Athugasemdir |
- Með foreldrum í Svarfaðardal fram um 1889. Húsfreyja á Þorleifsstöðum í Svarfaðardal 1893 og búandi ekkja þar til 1896. Fór þá aftur til foreldra sinna. Fluttist í Skagafjörð 1898. Húsfreyja á Nautabúi og Garðakoti í Hjaltadal, Hjaltastaðahvammi í Blönduhlíð og lengst í Smiðsgerði í Kolbeinsdal. 1920 fluttist hún aftur í Svarfaðardal og 1923 að Fornastöðum í Fnjóskadal, S-Þing. Var í Skógum, Hálssókn í Fnjóskadal, S-Þing. 1930. Var einnig á Birningsstöðum og Draflastöðum í sömu sveit. Árið 1956 fluttist hún alfarin til Akureyrar. Síðast bús. á Akureyri. [1]
|