Garðar Sigurðsson

-
Fornafn Garðar Sigurðsson [1, 2] Fæðing 20 nóv. 1933 Reykjavík, Íslandi [1, 2]
Menntun 1953 Menntaskólanum í Reykjavík, Reykjavík, Íslandi [2]
Lauk stúdentsprófi. Menntun 1953-1955 Háskóla Íslands, Reykjavík, Íslandi [2]
Lagði stund á verkfræðinám. Andlát 19 mar. 2004 Hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík, Reykjavík, Íslandi [1, 2]
Aldur 70 ára Greftrun 26 mar. 2004 Hafnarfjarðarkirkjugarði, Hafnarfirði, Íslandi [1, 2]
- Reitur: H-7-42 [1]
Systkini
2 systur Hálfsystkini
1 hálfbróðir (Fjölskylda af Hallgrímur Júlíusson og Klara Tryggvadóttir) Legsteinar Mynd af legstein vantar, sendu mér mynd með því að smella hér
Nr. einstaklings I22155 Legstaðaleit Síðast Breytt 12 okt. 2024
Faðir Jóhann Sigurður Hjálmarsson, f. 17 okt. 1900, Fremri-Bakka, Nauteyrarhr., N-Ísafjarðarsýslu, Íslandi d. 29 júl. 1981 (Aldur 80 ára)
Móðir Klara Tryggvadóttir, f. 1 okt. 1906, Garpsdal, Geiradalshr., A-Barðastrandarsýslu, Íslandi d. 9 okt. 1997, Hrafnistu, Hafnarfirði, Íslandi
(Aldur 91 ára)
Nr. fjölskyldu F5740 Hóp Skrá | Family Chart
-
Athugasemdir - Garðar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1953 og lagði stund á verkfræðinám við Háskóla Íslands frá 1953 til 1955. Stýrimannaprófi frá Sjómannaskólanum í Reykjavík lauk hann utan skóla árið 1962. Frá 1957 til 1960 var hann kennari við Gagnfræðaskólann í Neskaupstað og kenndi þar líka við Iðnskólann 1958-1960. Kennari við Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum 1961-1962 og 1963-1973, settur skólastjóri þar 1969-1970. Stundaði sjómennsku með námi og kennslu og að aðalstarfi 1955-1957. Stýrimaður á fiskiskipum í nokkur sumur, frá 1962.
Garðar Sigurðsson var bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum fyrir Alþýðubandalagið 1966-1978 og alþingismaður Suðurlands fyrir sama flokk 1971-1987. Sat í flugráði 1972-1980, í stjórn Viðlagasjóðs 1973-1975 og í bankaráði Útvegsbanka Íslands 1981-1987. Fjórum sinnum var hann einn fulltrúa Íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og tók einnig þátt í störfum Evrópuráðsins og Alþjóðaþingmannasambandsins.
Frá 1987 til 1990 var Garðar starfsmaður Veiðieftirlits sjávarútvegsráðuneytisins og frá 1990 til starfsloka við störf í Landsbanka Íslands. [2]
- Garðar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1953 og lagði stund á verkfræðinám við Háskóla Íslands frá 1953 til 1955. Stýrimannaprófi frá Sjómannaskólanum í Reykjavík lauk hann utan skóla árið 1962. Frá 1957 til 1960 var hann kennari við Gagnfræðaskólann í Neskaupstað og kenndi þar líka við Iðnskólann 1958-1960. Kennari við Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum 1961-1962 og 1963-1973, settur skólastjóri þar 1969-1970. Stundaði sjómennsku með námi og kennslu og að aðalstarfi 1955-1957. Stýrimaður á fiskiskipum í nokkur sumur, frá 1962.
-
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth
Skýringar á merkingum : Heimilisfang
: Staðsetning
: Bær/Borg
: Hreppur
: Sýsla
: Land
: Ekki stillt
-
Andlitsmyndir Garðar Sigurðsson
-
Heimildir