Fornafn |
Haraldur Íshólm Sigurðsson [1, 2] |
Gælunafn |
Harold Esholm |
Fæðing |
5 júl. 1923 |
Fischersundi 3, Reykjavík, Íslandi [1] |
 |
Seltjarnarnesþing - Prestþjónustubók 1918-1923, s. 300-301
|
Skírn |
1 feb. 1924 |
Fischersundi 3, Reykjavík, Íslandi [1] |
Heimili |
20 maí 1937 |
Efri-Gegnishólum, Gaulverjabæjarhr., Árnessýslu, Íslandi [3] |
 |
Bréf Haralds Íshólm til móður hans, skrifað 20. maí 1937
|
Ferming |
6 jún. 1937 [2] |
 |
Biskupsskjalasafn - Biskupsdæmi Íslands fermingarskýrslur (1937-1937), opna 42/184
|
Heimili |
24 apr. 1938 |
Efri-Gegnishólum, Gaulverjabæjarhr., Árnessýslu, Íslandi [3] |
 |
Bréf Haralds Íshólm til Gunnars bróðir hans, skrifað 24. apríl 1938
|
Heimili |
30 nóv. 1939 |
Efri-Gegnishólum, Gaulverjabæjarhr., Árnessýslu, Íslandi [3] |
 |
Bréf Haralds til föður hans, skrifað 30. nóvember 1939
|
Atvinna |
júl. 1941 |
Reykjavík, Íslandi [3] |
Réðst sem skipverji á gufuskipinu Kalev í lok júlí 1941 er skipið var í Reykjavíkurhöfn. |
 |
SS Kalev Gufuskip byggt í Ohio í Bandaríkjunum árið 1917. |
Heimili |
28 ágú. 1941 |
Hull, Englandi [3] |
Skipverji á skipinu Kalev, sem kom til Hull 28. ágúst til viðgerðar.
Viðgerð hafin 29. ágúst, og er lokið 11. september, en þá sigldi skipið frá Hull. |
Atvinna |
22 sep. 1941 |
London, Englandi [3] |
Skráði sig af SS Kalev. |
Atvinna |
7 okt. 1941 |
London, Englandi [3] |
Skráir sig á skoskt kaupskip er lá í Croydon í suðausturhluta London, SS Induna, 5086 sml gufuskip, smíðað í Skotlandi 1925, hjá Stephen & Sons Ltd. |
 |
Skráningarbók SS Induna Á þessari síðu sést að síðasta skip er Haraldur var skráður á, áður en hann skráði sig á Induna, var Kalev.
Skráningardagur 7. okt 1941.
Hann er skráður þar ESHOLM HAROLD. |
Atvinna |
3 nóv. 1941 |
Glasgow, Skotlandi [3] |
SS Induna, þar sem Haraldur er skipverji, fer frá Glasgow áleiðis til Bandaríkjanna. |
Atvinna |
27 nóv. 1941 |
New York, New York, USA [3] |
Med SS Induna. |
 |
SS Induna í New York 27. nóvember 1941 Þessi mynd er tekin áður en skipið leggur í síðustu för sína. Myndin er ekki í góðum focus en hægt mun að sjá breytingar er gerðar hafa verið vegna styrjaldarinnar. Það er búið að setja 4 tommu byssu á skut og rétt þar fyrir framan " Bofors" byssu á upphækkaðan pall. Það eru vélbyssugryfjur á þaki brúarvængs… |
Atvinna |
6 des. 1941 |
New York, New York, USA [3] |
Induna er í höfn í New York frá 6. desember, áformað hafði verið að hún færi með skipalest SC-62 sem fór frá Sidney þann 27. desember og varð fyrir þungum árásum þýskra kafbáta, en Induna varð fyrir töfum í New York og missti af þeirri lest. Frá stórborginni var síðan siglt til Halifax í Kanada. Komu þeir til þangað á aðfangadag. Það varð að bíða þar yfir hátíðarnar, eftir því að fá pláss í skipalest til Bretlandseyja. |
Atvinna |
24 des. 1941 |
Halifax, Nova Scotia, Kanada [3] |
Med SS Induna. Það varð að bíða þar yfir hátíðarnar, eftir því að fá pláss í skipalest til Bretlandseyja. |
Atvinna |
3 jan. 1942 |
New York, New York, USA [3] |
Lagt var af stað þann 3. janúar 1942, í 25 skipa lest sem fékk einkennisnúmerið SC-63. Skipalestin varð ekki fyrir kafbátaárásum en lenti í afar slæmu veðri á leiðinni. Kannski var það veðrinu að þakka að kafbátarnir gátu ekki athafnað sig. |
Atvinna |
28 jan. 1942 |
Liverpool, Englandi [3] |
Skipalestin náði til Liverpool þann 28. janúar, en Induna var stefnt til Reykjavíkur, þar sem hafði hún orðið fyrir nokkrum skemmdum í óveðrinu, missti einn björgunarbát og nokkrir hertrukkar sem stóðu á þilfarinu, fóru í sjóinn. Bráðabirgða viðgerð var framkvæmd í Reykjavík. |
Atvinna |
15 feb. 1942 |
Reykjavík, Íslandi [3] |
Induna fór frá Reykjavík 15. febrúar í skipalest RU-12. |
Atvinna |
22 feb. 1942 |
Greenock, Inverclyde, Skotlandi [3] |
Induna lá hér frá 22. febrúar til 3. mars 1942. |
Atvinna |
3 mar. 1942 |
Gourock, Inverclyde, Skotlandi [3] |
Þann 3. mars var hún dregin til Gouroch , þaðan sem hún hélt til Loch Ewe og sameinaðist skipalestinni PQ-13. |
Atvinna |
18 mar. 1942 |
Hvalfirði, Íslandi [3] |
Skipalestin, PQ-13 fór frá Hvalfirði að morgni 18. mars, og sigldi vestur á Faxaflóa þar sem skipalestinni var raðað upp áður en stefnan var tekin norður með Vesturlandi.
Var skipunum raðað þannig að 6 skip voru á breiddina og 3 skip á lengdina, fyldarskipin voru á undan og eftir og til hliðar.
Ferðin gekk vel norður fyrir Vestfirði , að kvöldi 19. mars var skipalestin stödd undan Straumnesi við Aðalvík, þá barst skeyti úr landi.
" IMMEDIATE"
"PQ 13 AND ESCORT RETURN TO REYKJAVIK FORTHWITH HMS CEILA PASS TO COMMODORE", |
Atvinna |
20 mar. 1942 |
Reykjavík, Íslandi [3] |
Að morgni 20. mars voru skipin komin aftur á ytri höfnina í Reykjaví. Var talið að hernaðaryfirvöldum hafi borist fregnir af því að kafbátum hafi fjölgað í Norðurhöfum og jafnvel að Tripitz og Scharnhost yrðu send til hafs frá Noregi. Vildu Bretar að Sovetmenn hertu á kafbátaeftirliti í Barentshafi.
Skipin höfðu ekki langa viðdvöl, lagði skipalestin aftur af stað þann sama dag. |
Andlát |
30 mar. 1942 |
Í votri gröf - Barentshafi [4] |
Ástæða: Fórst með breska gufuskipinu SS Induna. |
|
Aldur |
18 ára |
Greftrun |
Í votri gröf - Lost at sea [4] |
|
Nr. einstaklings |
I22667 |
Legstaðaleit |
Síðast Breytt |
12 feb. 2025 |