Ingólfur Guðbrandsson
1923 - 2009 (86 ára)-
Fornafn Ingólfur Guðbrandsson [1, 2] Fæðing 6 mar. 1923 Kirkjubæjarklaustri, Íslandi [1, 2] Menntun University College London, London, Englandi [2] Nam ensku og hljóðfræði. Menntun Guildhall School of Music and Drama, London, Englandi [2] Tónlistarnám. Menntun 1943 Kennaraskóla Íslands, Reykjavík, Íslandi [2] Lauk kennaraprófi. Atvinna 1943 Laugarnesskóla, Reykjavík, Íslandi [2] Hóf störf sem kennari. Menntun 1944-1949 Háskóla Íslands, Reykjavík, Íslandi [2] Stundaði tungumálanám. Hin íslenska fálkaorða 20 okt. 1977 [3] Sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf að tónlistarmálum. Andlát 3 apr. 2009 Landspítalanum í Reykjavík, Reykjavík, Íslandi [1, 2] Greftrun 17 apr. 2009 Fossvogskirkjugarði, Reykjavík, Íslandi [1, 2] Ingólfur Guðbrandsson
Plot: O-619Nr. einstaklings I20183 Legstaðaleit Síðast Breytt 30 okt. 2023
-
Ljósmyndir Ingólfur Guðbrandsson
Andlitsmyndir Ingólfur Guðbrandsson -
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Athugasemdir - Ingólfur lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1943 og stundaði tungumálanám við Háskóla Íslands á árunum 1944 til 1949. Síðar hélt hann til tónlistarnáms við Guildhall School of Music í London og nam ensku og hljóðfræði við University College í London. Þá stundaði hann framhaldsnám í tónlist við Tónlistarháskólann í Köln, í Augsburg og í Flórens.
Árið 1943 hóf Ingólfur störf sem kennari við Laugarnesskóla og bryddaði þar upp á ýmsum nýjungum í tónlistarkennslu, þar á meðal morgunsöng sem enn er lifandi hefð í skólastarfinu. Hann var námstjóri tónlistarfræðslu hjá menntamálaráðuneytinu og starfaði sem skólastjóri Barnamúsíkskólans í Reykjavík um skeið. Ingólfur stofnaði ferðaskrifstofuna Útsýn árið 1955 og var forstjóri hennar til ársins 1988. Hann stofnaði ferðaskrifstofuna Prímu og Heimsklúbb Ingólfs, og starfaði á vettvangi ferðamála allt til ársins 2006.
Ingólfur var frumkvöðull í kórstarfi og tónlistarflutningi á Íslandi. Árið 1957 stofnaði hann Pólýfónkórinn og undir hans stjórn voru frumflutt á Íslandi mörg af stærstu verkum tónbókmenntanna. Kórinn hélt tónleika víða um heim og hafa margar plötur og geisladiskar komið út með söng hans.
Ingólfur hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1977 og ítölsku riddaraorðunni Cavaliere della Repubblica Italiana sama ár. Árið 1972 var hann gerður að heiðursfélaga Félags íslenskra tónmenntakennara. Þá var hann útnefndur Capo dell’Ordine „Al Merito della Repubblica Italiana“ árið 1991. Í febrúar 2009 hlaut hann heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna. [2]
- Ingólfur lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1943 og stundaði tungumálanám við Háskóla Íslands á árunum 1944 til 1949. Síðar hélt hann til tónlistarnáms við Guildhall School of Music í London og nam ensku og hljóðfræði við University College í London. Þá stundaði hann framhaldsnám í tónlist við Tónlistarháskólann í Köln, í Augsburg og í Flórens.
-
Heimildir - [S1] Gardur.is.
- [S31] Morgunblaðið, 17-04-2009.
- [S276] Heimasíða forseta Íslands - https://www.forseti.is/, https://www.forseti.is/fálkaorðan/orduhafaskra/.
- [S1] Gardur.is.
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.