Sigurhjörtur Jóhannesson
1855 - 1926 (70 ára)-
Fornafn Sigurhjörtur Jóhannesson [1, 2] Fæðing 6 feb. 1855 Grýtu, Grýtubakkahr., S-Þingeyjarsýslu, Íslandi [1] Höfðaprestakall; Prestsþjónustubók Grýtubakkasóknar 1817-1877. Manntal 1816, opna 23/122 Skírn 7 feb. 1855 [1] Heimili 1926 Urðum, Svarfaðardalshr., Eyjafjarðarsýslu, Íslandi Andlát 30 jan. 1926 Urðum, Svarfaðardalshr., Eyjafjarðarsýslu, Íslandi [2] Tjarnarprestakall; Prestsþjónustubók Tjarnarsóknar, Urðasóknar og Upsasóknar 1911-1935. Vallaprestakall 1931-1935, opna 115/125 Greftrun 9 feb. 1926 Urðakirkjugarði, Svarfaðardalshr., Eyjafjarðarsýslu, Íslandi [2, 3] Sigurhjörtur Jóhannesson
Steinninn virðist vera grágrýti og mælist 177 cm á lengd og 133,5 cm á breidd. Á steininum er latínuletur og er það upphleypt, en sandblásið í kring. Þar stendur:
HÉR HVÍLIR
SIGURHJÖRTUR JÓHANNESSON
BÓNDI Á URÐUM 1855-1926.
AF SKYLDULIÐI HANS HVÍLA Í
GARÐINUM: JÓHANNES HALL-
DÓRSSON 1823-1873, ANNA
GUÐLAUGSDÓTTIR 1824-1905,
SOFFÍA JÓNSDÓTTIR 1854-1894,
S. FRIÐRIKA SIGURÐARDÓTTIR
1858-1914, JÓHANNA S. JÓ-
HANNESDÓTTIR 1859-1925,
SIGFÚS SIGURHJARTARSON
1896-1898 STEIN ÞENNAN
SETTU NOKKRIR ÆTTMENN
TIL MINNINGAR ÁRIÐ 1957.
Systkini 1 systir Nr. einstaklings I20241 Legstaðaleit Síðast Breytt 16 nóv. 2023
Faðir Jóhannes Halldórsson
f. 9 sep. 1823, Grýtubakka, Grýtubakkahr., S-Þingeyjarsýslu, Íslandi
d. 19 feb. 1873, Urðum, Svarfaðardalshr., Eyjafjarðarsýslu, Íslandi (Aldur 49 ára)Móðir Anna Guðlaugsdóttir
f. 13 sep. 1824, Svínárnesi, Grýtubakkahr., S-Þingeyjarsýslu, Íslandi
d. 16 júl. 1905, Urðum, Svarfaðardalshr., Eyjafjarðarsýslu, Íslandi (Aldur 80 ára)Nr. fjölskyldu F5107 Hóp Skrá | Family Chart
Fjölskylda 1 Soffía Jónsdóttir
f. 24 nóv. 1854, Litlulaugum, Reykdælahr., S-Þingeyjarsýslu, Íslandi
d. 3 feb. 1894, Urðum, Svarfaðardalshr., Eyjafjarðarsýslu, Íslandi (Aldur 39 ára)Börn 1. Þorbjörg Sigurhjartardóttir
f. 17 ágú. 1882, Urðum, Svarfaðardalshr., Eyjafjarðarsýslu, Íslandi
d. 20 ágú. 1969 (Aldur 87 ára)2. Arnfríður Anna "Fríða"Sigurhjartardóttir
f. 7 sep. 1884, Urðum, Svarfaðardalshr., Eyjafjarðarsýslu, Íslandi
d. 12 nóv. 1952 (Aldur 68 ára)3. Elín Sigurhjartardóttir
f. 21 júl. 1886, Urðum, Svarfaðardalshr., Eyjafjarðarsýslu, Íslandi
d. 12 jan. 1936, Urðum, Svarfaðardalshr., Eyjafjarðarsýslu, Íslandi (Aldur 49 ára)+ 4. Sigrún Sigurhjartardóttir
f. 2 ágú. 1888, Urðum, Svarfaðardalshr., Eyjafjarðarsýslu, Íslandi
d. 5 feb. 1959 (Aldur 70 ára)5. Þórunn Sigurhjartardóttir
f. 5 maí 1890, Urðum, Svarfaðardalshr., Eyjafjarðarsýslu, Íslandi
d. 18 des. 1930, Brúnastöðum, Lýtingsstaðahr., Skagafjarðarsýslu, Íslandi (Aldur 40 ára)Nr. fjölskyldu F5108 Hóp Skrá | Family Chart Síðast Breytt 16 nóv. 2023
Fjölskylda 2 Sigríður Friðrika Sigurðardóttir
f. 9 maí 1858, Þóroddsstöðum, Ljósavatnshr., S-Þingeyjarsýslu, Íslandi
d. 30 apr. 1914, Urðum, Svarfaðardalshr., Eyjafjarðarsýslu, Íslandi (Aldur 55 ára)Börn 1. Sigfús Sigurhjartarson
f. 4 jún. 1897, Urðum, Svarfaðardalshr., Eyjafjarðarsýslu, Íslandi
d. 14 feb. 1898, Urðum, Svarfaðardalshr., Eyjafjarðarsýslu, Íslandi (Aldur 0 ára)2. Soffía Sigurhelga Sigurhjartardóttir
f. 23 apr. 1899, Urðum, Svarfaðardalshr., Eyjafjarðarsýslu, Íslandi
d. 19 ágú. 1990 (Aldur 91 ára)3. Sigfús Annes Sigurhjartarson
f. 6 feb. 1902, Urðum, Svarfaðardalshr., Eyjafjarðarsýslu, Íslandi
d. 15 mar. 1952, Reykjavík, Íslandi (Aldur 50 ára)Nr. fjölskyldu F5122 Hóp Skrá | Family Chart Síðast Breytt 17 nóv. 2023
-
Athugasemdir - Sigurhjörtur kom barnungur í Urðir með foreldrum sínum þegar þau keyptu jörðina árið 1863. Sigurhjörtur hóf búskap sinn á Urðum upp úr 1880 og mun hafa byrjað búskapinn með heldur litlum efnum. Þá var harðæri í landi eitt hið mesta er frásagnir greina. Hann átti jörðina fyrst í stað með móður sinni en eignaðist hana að síðar að fullu. „Á hans búskaparárum verða Urðir aftur að nafnkenndum stað og mannmörgu myndarheimili“ segir Runólfur í Dal í eftirmælum sínum um Sigurhjört.
Urðir eru kirkjustaður og voru lengi annexía frá Tjörn. Kirkjan þar var bændakirkja um aldir. Jóhannes Halldórsson eignaðist því kirkjuna þegar hann keypti jörðina með gögnum og gæðum 1863. Sigurhjörtur eignaðist hana síðan. Í Kirkjurokinu mikla 20. september árið 1900 fauk kirkjan af grunni og brotnaði í spón. Sigurhjörtur lét gera nýja kirkju á staðnum og stendur hún þar enn. Hún var vígð 1902. Altaristaflan í gömlu kirkjunni var forláta málverk sem Sigurhjörtur hafði fengið sveitunga sinnArngrím málara til að gera. Taflan skemmdist mikið í rokinu, umgjörðin eyðilagðist og myndin rifnaði. Sigurhjörtur lét gera við töfluna og er hún enn í Urðakirkju. [2] Sigurhjörtur stóð fyrir búi sínu á Urðum til 1916 en þá tók Elín dóttir hans við búinu með manni sínum Ármanni Sigurðssyni. Sigurhjörtur dvaldi á Urðum til æviloka og annaðist þá m.a. símavörslu, en á Urðum var fyrsta landsímastöðin í Svarfaðardal.
Fyrri kona Sigurhjartar var Soffía Jónsdóttir (1854-1894) frá Litlulaugum í Þingeyjarsýslu. Runólfur í Dal lýsir henni þannig: „... fyrir því hefi eg fulla vissu, að hún þótti hér í Svarfaðardal, um fríðleika og kvenlegan þokka í fremstu röð og eftirsóttur kvenkostur.“ Dætur þeirra voru: Þorbjörg 1882-1969, Arnfríður Anna 1884, Elín 1886-1936, Sigrún 1888-1959, Þórunn 1890-1930.
Til er nafnavísa um Urðasystur eftir Hólmfríði Benediktsdóttur þar sem þær eru taldar upp í aldursröð:
Þorbjörg, Anna Arnfríður
Elín, Sigrún, Þórunn.
Hópur svanna sjálegur
sést í ranni fjörugur.
Seinni kona Sigurhjartar var Friðrika Sigríður Sigurðardóttir (1858-1914) frá Draflastöðum í Fnjóskadal. Friðrika þótti hagsýn og stjórnsöm húsmóðir, heilsteypt í skoðunum og smekkvís. [3] Börn þeirra voru Soffía 1899 og Sigfús 1902. Sigurhjörtur var jarðaður í gamla kirkjugarðinum á Urðum, en ekki er vitað nákvæmlega, hinsvegar er minningarsteinn um hann staðsettur í garðinum [4]
- Sigurhjörtur kom barnungur í Urðir með foreldrum sínum þegar þau keyptu jörðina árið 1863. Sigurhjörtur hóf búskap sinn á Urðum upp úr 1880 og mun hafa byrjað búskapinn með heldur litlum efnum. Þá var harðæri í landi eitt hið mesta er frásagnir greina. Hann átti jörðina fyrst í stað með móður sinni en eignaðist hana að síðar að fullu. „Á hans búskaparárum verða Urðir aftur að nafnkenndum stað og mannmörgu myndarheimili“ segir Runólfur í Dal í eftirmælum sínum um Sigurhjört.
-
Skjöl Ætt Sigurhjartar á Urðum
Andlitsmyndir Sigurhjörtur Jóhannesson -
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Heimildir - [S1220] Höfðaprestakall; Prestsþjónustubók Grýtubakkasóknar 1817-1877. Manntal 1816, opna 23/122.
- [S1230] Tjarnarprestakall; Prestsþjónustubók Tjarnarsóknar, Urðasóknar og Upsasóknar 1911-1935. Vallaprestakall 1931-1935, opna 115/125.
- [S3] Headstone/legsteinn.
- [S25] Wikipedia, https://is.wikipedia.org/wiki/Sigurhjörtur_Jóhannesson.
- [S1220] Höfðaprestakall; Prestsþjónustubók Grýtubakkasóknar 1817-1877. Manntal 1816, opna 23/122.
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.