Ásta Árnadóttir
1911 - 2002 (90 ára)-
Fornafn Ásta Árnadóttir [1, 2, 3] Fæðing 6 júl. 1911 Ísafirði, Íslandi [1, 2, 3] Eyrarprestakall í Skutulsfirði; Prestsþjónustubók Eyrarsóknar í Skutulsfirði og Hólssóknar í Bolungarvík 1910-1919. (Rangt bundin), opna 19/167 Skírn 21 jan. 1912 [1] Andlát 4 jún. 2002 [2, 3] Greftrun 7 jún. 2002 Hólavallagarði við Suðurgötu, Reykjavík, Íslandi [3] - Reitur: C-3A-3 [3]
Systkini 1 bróðir og 1 systir Legsteinar Mynd af legstein vantar, sendu mér mynd með því að smella hér Nr. einstaklings I21490 Legstaðaleit Síðast Breytt 17 jún. 2024
Faðir Árni Jónsson Ísfjörð
f. 4 ágú. 1867, Höfðaströnd, Grunnavíkurhr., N-Ísafjarðarsýslu, Íslandi
d. 8 feb. 1925 (Aldur 57 ára)Móðir Þorbjörg Magnúsdóttir
f. 19 sep. 1870, Mel, Staðarsveit, Snæfellsnessýslu, Íslandi
d. 30 maí 1925 (Aldur 54 ára)Athugasemdir - Í manntalinu 1910 eru þau Árni og Þorbjörg til húsa í Aðalstræti 11 á Ísafirði, þar eru haldin fimm heimili og í húsinu búa 22 alls. Árni er þar sagður fæddur 6. ágúst 1873 eða sjö árum yngri en í manntalinu 1901. Þorbjörg er sögð fædd 19. september 1872, giftingarár 1900, þau hafi flutt í bæinn 1898 og eigi tvö börn á lífi, en eitt dáið. Börn þeirra eru Geirþrúður Sara fædd 6. september 1900 og Ólafur Tryggvason Árnason fæddur 8. apríl 1902. Auk þeirra er á heimilinu Sigurfljóð Sakaríasdóttir móðir Árna, ekkja og ómagi, hjú Guðrún Bjarney Jónsdóttir, fædd 1879 og Sigríður Þorbjörg Þórarinsdóttir 5 ára, dóttir hennar? Árni er sagður stunda sjómennsku, en ekki er getið um vinnuveitanda.
Þann 6. júlí 1911 eignast þau á Ísafirði dótturina Ástu, en virðast fljótlega eftir það taka sig upp og flytja til Reykjavíkur. Í manntali árið 1920 eru þau til húsa að Smiðjustíg 7 í Reykjavík, þar eru haldin þrjú heimili, alls eru þar til húsa 14 manns. Hjá Árna og Þorbjörgu búa börn þeirra þrjú, Geirþrúður Sara tvítug, Ólafur Tryggvason, átján ára skrifari hjá Landssímanum og Ásta níu ára. Árni er sagður sjómaður og beykir og það kemur fram í manntalinu að þau hafi flutt í sóknina árið 1911.
[4]
Nr. fjölskyldu F5498 Hóp Skrá | Family Chart
-
Athugasemdir - Foreldrar Ástu voru nýflutt til Reykjavíkur frá Ísafirði, þegar Ásta fæddist. Fyrir áttu þau tvö börn, Geirþrúði, d. í Reykjavík 1932, og Ólaf, d. 1992. Ásta naut foreldra sinna ekki lengi. Árni faðir hennar fórst með togaranum Fieldmarshall Robertson í Halaveðrinu mikla snemma í febrúar 1925 og móðir hennar lést 30. maí sama ár. Hún naut þó góðs atlætis hjá systur sinni, Geirþrúði, þau sjö ár sem hún lifði eftir dauða foreldranna og síðar hjá Ólafi bróður sínum og eiginkonu hans, Herdísi Björnsdóttur. En þetta voru erfiðir tímar og valkostir ekki margir fyrir efnalitla unga stúlku. Ásta lærði kjólasaum og vann talsvert við sauma og þá m.a. í Danmörku. Ung kynntist hún Gunnari Stefánssyni frá Ósi á Skógarströnd, sem þá var við nám í Háskóla Íslands. Þau giftust og eignuðust tvö börn. En hjónabandsárin urðu ekki mörg, Gunnar fórst 31. janúar 1951 með flugvélinni Glitfaxa, sem var á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur.
Ásta byrjaði fljótlega að starfa hjá Mjólkursamsölu Reykjavíkur og veitti forstöðu tveimur verslunum í borginni. Þegar kraftarnir leyfðu ekki lengur burð á þungum brúsum og mjólkurgrindum fékk hún starf í mötuneyti Landsbankans og vann þar fram á eftirlaunaaldur. Síðustu æviárin bjó hún á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. [2]
- Foreldrar Ástu voru nýflutt til Reykjavíkur frá Ísafirði, þegar Ásta fæddist. Fyrir áttu þau tvö börn, Geirþrúði, d. í Reykjavík 1932, og Ólaf, d. 1992. Ásta naut foreldra sinna ekki lengi. Árni faðir hennar fórst með togaranum Fieldmarshall Robertson í Halaveðrinu mikla snemma í febrúar 1925 og móðir hennar lést 30. maí sama ár. Hún naut þó góðs atlætis hjá systur sinni, Geirþrúði, þau sjö ár sem hún lifði eftir dauða foreldranna og síðar hjá Ólafi bróður sínum og eiginkonu hans, Herdísi Björnsdóttur. En þetta voru erfiðir tímar og valkostir ekki margir fyrir efnalitla unga stúlku. Ásta lærði kjólasaum og vann talsvert við sauma og þá m.a. í Danmörku. Ung kynntist hún Gunnari Stefánssyni frá Ósi á Skógarströnd, sem þá var við nám í Háskóla Íslands. Þau giftust og eignuðust tvö börn. En hjónabandsárin urðu ekki mörg, Gunnar fórst 31. janúar 1951 með flugvélinni Glitfaxa, sem var á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur.
-
Andlitsmyndir Ásta Árnadóttir -
Kort yfir atburði Fæðing - 6 júl. 1911 - Ísafirði, Íslandi Greftrun - 7 jún. 2002 - Hólavallagarði við Suðurgötu, Reykjavík, Íslandi = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Heimildir
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.