Athugasemdir |
- Vinnukona á Böggvistöðum og í Árgerði og síðar bústýra í Árgerði og á Hálsi í Svarfaðardal. Bjó í Árgerði og á Hálsi í Svarfaðardal eftir lát Sigurðar, síðan á Dalvík. Húskona í Garðakoti, Vallasókn, Eyj. 1890. Var í Ási í Stærri-Árskógssókn, Eyj. 1910. Barn með Sigurði: Kristín, f. 31.12.1867, var í Syðraholti í Svarfaðardal 1884 en fór síðan úr dalnum, giftist Gísla Þorvaldssyni á Víkurbakka á Árskógsströnd en á bls. 146 í Svarfdælingum II. bindi er ranglega sagt að hún hafi verið dóttir Sigurðar Ólafssonar. [1]
|