Hannes Sigurður Sigfússon

Hannes Sigurður Sigfússon

Maður 1922 - 1997  (75 ára)


Upplýsingar um einstakling    |    Margmiðlun    |    Athugasemdir    |    Heimildir    |    Kort yfir atburði    |    Allt    |    PDF

  • Fornafn Hannes Sigurður Sigfússon  [1, 2, 3
    Fæðing 2 mar. 1922  Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 2, 3, 4
    Menntun Ingimarsskólanum / Gagnfræðiskólanum í Reykjavík, Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [4
    Stundaði gagnfræðinám. 
    Andlát 13 ágú. 1997  Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 2, 3, 4
    Aldur 75 ára 
    Greftrun 21 ágú. 1997  Fossvogskirkjugarði - duftgarði, Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1
    Hannes Sigurður Sigfússon
    Plot: D-3-156
    Nr. einstaklings I19812  Legstaðaleit
    Síðast Breytt 13 ágú. 2023 

  • Athugasemdir 
    • Hannes Sigfússon fæddist í Reykjavík 2. mars 1922.

      Foreldrar Hannesar voru Kristín Jónsdóttir (1886-1970) og Sigfús Guðmundur Sveinbjarnarson (1866-1931).

      Systkini Hannesar voru Lára Margrét (Gréta Sigfúsdóttir rithöfundur) (1910-1991), (Sveinbjörn Hannes) Þráinn (1911-1977), og Hrefna Kristín (1917-2004).

      Eiginkona Hannesar (frá 1953) var Synnöve Jansen (1915-1988). Sambýliskona hans síðustu árin var Guðný Gestsdóttir (1922-2015).

      Hannes stundaði gagnfræðanám við Ingimarsskólann í Reykjavík. Hann vann eftir það ýmis störf hér á landi, m.a. sem aðstoðarvitavörður í Reykjanesvita og í nokkur ár sem starfsmaður hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur. Hannes flutti til Noregs í byrjun sjötta áratugarins þar sem hann starfaði m.a. sem bókavörður í Stafangri og Fredriksdal þar til hann flutti aftur til Íslands 1988.

      Hannes var eitt helsta ljóðskáld sinnar kynslóðar. Hann var brautryðjandi í íslenskri ljóðagerð og mikilvirkur ljóðaþýðandi.

      Ljóðabækur hans eru átta: Dymbilvaka (útg. 1949), Imbrudagar (útg. 1951), Sprek á eldinn (útg. 1961), Jarteikn (útg. 1966), Örvamælir (útg. 1978), Lágt muldur þrumunnar (útg. 1988), Jarðmunir (útg. 1991), og Kyrjálaeiði (útg. 1995).

      Skáldsögur hans eru tvær: Strandið (útg. 1955), og Ljósin blakta (útg. 1993).

      Hannes ritaði endurminningar sínar sem voru gefnar út í tveimur bindum: Flökkulíf (útg. 1981), og Framhaldslíf förumanns (útg. 1985).

      Eftir Hannes liggur einnig mikið af þýðingum, m.a.: Tvennir tímar e. Knut Hamsun (útg. 1958), Í töfrabirtu e. William Heinesen (útg. 1959), Blóðbrullaup e. Federico García Lorca (útg. 1959), og Norræn ljóð (útg. 1972).

      Hannes lést á heimili sínu 13. ágúst 1997 og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 21. ágúst.

      Ítarefni:

      Einar Bragi: „Viðtal við Hannes Sigfússon“. Birtíngur. Reykjavík, 1958.

      Inga Huld Hákonardóttir: „Saga ljóðskálds. Rætt við Hannes Sigfússon“. Sunnudagsblað Tímans 15. september 1968.

      Silja Aðalsteinsdóttir: „Hægt felldi ég heim minn saman. Viðtal við Hannes Sigfússon um skáldskap og sannleika“. Tímarit Máls og menningar. Reykjavík, 1989. [2, 3, 4]

  • Kort yfir atburði
    Tengill á Google MapsFæðing - 2 mar. 1922 - Reykjavík, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsAndlát - 13 ágú. 1997 - Reykjavík, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsGreftrun - 21 ágú. 1997 - Fossvogskirkjugarði - duftgarði, Reykjavík, Íslandi Tengill á Google Earth
     = Tengill á Google Earth 
    Skýringar á merkingum  : Heimilisfang       : Staðsetning       : Bær/Borg       : Hreppur       : Sýsla       : Land       : Ekki stillt

  • Skjöl
    Hannes Sigurður Sigfússon

    Andlitsmyndir
    Hannes Sigurður Sigfússon

    Minningargreinar
    Hannes Sigurður Sigfússon
    Hannes Sigurður Sigfússon
    Hannes Sigurður Sigfússon

  • Heimildir 
    1. [S1] Gardur.is.

    2. [S31] Morgunblaðið, 15. ágúst 1997:56.

    3. [S31] Morgunblaðið, 23. ágúst 1997:42.

    4. [S31] Morgunblaðið, 21. ágúst 1997:40.


Scroll to Top