Þórður Bernharðsson
1933 - 1950 (16 ára)-
Fornafn Þórður Bernharðsson [1, 2, 3] Fæðing 11 maí 1933 Ólafsfirði, Íslandi [2, 3] Kvíabekkur - Prestþjónustubók 1933-1966, s. 1-2 Skírn 17 sep. 1933 [3] Farþegi 7 jan. 1950 [4] Var að fara til Vestmannaeyja til vertíðarstarfa. Var þetta hans fyrsta ferð úr foreldrahúsum. Helgi VE 333
Helgi VE 333 var byggður í Vestmanneyjum 1939 og var 120 tonn. Hann var landsfrægur fyrir siglingar sínar til Englands í síðari heimsstyrjöldinni og fór yfir 200 ferðir án óhappa. Helgi VE 33 fórst í aftakaveðri við Faxasker 7. janúar 1950 með allri áhöfn, 7 mönnum og 3 farþegum. Eigandi var Helgi Benediktsson.
Skoða umfjöllun. Andlát 7 jan. 1950 [1] Ástæða: Fórst með vélskipinu Helga VE 333 frá Vestmanneyjum. Vestmannaeyjaprestakall; Prestsþjónustubók Ofanleitissóknar 1945-1952, s. 570-571 Greftrun Í votri gröf - Lost at sea Legsteinar Mynd af legstein vantar, sendu mér mynd með því að smella hér Nr. einstaklings I16626 Legstaðaleit Síðast Breytt 15 okt. 2024
Faðir Bernharð Ólafsson
f. 14 nóv. 1906
d. 13 jan. 1990 (Aldur 83 ára)Móðir Sigríður Ólöf Guðmundsdóttir
f. 22 apr. 1908
d. 6 jún. 1964 (Aldur 56 ára)Nr. fjölskyldu F5757 Hóp Skrá | Family Chart
-
Athugasemdir - Þórður Bernharðsson fæddist í Ólafsfirði 11. maí 1933. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Guðmundsdóttir og Bernharð Ólafsson, og var hann elstur fimm barna þeirra. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum og byrjaði snemma að hjálpa þeim, að sjá heimilinu farborða, eins og títt er um hina ungu þegna í ríki starfsins.
Faðir hans var sjómaður og Þórður heitinn hvarf strax um fermingaraldur eða fyrr, inn á sömu brautir. Þótt hann væri aðeins sextán ára þegar hann féll frá, hafði hann verið þrjú sumur á síldveiðum - sumarið áður en hann dó, á vélskipinu Dagnýju.
Í ársbyrjun 1950 kvöddu Þórður og systir hans, 15 ára gömul, foreldra sína og héldu með skipi suður á land til að vinna fyrir sér. Í Reykjavík skildu leiðir - systir hans Freyja, hélt suður með sjó, þar sem hún hafði vistast, en Þórður heitinn lagði af stað til Eyja. Þar var hann ráðinn í vinnu yfir vertíðina hjá Fiskvinnslustöðinni og ætlaði að dvelja hjá hálfsystur sinni, Aðalheiði Pétursdóttur og manni hennar, Sveini Hjörleifssyni í Skálholti. Sú för endaði fyrr og með öðrum hætti en nokkurn varði.
[5]
- Þórður Bernharðsson fæddist í Ólafsfirði 11. maí 1933. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Guðmundsdóttir og Bernharð Ólafsson, og var hann elstur fimm barna þeirra. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum og byrjaði snemma að hjálpa þeim, að sjá heimilinu farborða, eins og títt er um hina ungu þegna í ríki starfsins.
-
Andlitsmyndir Þórður Bernharðsson
Minningargreinar V.S. Helgi ferst á Faxaskeri -
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Heimildir
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.