Björn Björnsson Birnir

-
Fornafn Björn Björnsson Birnir [1, 2] Fæðing 22 júl. 1932 Grafarholti, Mosfellssveit, Kjósarsýslu, Íslandi [1, 2]
Andlát 21 mar. 2017 [1] Aldur 84 ára Greftrun 12 maí 2017 Heimagrafreit í Grafarholti, Reykjavík, Íslandi [1]
Legsteinar Mynd af legstein vantar, sendu mér mynd með því að smella hér
Nr. einstaklings I18021 Legstaðaleit Síðast Breytt 18 nóv. 2022
Faðir Björn Birnir, f. 18 júl. 1892, Reykjakoti/Reykjahvoli, Mosfellshr., Kjósarsýslu, Íslandi d. 8 maí 1948 (Aldur 55 ára)
Móðir Bryndís Einarsdóttir Birnir, f. 12 mar. 1899 d. 14 okt. 1979 (Aldur 80 ára) Nr. fjölskyldu F4118 Hóp Skrá | Family Chart
-
Athugasemdir - Björn lauk prófi frá Myndlistardeild Myndlista- og handíðaskólans 1949 og kennaraprófi frá sama skóla 1952. Björn lauk enn fremur prófi í skreytilist og skiltagerð frá Bergenholts Dekoration Fagskole 1955. Björn kenndi myndlist við Austurbæjarskóla frá 1953-1977. Samhliða kennslunni stundaði hann ýmsa vinnu til sjós og lands, m.a. á Hvalfellinu með tengdaföður sínum, Snæbirni Ólafssyni skipstjóra, og í byggingavinnu með mági sínum, Elí Auðunssyni húsasmíðameistara. 1977 hélt Björn til frekara náms í myndlist í Bandaríkjunum, við Indiana State University, og lauk þaðan mastersnámi 1979. Að því námi loknu starfaði hann lengst af við kennslu í Myndlista- og handíðaskólanum og var deildarstjóri málaradeildar skólans um árabil uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. En eftir það kenndi hann tækniteiknun við Iðnskólann í Hafnarfirði um nokkurra ára skeið. Jafnhliða kennslunni og til dauðadags lagði hann stund á málaralistina og sýndi verk sín á fjölmörgum einka- og samsýningum, hérlendis og erlendis. [2]
-
Kort yfir atburði Fæðing - 22 júl. 1932 - Grafarholti, Mosfellssveit, Kjósarsýslu, Íslandi Greftrun - 12 maí 2017 - Heimagrafreit í Grafarholti, Reykjavík, Íslandi = Tengill á Google Earth
Skýringar á merkingum : Heimilisfang
: Staðsetning
: Bær/Borg
: Hreppur
: Sýsla
: Land
: Ekki stillt
-
Andlitsmyndir Björn Björnsson Birnir
-
Heimildir