Friðrik Ásmundsson
1934 - 2016 (81 ára)-
Fornafn Friðrik Ásmundsson [1] Fæðing 26 nóv. 1934 [1] Menntun 1957 Stýrimannaskólanum í Reykjavík, Reykjavík, Íslandi [2] Lauk námi frá farmannadeild Stýrimannskólans í Reykjavík. Hin íslenska fálkaorða 2012 Bessastöðum, Bessastaðahr., Gullbringusýslu, Íslandi [2] Fyrir störf sín að öryggismálum sjómanna. Andlát 19 nóv. 2016 [1] Greftrun Vestmannaeyjakirkjugarði, Vestmannaeyjum, Íslandi [1] Valgerður Erla Óskarsdóttir & Friðrik Ásmundsson
Plot: B-44-7,B-44-7ANr. einstaklings I17256 Legstaðaleit Síðast Breytt 13 sep. 2022
Faðir Ásmundur Karl Friðriksson
f. 31 ágú. 1909, Vestmannaeyjum, Íslandi
d. 17 nóv. 1963 (Aldur 54 ára)Nr. fjölskyldu F4267 Hóp Skrá | Family Chart
Fjölskylda Valgerður Erla Óskarsdóttir
f. 24 maí 1937
d. 6 nóv. 2015 (Aldur 78 ára)Hjónaband 1955 [2] Nr. fjölskyldu F4266 Hóp Skrá | Family Chart Síðast Breytt 13 sep. 2022
-
Athugasemdir - Friðrik bjó alla tíð í Vestmannaeyjum, og var hann lengst af kenndur við æskuheimilið sitt Lönd. Friðrik lauk námi frá farmannadeild Stýrimannskólans í Reykjavík 1957, kenndi á námskeiðum til fiskimannaprófs í Vestmannaeyjum frá árinu 1958.
Friðrik hóf sjómennsku 15 ára gamall á nýsköpunartogurunum Elliðaey VE 10 hjá föður sínum og síðan á á Elliða SI og Keflvíkingi GK. Þá var hann á ýmsum vertíðarbátum í Eyjum og stundaði síldveiðar á sumrin fyrir Norðurlandi. Var farmaður á Drangajökli og fleiri skipum Eimskipa með hléum allt til ársins 1990.
Friðrik var skipstjóri á nokkrum bátum í Vestmannaeyjum, Öðlingi, Sindra, Kára, Mars, Sigurði Gísla sem hann gerði út ásamt Guðna Þorsteinssyni og Jóhanni Sigurðssyni og fleiri bátum frá Eyjum.
Friðrik varð skólastjóri Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum 1975 og alls í 27 ár og útskrifaði hundruð skipstjórnarmanna og hefur hann fylgst ótrúlega vel með öllum sínum nemendum eftir að þeir fóru frá skólanum og hefur verið í persónulegu sambandi við fjölmarga þeirra alla tíð.
Friðriki hlotnaðist margskonar heiður á ferli sínum sem skipstjóri og skólastjóri. Hann hlaut viðurkenningu sjómannadagsráðs fyrir störf sín að öryggismálum sjómanna, heiðursskjal S.S. Verðandi fyrir björgun áhafnar Frigg VE veturinn 1973, kjörinn heiðursfélagi Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi.
Friðrik gaf út rit um sögu Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum 2012, var ritstjóri Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja í áratug og skrifaði fjölda greina um sjómennsku og öryggismál sjómanna. Friðrik hlaut fálkaorðuna 2012 fyrir störf sín að öryggismálum sjómanna. [2]
- Friðrik bjó alla tíð í Vestmannaeyjum, og var hann lengst af kenndur við æskuheimilið sitt Lönd. Friðrik lauk námi frá farmannadeild Stýrimannskólans í Reykjavík 1957, kenndi á námskeiðum til fiskimannaprófs í Vestmannaeyjum frá árinu 1958.
-
Andlitsmyndir Friðrik Ásmundsson -
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Heimildir
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.