Gísli Þorlákur Jónasson
1917 - 1950 (32 ára)-
Fornafn Gísli Þorlákur Jónasson [1, 2] Fæðing 25 sep. 1917 Nefstöðum, Holtshr., Skagafjarðarsýslu, Íslandi [1, 2] Barð - Prestþjónustubók 1910-1947, s. 24-25 Skírn 4 nóv. 1917 [2] Menntun 1945 Stýrimannaskólanum í Reykjavík, Reykjavík, Íslandi [3] Lauk skipstjórnarprófi. Stýrimannaskólinn í Reykjavík - 1945 Heimili 1950 Siglufirði, Íslandi [4] Atvinna 7 jan. 1950 [3] Stýrimaður á Helga VE 333. Helgi VE 333
Helgi VE 333 var byggður í Vestmanneyjum 1939 og var 120 tonn. Hann var landsfrægur fyrir siglingar sínar til Englands í síðari heimsstyrjöldinni og fór yfir 200 ferðir án óhappa. Helgi VE 33 fórst í aftakaveðri við Faxasker 7. janúar 1950 með allri áhöfn, 7 mönnum og 3 farþegum. Eigandi var Helgi Benediktsson.
Skoða umfjöllun. Andlát 7 jan. 1950 [1, 5] Ástæða: Fórst með Helga VE 333. Vestmannaeyjaprestakall; Prestsþjónustubók Ofanleitissóknar 1945-1952, s. 569-570 Greftrun 21 jan. 1950 Siglufjarðarkirkjugarði eldri, Siglufirði, Íslandi [1] - Reitur: F-21 [5]
Legsteinar Mynd af legstein vantar, sendu mér mynd með því að smella hér Nr. einstaklings I16619 Legstaðaleit Síðast Breytt 13 okt. 2024
Faðir Jónas Jónasson
f. 3 mar. 1892, Ökrum, Haganeshr., Skagafjarðarsýslu, Íslandi
d. 6 jan. 1962 (Aldur 69 ára)Móðir Jóhanna Jónsdóttir
f. 4 júl. 1889, Illugastöðum, Holtshr., Skagafjarðarsýslu, Íslandi
d. 12 jan. 1942 (Aldur 52 ára)Nr. fjölskyldu F5742 Hóp Skrá | Family Chart
Fjölskylda Þuríður Guðmundsdóttir
f. 9 ágú. 1922
d. 13 jún. 2012 (Aldur 89 ára)Hjónaband Aths.: Ekki gift. Nr. fjölskyldu F5746 Hóp Skrá | Family Chart Síðast Breytt 13 okt. 2024
-
Athugasemdir - Gísli Þorlákur Jónasson fæddist að Nefstöðum í Fljótum í Skagafjarðarsýslu 25. september 1917. Átti Gísli til góðra búþegna að telja í báðar ættir og kjarna fólks. En sjómannsblóð rann einnig í æðum hans. Var afi hans, Jón á Brúnastöðum, frábær sjómaður og svo voru fleiri móðurfrændur hans. Einn þeirra, afabróðir, var Guðmundur ,,Vonarkapteinn" einn kunnasti hákarlaskipstjóri norðanlands um sína daga.
Foreldrar Gísla brugðu búi er hann var enn barn að aldri og fluttu til Siglufjarðar, en Gísli ólst að nokkru upp í sveit fram um fermingaraldur, var þó öðrum þræði í foreldrahúsum. Ungur að aldri fór hann í héraðsskólann í Reykholti og var þar tvo vetur við nám.
Sjórinn heillaði Gísla, eins og marga vaska og tápmikla sveina þessa lands, fyrr og síðar. Ungur steig hann á skipsfjöl og á sjónum var ævistarfið unnið. Hann lauk skipstjórnarprófi 1945 og varð þá þegar stýrimaður og æ síðan, nema eitt sumar, er hann hafði skipstjórn á hendi. Var hann ávallt stýrimaður hjá sama skipstjóranum, Arnþóri Jóhannssyni, hinum þjóðkunna aflamanni.
Sýnir það glöggt hvert álit Arnþór hafði á hinum unga manni, að hann réði hann stýrimann á skip sitt sama vorið og hann lauk prófi, og beið með skip sitt aðgerðarlaust í höfn dögum saman, uns Gísli hafði lokið prófinu og komist norður til Siglufjarðar.
Gísli hafði verið stýrimaður á vélskipinu Helga Helgasyni frá Vestmannaeyjum, en hafði um stundarsakir og til bráðabirgða verið stýrimaður á Helga VE 333. Mun þetta hafa átt að vera síðasta ferð hans með því skipi. Gísli náði að komast upp í Faxasker, en vegna sjógangs og veðurofsa tókst ekki ná til hans meðan hann var á lífi. [3]
- Gísli Þorlákur Jónasson fæddist að Nefstöðum í Fljótum í Skagafjarðarsýslu 25. september 1917. Átti Gísli til góðra búþegna að telja í báðar ættir og kjarna fólks. En sjómannsblóð rann einnig í æðum hans. Var afi hans, Jón á Brúnastöðum, frábær sjómaður og svo voru fleiri móðurfrændur hans. Einn þeirra, afabróðir, var Guðmundur ,,Vonarkapteinn" einn kunnasti hákarlaskipstjóri norðanlands um sína daga.
-
Andlitsmyndir Gísli Þorlákur Jónasson
Minningargreinar V.S. Helgi ferst á Faxaskeri Minningarorð um tvo látna sæmdarmenn - Arnþór Jóhannsson & Gísli Jónasson -
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Heimildir
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.