598  Reykhólum, Reykhólahr., A-Barðastrandarsýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [2
    Andlát 10 apr. 1598  Reykhólum, Reykhólahr., A-Barðastrandarsýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 2
    Aldur 60 ára 
    Greftrun Reykhólakirkjugarði, Reykhólahr., A-Barðastrandarsýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [3, 4
    Legsteinar Mynd af legstein vantar, sendu mér mynd með því að smella hér Mynd af legstein vantar, sendu mér mynd með því að smella hér 
    Nr. einstaklings I7162  Legstaðaleit
    Síðast Breytt 15 sep. 2018 

  • Athugasemdir 
    • Páll var sýslumaður og bjó um tíma á Staðarhóli í Dölum og var kenndur við þann bæ og tíðum nefndur „Staðarhóls-Páll“. Lengst af bjó hann þó á Reykhólum í Reykhólasveit.

      Páll nam í Munkaþverárklaustri og einnig utanlands. Hann var talinn einna mestur lagamaður á sinni tíð og þótti heldur harðdrægur í viðskiptum. Hann kvæntist Helgu Aradóttur, sonar Jóns biskups Arasonar, og unnust þau mjög í fyrstu en ástir þeirra kólnuðu brátt og versnaði allur vinskapur. Kvað þá Páll heldur ósnoturlega um hana en hafði áður ort til hennar eldheit ástarljóð:

      Lítið er lunga,
      í lóuþræls unga;
      Mjög er þó minna
      manvitið kvinna.

      Þau slitu svo að lokum samvistir. Páll var frumlegt skáld og í kveðskap hans gætir talsvert ljóðrænnar náttúrurómantíkur sem fremur minnir á miðevrópskan skáldskap þess tíma en íslenskan.

      Heimildir: Ísl. ættstuðlar, Esp.4502, Svalbarð.230, Alþb.I.23, Jarðabréf, Í. Hafn., ÍÆ.I.205, Menn og menntir [1, 5]

  • Kort yfir atburði
    Tengill á Google MapsFæðing - um 1538 - Svalbarði, Svalbarðsstrandarhr., S-Þingeyjarsýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsHeimili - um 1570 - 1598 - Reykhólum, Reykhólahr., A-Barðastrandarsýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsAndlát - 10 apr. 1598 - Reykhólum, Reykhólahr., A-Barðastrandarsýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsGreftrun - - Reykhólakirkjugarði, Reykhólahr., A-Barðastrandarsýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
     = Tengill á Google Earth 
    Skýringar á merkingum  : Heimilisfang       : Staðsetning       : Bær/Borg       : Hreppur       : Sýsla       : Land       : Ekki stillt

  • Skjöl
    Staðarhóls-Páll
    Flest ósjálfrátt var honum vel gefið
    Leiði Staðarhóls-Páls

    Andlitsmyndir
    Páll Jónsson - Staðarhóls-Páll

  • Heimildir 
    1. [S2] Íslendingabók.

    2. [S35] Tíminn, 12-01-1991, s. 9.

    3. [S117] Lesbók Morgunblaðsins, 24-09-1950, s. 436.

    4. [S120] Jón Þorkelsson, Þjóðsögur og munnmæli, (Bókafellsútgáfan, 1956), s. 35-36.

    5. [S118] Bragi, óðfræðivefur, http://bragi.info/hofundur.php?ID=17403.


Scroll to Top