Sigurður Samúelsson, prófessor emeritus

-
Fornafn Sigurður Samúelsson [1, 2] Fornafn prófessor emeritus Fæðing 30 okt. 1911 Bíldudal, Íslandi [1, 2]
Menntun 1928 Gagnfræðaskólanum á Akureyri, Akureyri, Íslandi [3]
Gagnfræðaskóli Akureyrar vorið 1928 - gagnfræðingar Menntun 1932 Menntaskólanum á Akureyri, Akureyri, Íslandi [2]
Lauk stúdentsprófi. Menntun 1938 Háskóla Ísland, Reykjavík, Íslandi [2]
Lauk kandídatsprófi í læknisfræði. Atvinna 1947-1968 Reykjavík, Íslandi [2]
Læknir og sérfræðingur í hjartasjúkdómum í Reykjavík. Hin íslenska fálkaorða 1 jan. 1969 Bessastöðum, Bessastaðahr., Gullbringusýslu, Íslandi [4]
Riddarakross fyrir störf á sviði heilbrigðismála. Hin íslenska fálkaorða 30 mar. 1977 Bessastöðum, Bessastaðahr., Gullbringusýslu, Íslandi [4]
Stórriddarakross. Andlát 26 jan. 2009 Landspítalanum í Fossvogi, Reykjavík, Íslandi [1, 2]
Aldur 97 ára Greftrun 3 feb. 2009 Gufuneskirkjugarði, Reykjavík, Íslandi [1]
- Reitur: A-2-137 [1]
Systkini
1 bróðir Legsteinar Mynd af legstein vantar, sendu mér mynd með því að smella hér
Nr. einstaklings I17137 Legstaðaleit Síðast Breytt 12 feb. 2025
Faðir Samúel Pálsson, f. 6 mar. 1878 d. 25 nóv. 1946 (Aldur 68 ára) Móðir Guðný Árnadóttir, f. 27 jún. 1890 d. 19 sep. 1960 (Aldur 70 ára) Nr. fjölskyldu F4238 Hóp Skrá | Family Chart
-
Athugasemdir - Sigurður ólst upp á Bíldudal, lauk stúdentsprófi frá MA 1932 og kandídatsprófi í læknisfræði frá HÍ 1938. Sérhæfði sig í lyflækningum og hjarta- og lungnasjúkdómum í Danmörku. Dr. med. frá Kaupmannahafnarháskóla 1950. Læknir og sérfræðingur í hjartasjúkdómum í Reykjavík 1947-1968, settur deildarlæknir á lyflæknadeild Landspítalans 1950, var prófessor í lyflæknisfræði við HÍ og yfirlæknir við Landspítalann frá 1955-1982. Kynnti sér nýjungar á sviði hjartalækninga og lyflækninga í Bretlandi, Skotlandi, Norðurlöndunum og Bandaríkjunum.
Sigurður stofnaði Hjartavernd, samtök hjarta- og æðaverndarfélaga á Íslandi 1966, formaður framkvæmdastjórnar þeirra til 1992. Stofnaði m.a. Gigtsjúkdómafélag Íslands 1963, formaður þess til 1973. Formaður læknafélagsins Eirar frá stofnun þess 1948-50. Í stjórn Læknafélags Reykjavíkur 1950-53. Í læknaráði Landspítalans 1955-82. Stofnandi Lyflæknafélags Íslands 1957, formaður þess til 1961. Í lyfjaskrárnefnd frá stofnun hennar 1963-76. Í ráðgjafahópi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar á sviði hjarta- og æðasjúkdóma. Formaður Laxárfélagsins 1968-85.
Ritstörf: Cronic cor pulmonale, a clinical study, Khöfn 1950 (doktorsritgerð), Sjúkdómar og dánarmein íslenskra fornmanna 1988, auk fjölda greina og ritgerða í íslenskum og erlendum læknatímaritum, einkum um hjartasjúkdóma. Viðurkenningar: Kjörinn bréfafélagi í norska læknafélaginu 1965 og danska læknafélaginu 1966. Kjörinn heiðursfélagi Gigtarfélags íslenskra lækna 1981, Hjartafélags íslenskra lækna 1984 og heiðursfélagi Hjartaverndar 1992.
Heiðursmerki: Riddarakrossinn 1969 og Stórriddarakrossinn 1977. [2]
- Sigurður ólst upp á Bíldudal, lauk stúdentsprófi frá MA 1932 og kandídatsprófi í læknisfræði frá HÍ 1938. Sérhæfði sig í lyflækningum og hjarta- og lungnasjúkdómum í Danmörku. Dr. med. frá Kaupmannahafnarháskóla 1950. Læknir og sérfræðingur í hjartasjúkdómum í Reykjavík 1947-1968, settur deildarlæknir á lyflæknadeild Landspítalans 1950, var prófessor í lyflæknisfræði við HÍ og yfirlæknir við Landspítalann frá 1955-1982. Kynnti sér nýjungar á sviði hjartalækninga og lyflækninga í Bretlandi, Skotlandi, Norðurlöndunum og Bandaríkjunum.
-
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth
Skýringar á merkingum : Heimilisfang
: Staðsetning
: Bær/Borg
: Hreppur
: Sýsla
: Land
: Ekki stillt
-
Andlitsmyndir Sigurður Samúelsson
-
Heimildir - [S1] Gardur.is.
- [S31] Morgunblaðið, 03-02-2009.
- [S248] Læknablaðið, Fylgirit 31.07.1995, s. 12.
- [S276] Heimasíða forseta Íslands - https://www.forseti.is/, https://www.forseti.is/f%C3%A1lkaor%C3%B0an/orduhafaskra/.
- [S1] Gardur.is.