Hlífar Pétur Jónsson

-
Fornafn Hlífar Pétur Jónsson [1, 2] Fæðing 9 apr. 1929 Þorvaldsstöðum í Breiðdal, Breiðdalshr., S-Múlasýslu, Íslandi [1, 2]
Andlát 7 jan. 2020 Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað, Neskaupstað, Íslandi [1, 2]
Aldur 90 ára Greftrun 25 jan. 2020 Heimagrafreit Þorvaldsstöðum í Breiðdal, Breiðdalshr., S-Múlasýslu, Íslandi [1]
Hlífar Pétur Jónsson Systkini
2 bræður og 2 systur Nr. einstaklings I16926 Legstaðaleit Síðast Breytt 20 júl. 2022
Faðir Jón Björgólfsson, f. 5 mar. 1881, Snæhvammi, Breiðdalshr., S-Múlasýslu, Íslandi d. 10 maí 1960 (Aldur 79 ára)
Móðir Guðný Jónasdóttir, f. 30 okt. 1891 d. 7 jan. 1956 (Aldur 64 ára) Nr. fjölskyldu F4175 Hóp Skrá | Family Chart
Fjölskylda Martha María Kalman Aðalsteinsdóttir, f. 5 okt. 1935, Reykjavík, Íslandi d. 2 maí 2010, Þorvaldsstöðum í Breiðdal, Breiðdalshr., S-Múlasýslu, Íslandi
(Aldur 74 ára)
Hjónaband 17 sep. 1960 [3] Nr. fjölskyldu F4177 Hóp Skrá | Family Chart Síðast Breytt 20 júl. 2022
-
Athugasemdir - Pétur ólst upp í foreldrahúsum á Þorvaldsstöðum við almenn sveitastörf og gekk í farskóla í Breiðdal. Hann tók virkan þátt í starfi Ungmennafélagsins Hrafnkels Freysgoða og var liðtækur í fótbolta eins og Norðdælinga er siður.
Árið 1951 tók Pétur ásamt Guðmundi bróður sínum við búi foreldra sinna á Þorvaldsstöðum og árið 1956 byggði Björgólfur bróðir hans nýbýlið Tungufell út úr Þorvaldsstöðum. Á Þorvaldsstöðum hefur ávallt verið öflugt sauðfjárbú og þrátt fyrir að bærinn sé innsti bær í Norðurdal og því ekki í alfaraleið hefur ávallt verið gestkvæmt á Þorvaldsstöðum.
Pétur sinnti ýmsum störfum samhliða búskap, svo sem við síldarbræðslu, í frystihúsi eða afgreiðslu á kjöti. Jafnframt starfaði hann við sláturhúsið á Breiðdalsvík um langt árabil, og alveg fram á síðustu sláturtíð í Breiðdal haustið 2002. Pétur var einnig um árabil skólabílstjóri fyrir Staðarborgarskóla í Breiðdal og áfram eftir að skólastarf færðist út á Breiðdalsvík. Pétur var virkur í starfi Veiðifélagi Breiðdæla og var veiðivörður á vatnasvæði félagsins um árabil.
Pétur var einn af upphafsmönnum þess að árleg þorrablót væru haldin í Breiðdal um 1955 og var einn af forsvarsmönnum þeirra fyrstu árin og hefur svo mætt á þau öll síðan. [2]
- Pétur ólst upp í foreldrahúsum á Þorvaldsstöðum við almenn sveitastörf og gekk í farskóla í Breiðdal. Hann tók virkan þátt í starfi Ungmennafélagsins Hrafnkels Freysgoða og var liðtækur í fótbolta eins og Norðdælinga er siður.
-
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth
Skýringar á merkingum : Heimilisfang
: Staðsetning
: Bær/Borg
: Hreppur
: Sýsla
: Land
: Ekki stillt
-
Andlitsmyndir Pétur Jónsson
-
Heimildir