Séra Þorvaldur Bjarnarson

Séra Þorvaldur Bjarnarson

Maður 1840 - 1906  (65 ára)

Upplýsingar um einstakling    |    Margmiðlun    |    Athugasemdir    |    Heimildir    |    Kort yfir atburði    |    Allt    |    PDF

  • Fornafn Þorvaldur Bjarnarson  [1, 2
    Titill Séra 
    Fæðing 19 jún. 1840  Belgsholti, Leirár- og Melahr., Borgarfjarðarsýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [2
    Menntun 1858  Lærða skólanum, Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [2
    Lauk stúdentsprófi, efstur af 9. 
    Andlát 7 maí 1906  [1
    Ástæða: Fraus í hel eftir að hafa farið í gegnum ís í Hnausakvísl. 
    Séra Þorvaldur Bjarnarson á Mel fraus í hel
    Séra Þorvaldur Bjarnarson á Mel fraus í hel
    Greftrun Melstaðarkirkjugarði, Ytri-Torfustaðahr., V-Húnavatnssýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [3
    Þorvaldur Bjarnarson
    Þorvaldur Bjarnarson
    Nr. einstaklings I2796  Legstaðaleit
    Síðast Breytt 11 jan. 2022 

    Börn 
    +1. Hólmfríður Þorvaldsdóttir
              f. 28 júl. 1877  
              d. 26 júl. 1959 (Aldur 81 ára)
     2. Böðvar Þorvaldsson
              f. 15 apr. 1879  
              d. 14 apr. 1919 (Aldur 39 ára)
    +3. Ingibjörg Þorvaldsdóttir
              f. 17 sep. 1881  
              d. 12 jún. 1958 (Aldur 76 ára)
     4. Þuríður Þorvaldsdóttir
              f. 25 maí 1892  
              d. 9 okt. 1945 (Aldur 53 ára)
    Nr. fjölskyldu F681  Hóp Skrá  |  Family Chart
    Síðast Breytt 16 ágú. 2016 

  • Athugasemdir 
    • Var í Belgsholti, Melasókn, Borg. 1845. Prestur á Reynivöllum í Kjós 1867-1877 og síðar á Mel í Miðfirði, Hún. frá 1877 til dauðadags. [1]
    • Séra Þorvaldur Bjarnarson fæddist í Belgsholti í Leirársveit 19. júní 1840. Menntaveg sinn átti Þorvaldur allan að þakka séra Jakobi Benediktssyni frænda sínum, er kostaði hann til náms innanlands og utan. Faðir hans, Björn, mun hafa verið fátækur. Stúdentspróf tók Þorvaldur 18 vetra 1858, efstur af 9.

      Afburðahæfileikar til tungumálanáms komu fram hjá Þorvaldi í lærða skólanum og hvatti fóstri hans og frændi hann mjög til þess náms við háskólann, en þó réðst af að hann stundaði guðfræði. Embættisprófi lauk sr. Þorvaldur við háskólann 1865, eftir 6 ára nám, með 2. betri einkunn; hafði hann þá næsta vetur nokkurn styrk til að rannsaka handritin að hinum elstu íslensku guðfræðiritum, og árið eftir var hann aðstoðarmaður við Árna Magnússonar safn.

      Árið 1867 fer Þorvaldur heim og fær veitingu fyrir Reynivöllum og vígðist þangað 10. maí 1868, en veitingu fékk hann fyrir Melstað 1877 og skorti hann því 2 vetur á 40 ára prestsþjónustu. Búsýslumaður var séra Þorvaldur allmikill á sína vísu, þó að eigi búnaðist hann honum vel. Hann var hinn mesti hestamaður og átti ágæta hesta.

      Minnisstæðastur verður hann fyrir gáfur sínar og glaðværð. Hann var ör og alls ekki orðvar maður, en um leið drenglyndur, hreinskillinn og einlægur. Hjálpfús var hann og gestrisinn. Hvar sem hann kom var hann hrókur alls fagnaðar, einn af þessum fáu sérkennilegu mönnum sem verulega er svipur og bragð að; fremur ófríður og ekki vel vaxinn en augunum gleymir enginn og hreiminum í rödd og hlátri.

      Séra Þorvaldur lést 7. maí 1906. Hann fraus í hel eftir að hafa farið í gegnum ís í Hnausakvísl, en svo er Vatnsdalsá nefnd niður hjá Hnausum. Hann var á heimleið utan af Blönduósi við annan mann og var sá dauðadrukkninn. Til þess að stytta sér leið, ætluðu þeir á ísi yfir kvíslina, með því mun prestur hafa viljað koma hinum drukkna manni sem fljótast heim. Prestur hafði gegnið út á ána til að reyna ísinn, hestlaus að því er haldið því hesturinn fannst morguninn eftir með reiðtygjum og ekkert á honum að sjá. En á miðri kvíslinni brast ísinnn undir honum, þar sem var hyldýpi. Hinn drukkni maður slæptist heim að Hnausum og gat með naumindum látið skiljast hvað hefði gerst en gat ekki vísað á hvar í ánni það hefði orðið og sofnaði út frá hálfsagðri sögu. Heimamenn fóru út að leita en fundu hvorki vökina eða hestinn.

      Séra Þorvaldur hvílir í Melstaðarkirkjugarði. [4, 5]

  • Ljósmyndir
    Prestarnir Þorvaldur Bjarnarson og Eyjólfur Kolbeins Eyjólfsson við Melstaðarkirkju
    Prestarnir Þorvaldur Bjarnarson og Eyjólfur Kolbeins Eyjólfsson við Melstaðarkirkju

    Andlitsmyndir
    Þorvaldur Bjarnarson
    Þorvaldur Bjarnarson
    Þorvaldur Bjarnarson
    Þorvaldur Bjarnarson

  • Kort yfir atburði
    Tengill á Google MapsFæðing - 19 jún. 1840 - Belgsholti, Leirár- og Melahr., Borgarfjarðarsýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsMenntun - Lauk stúdentsprófi, efstur af 9. - 1858 - Lærða skólanum, Reykjavík, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsGreftrun - - Melstaðarkirkjugarði, Ytri-Torfustaðahr., V-Húnavatnssýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
     = Tengill á Google Earth 
    Skýringar á merkingum  : Heimilisfang       : Staðsetning       : Bær/Borg       : Hreppur       : Sýsla       : Land       : Ekki stillt

  • Heimildir 
    1. [S2] Íslendingabók.

    2. [S232] Óðinn, 01.05.1910, s. 11.

    3. [S3] Headstone/legsteinn.

    4. [S232] Óðinn, 01.05.1910, s. 11-13.

    5. [S97] Ísafold, 19.05.1906, s. 126.



Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.

Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.

The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.