Óskar Georg Halldórsson

Óskar Georg Halldórsson

Maður 1893 - 1953  (59 ára)

Upplýsingar um einstakling    |    Margmiðlun    |    Athugasemdir    |    Heimildir    |    Kort yfir atburði    |    Allt    |    PDF

  • Fornafn Óskar Georg Halldórsson  [1, 2, 3
    Fæðing 17 jún. 1893  Akranesi, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 2, 3
    Garðaprestakall á Akranesi; prestsþjónustubók Garðasóknar á Akranesi, Akranessóknar og Innra-Hólmssóknar 1864-1902, s. 170-171
    Garðaprestakall á Akranesi; prestsþjónustubók Garðasóknar á Akranesi, Akranessóknar og Innra-Hólmssóknar 1864-1902, s. 170-171
    Skírn 25 júl. 1893  [3
    Menntun 1908  Bændaskólanum á Hvanneyri, Hvanneyri, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [4
    Útskrifaðist sem búfræðingur. 
    Andlát 15 jan. 1953  [1
    Greftrun 23 jan. 1953  Hólavallagarði við Suðurgötu, Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1
    Óskar Georg Halldórsson & Guðrún Ólafsdóttir
    Óskar Georg Halldórsson & Guðrún Ólafsdóttir
    Plot: A-18-23
    Systkini 1 bróðir og 2 systur 
    Nr. einstaklings I16238  Legstaðaleit
    Síðast Breytt 16 sep. 2024 

    Faðir Halldór Guðbjarnason
              f. 3 jún. 1859, Vík, Akranesi, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað
              d. 28 nóv. 1911 (Aldur 52 ára) 
    Móðir Guðný Ottesen Jónsdóttir
              f. 5 okt. 1863, Gjarðey, Skógarstrandarhr., Snæfellsnessýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað
              d. 11 sep. 1937, Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað (Aldur 73 ára) 
    Nr. fjölskyldu F5589  Hóp Skrá  |  Family Chart

    Fjölskylda Guðrún Ólafsdóttir
              f. 27 nóv. 1893  
              d. 22 ágú. 1939 (Aldur 45 ára) 
    Hjónaband 25 nóv. 1915  [5
    Börn 
     1. Guðný Ottesen Óskarsdóttir
              f. 27 apr. 1916, Klapparstíg 1b, Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað
              d. 23 maí 1922, Bergstaðastræti 45, Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað (Aldur 6 ára)
     2. Óskar Theodór Ottesen Óskarsson
              f. 22 feb. 1918, Bergstaðastræti 45, Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað
              d. 5 sep. 1941 (Aldur 23 ára)
     3. Þóra "Dídí"Ottesen Óskarsdóttir
              f. 25 des. 1919, Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað
              d. 2 sep. 2001, Hjúkrunarheimilinu Eir, Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað (Aldur 81 ára)
     4. Guðný Ottesen Óskarsdóttir
              f. 15 ágú. 1921, Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað
              d. 5 nóv. 1993 (Aldur 72 ára)
     5. Ólafur Ottesen Óskarsson
              f. 18 ágú. 1922  
              d. 15 maí 1995 (Aldur 72 ára)
     6. Guðríður Erna Ottesen Óskarsdóttir
              f. 10 jan. 1924  
              d. 31 ágú. 2006 (Aldur 82 ára)
    Nr. fjölskyldu F4006  Hóp Skrá  |  Family Chart
    Síðast Breytt 30 júl. 2024 

  • Athugasemdir 
    • Óskar Georg Halldórsson fæddist á Akranesi þann 17. júní 1893. Foreldrar hans voru Halldór Guðbjarnason og Guðný Ottesen Jónsdóttir, hjón á Akranesi og síðar í Reykjavík. Þau eignuðust alls fjögur börn en þrjú þeirra dóu ung. Halldór drukknaði á Viðeyjarsundi er Óskar var 18 ára.

      Ungur fór Óskar í búnaðarskólann á Hvanneyri og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur aðeins 15 ára gamall. 16 ára fór Óskar til Danmerkur. Hjá Andersen garðyrkjubónda í Tårnby á Amager, fékk hann harðan skóla. Krafðist Óskar því ætíð mikillar vinnu af sjálfum sér og öðrum, fór snemma á fætur og seint að sofa. Ástundaði hann alla ævi langan vinnudag.

      Óskar stundaði garðyrkjustörf hér heima árið 1913-1914 og ræktaði fyrstur manna tómata á Íslandi svo vitað sé, í vermireitum á Reykjum í Mosfellssveit. Óskar vann sem plægingamaður hjá Búnaðarsambandi Kjalarnesþings en síðan fór hann í að bræða þorskalifur. Slor og grútur voru engin skammaryrði í hans munni.

      Til Siglufjarðar kom hann fyrst með lifrarbræðslupotta tvo og 15 tómar lýsistunnur, árla morguns þann 10. júní 1917. Andrés Hafliðason varð fyrstur manna á Siglufirði til að leiðbeina Óskari um staðsetningu lifrarbræðslutækjanna. Eftir 3ja tíma veru var Óskar orðinn lóðareigandi og byrjaður að byggja hús við Álalækinn. Árið eftir byrjaði hann síldarsöltun og síðar útgerð.

      Óskar vissi vel að síldin væri gull Íslendinga. Hann benti öðrum mönnum á leiðir til að notfæra sér þennan auð og átti hugmyndina að stofnun Síldarverksmiðja ríkisins og allri þeirri stóriðju sem eru þeim tengdar. Hann rak síldarsöltun í stórum stíl, t.d. á Raufarhöfn en þar reisti hann fullkomnustu síldarsöltunarstöð Íslands á þeim tíma. Á Siglufirði byggði hann íshús 1925 og keypti frystihús Ásgeirs Péturssonar 1942. Síldarfrystingu til beitu rak Óskar í stærri stíl en nokkur annar.

      Vinnudagur Óskars var langur á sumrin. Alltaf opið útvarp stillt á bátabylgjuna. Fyrstur manna í talbrúna ef hann heyrði að einhver fór í báta. Þær voru margar næturnar sem hann sofnaði vart blund.

      Óskar gerði út mörg skip um dagana, línuveiðara, mótorbáta og botnvörpunginn Faxa. Hann var mikill áhugamaður um að Íslendingar efndu til útgerðar á Grænlandi og hóf þar sjálfur útgerð í Færeyingahöfn. Árið 1936 gerði Óskar svo út m.b. Snorra Goða til fiskveiða við Grænland.
      Hann átti í mörgum hraðfrystihúsum og var þaulkunnugur þeim atvinnurekstri. Óskar var stórkaupandi að lýsi og lifur til dauðadags.

      Óskar kvæntist Guðrúnu Ólafsdóttur frá Litla-Skarði í Stafholtstungum. Þeim varð 8 barna auðið, en Óskar eignaðist einnig þrjú börn utan hjónabands. Guðný dóttir Óskars og Guðrúnar, lést aðeins 6 ára gömul og árið 1941 fórst Theódór sonur þeirra með togaranum Jarlinum en það var bátur sem Óskar átti með börnum sínum. 10 árum síðar gáfu Óskar og börn hans ríkinu vaxmyndasafn til minningar um Theódór en í safninu voru vaxeftirmyndir af átján Íslendingum og fimmtán útlendingum. Meðal myndanna eru afsteypur af Óskari sjálfum og Theódór syni hans, en uppistaðan eru þekktir einstaklingar sem voru uppi á 20. öld og jafnvel enn lengra aftur, m.a. Napóleon Bonaparte, William Shakespeare, H.C. Andersen, Ólafur Thors, Halldór Laxness og Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður. Vaxmyndirnar voru gerðar af Englendingnum Richard Lee. Safnið mun nú vera í geymslu Þjóðminjasafnsins.

      Óskar var listelskur og átti mikið og fallegt málverkasafn.

      Guðrún kona Óskars lést árið 1939 og Óskar kvæntist aftur árið 1946, Ebbu Soffíu Kruuse listmálara en missti hana eftir skamma sambúð.

      Árið 1994 var gefin út ævisaga Óskars, eftir Ásgeir Jakobsson, ,,Óskars saga Halldórssonar - Íslandsbersi". Nafnið Íslandsbersi kemur úr skáldsögunni Guðsgjafarþula eftir Halldór Laxness sem hún fjallar um Bersa Hjálmarsson, Íslands-Bersa, sem er síldarspekúlant, en fyrirmynd hans er Óskar Halldórsson útgerðarmaður.

      Óskar lést 15. janúar 1953 og var jarðsettur 21. janúar. Það urðu margir til að fylgja honum til grafar, háir sem lágir. Sagt er að þetta hafi verið í síðasta sinn í Reykjavík, sem fylgt var frá heimili til kirkju.
      Óskar hvílir við hlið Guðrúnar konu sinnar í Hólavallagarði við Suðurgötu.
      [2, 4, 6, 7, 8, 9]

  • Ljósmyndir
    Óskar Halldórsson garðyrkjumaður á Amager. - 'Þarna er ég kominn með hattinn.'
    Óskar Halldórsson garðyrkjumaður á Amager. - "Þarna er ég kominn með hattinn."

    Skjöl
    Brezkur myndhöggvari gerir andlitsmyndir fyrir íslenzkt vaxmyndasafn
    Brezkur myndhöggvari gerir andlitsmyndir fyrir íslenzkt vaxmyndasafn

    Sögur
    Óskar Halldórsson útgerðarmaður segir frá ýmsu sem fyrir hann hefir borið - Í lífsins ólgusjó
    Óskar Halldórsson útgerðarmaður segir frá ýmsu sem fyrir hann hefir borið - Í lífsins ólgusjó

    Andlitsmyndir
    Óskar Georg Halldórsson
    Óskar Georg Halldórsson
    Óskar Georg Halldórsson
    Óskar Georg Halldórsson

  • Kort yfir atburði
    Tengill á Google MapsFæðing - 17 jún. 1893 - Akranesi, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsMenntun - Útskrifaðist sem búfræðingur. - 1908 - Bændaskólanum á Hvanneyri, Hvanneyri, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsGreftrun - 23 jan. 1953 - Hólavallagarði við Suðurgötu, Reykjavík, Íslandi Tengill á Google Earth
     = Tengill á Google Earth 
    Skýringar á merkingum  : Heimilisfang       : Staðsetning       : Bær/Borg       : Hreppur       : Sýsla       : Land       : Ekki stillt

  • Heimildir 
    1. [S1] Gardur.is.

    2. [S174] Sjómannablaðið Víkingur, 01.03.1953, s. 64.

    3. [S181] Garðaprestakall á Akranesi; Prestsþjónustubók Garðasóknar á Akranesi, Akranessóknar og Innra-Hólmssóknar 1864-1902, s. 170-171.

    4. [S266] Siglfirðingur, 14.02.1953, s. 1-2.

    5. [S31] Morgunblaðið, 27.11.1993, s. 16.

    6. [S25] Wikipedia, https://is.wikipedia.org/wiki/Vaxmyndasafni%C3%B0.

    7. [S31] Morgunblaðið, 17.06.1993, s. 41.

    8. [S31] Morgunblaðið, 27.08.2015, s. 46.

    9. [S377] Heimasíða, https://gljufrasteinn.is/is/halldor_laxness/vi_og_verk_halldors_kiljans_laxness/ritverk/gudsgjafathula/.



Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.

Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.

The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.