Brynjólfur Thorlacius Þórðarson
1681 - 1762 (81 ára)-
Fornafn Brynjólfur Thorlacius Þórðarson [1] Fæðing 28 sep. 1681 [1] Menntun 1697 Skálholtsskóla, Biskupstungnahr., Árnessýslu, Íslandi [1] Stúdent. Andlát 1 nóv. 1762 [1] Greftrun Teigskirkjugarði, Fljótshlíðarhr., Rangárvallasýslu, Íslandi [2] Brynjólfur Thorlacius Þórðarson & Jórunn Skúladóttir Thorlacius Nr. einstaklings I19115 Legstaðaleit Síðast Breytt 22 feb. 2023
Fjölskylda 1 Þrúður Þorsteinsdóttir
f. 31 des. 1683
d. 4 sep. 1707 (Aldur 23 ára)Hjónaband 31 ágú. 1704 [1] Nr. fjölskyldu F4716 Hóp Skrá | Family Chart Síðast Breytt 22 feb. 2023
Fjölskylda 2 Jórunn Skúladóttir Thorlacius
f. 29 sep. 1693
d. 8 jún. 1761 (Aldur 67 ára)Hjónaband 27 sep. 1711 [1] Nr. fjölskyldu F4717 Hóp Skrá | Family Chart Síðast Breytt 22 feb. 2023
-
Athugasemdir - Sýslumaður. Foreldrar: Þórður biskup Þorláksson og kona hans Guðríður Gísladóttir sýslumanns að Hlíðarenda í Fljótshlíð, Magnússonar. Stúdent úr Skálholtsskóla 1697, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 22. okt. s. á. Ekki stundaði hann þar nám lengi. Bjó hann með móður sinni að Hlíðarenda, en var í Bæ á Rauðasandi veturinn 1704-5, fór þá aftur að Hlíðarenda og var þar til dauðadags. Hann var settur sýslumaður í Rangárþingi 1711-14, meðan Hákon sýslumaður Hannesson átti málaferli, en honum hafði verið vikið frá, og er hann bar hærra hlut fyrir hæstarétti, fékk hann sýsluna aftur. Brynjólfur var utanlands veturinn 1715-16 og fékk þá (30. mars 1716) veiting konungs fyrir Árnesþingi, en sleppti henni aftur 1721, með því að hann fékk ekki að halda lögsagnara þar og var boðið að búa í sýslunni, en það vildi hann ekki. Hann átti deilur við ýmsa, báða biskupana (Jón Vídalín og Jón Árnason), Hákon sýslumann Hannesson o.fl. Vafstur nokkurt átti hann af strandi herskipsins Gothenburg á Hafnarskeiði 1718. Hann var auðmaður mikill, enda erfði hann mikið fé eftir foreldra sína og fékk auð með konum sínum. Hann var og talinn höfðingi mikill og veitull, en ekki hálærður eða skarpvitur. Hann fékkst við að yrkja, þótt ekkert sé prentað eftir hann (kvæðin auðfundin eftir Lbs.)
Kona 1 (31. ág. 1704): Þrúður (f. 31. dec. 1683, d. 4. sept. 1707) Þorsteinsdóttir; þau bl. Kona 2 (27. sept. 1711): Jórunn (f. 29. sept 1693, d. 8. júní 1761) Skúladóttir prests á Grenjaðarstöðum, Þorlákssonar. Börn þeirra, er upp komust: Þórður klausturhaldari í Teigi, Jón klausturhaldari síðast að Stóra Núpi, Helga átti Sigurð alþingisskrifara Sigurðsson á Hlíðarenda, Skúli stúdent, d. 1736. [1]
- Sýslumaður. Foreldrar: Þórður biskup Þorláksson og kona hans Guðríður Gísladóttir sýslumanns að Hlíðarenda í Fljótshlíð, Magnússonar. Stúdent úr Skálholtsskóla 1697, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 22. okt. s. á. Ekki stundaði hann þar nám lengi. Bjó hann með móður sinni að Hlíðarenda, en var í Bæ á Rauðasandi veturinn 1704-5, fór þá aftur að Hlíðarenda og var þar til dauðadags. Hann var settur sýslumaður í Rangárþingi 1711-14, meðan Hákon sýslumaður Hannesson átti málaferli, en honum hafði verið vikið frá, og er hann bar hærra hlut fyrir hæstarétti, fékk hann sýsluna aftur. Brynjólfur var utanlands veturinn 1715-16 og fékk þá (30. mars 1716) veiting konungs fyrir Árnesþingi, en sleppti henni aftur 1721, með því að hann fékk ekki að halda lögsagnara þar og var boðið að búa í sýslunni, en það vildi hann ekki. Hann átti deilur við ýmsa, báða biskupana (Jón Vídalín og Jón Árnason), Hákon sýslumann Hannesson o.fl. Vafstur nokkurt átti hann af strandi herskipsins Gothenburg á Hafnarskeiði 1718. Hann var auðmaður mikill, enda erfði hann mikið fé eftir foreldra sína og fékk auð með konum sínum. Hann var og talinn höfðingi mikill og veitull, en ekki hálærður eða skarpvitur. Hann fékkst við að yrkja, þótt ekkert sé prentað eftir hann (kvæðin auðfundin eftir Lbs.)
-
Kort yfir atburði Menntun - Stúdent. - 1697 - Skálholtsskóla, Biskupstungnahr., Árnessýslu, Íslandi Greftrun - - Teigskirkjugarði, Fljótshlíðarhr., Rangárvallasýslu, Íslandi = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Heimildir
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.