Ruth Stefanie Hermanns

-
Fornafn Ruth Stefanie Hermanns [1, 2] Fæðing 11 ágú. 1913 Hamborg, Þýskalandi [1, 2]
Also Known As Rut Stefanía Hermannsdóttir [3] Andlát 29 maí 1997 Landakotsspítalanum, Reykjavík, Íslandi [1, 2]
Aldur 83 ára Greftrun 2 jún. 1997 Hafnarfjarðarkirkjugarði, Hafnarfirði, Íslandi [1]
Halldór Hansen & Ruth Stefanie Hermanns
Plot: B 11-5, B 11-6Nr. einstaklings I15795 Legstaðaleit Síðast Breytt 2 jan. 2022
Fjölskylda Dr. med. Halldór Hansen, f. 25 jan. 1889, Miðengi á Álftanesi, Bessastaðahr., Gullbringusýslu, Íslandi d. 19 maí 1975 (Aldur 86 ára)
Nr. fjölskyldu F3894 Hóp Skrá | Family Chart Síðast Breytt 2 jan. 2022
-
Athugasemdir - Ruth Stefanie Hermanns fæddist í Hamborg 11. ágúst 1913 og nam hún fiðluleik í fæðingarborg sinni. Á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina þegar Þýskaland var í sárum, leituðu margir ungir Þjóðverjar gæfunnar utan heimalands síns. Þar í hópi var Ruth Hermanns.
Það var fyrir áeggjan vinkonu hennar Hermínu S. Kristjánsson píanóleikara, sem þá var nemandi föður hennar, að Ruth hélt til Íslands árið 1948 til þess að stunda tónlistarkennslu á Akureyri. Frá stofnum Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 1950 lék hún með hljómsveitinni, en varð fastráðinn starfsmaður árið 1953. Frá því Ruth flutti suður til Reykjavíkur stundaði hún þar einnig kennslu.
Ruth var góður fiðluleikari og hélt tónleika hér á landi, m.a. lék hún oftar en einu sinni einleik með Sinfóníuhljómsveitinni. Hún lét af störfum hjá SÍ árið 1978.
Ruth ánafnaði öllum eigum sínum "Styrktarsjóði samtaka um tónlistarhús (SUT) og Ruthar Hermanns" - en hlutverk hans er að efla tónlistarlífið.
Ruth lést 29. maí 1997 og hvílir í Hafnarfjarðarkirkjugarði við hlið eiginmanns síns. [2]
- Ruth Stefanie Hermanns fæddist í Hamborg 11. ágúst 1913 og nam hún fiðluleik í fæðingarborg sinni. Á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina þegar Þýskaland var í sárum, leituðu margir ungir Þjóðverjar gæfunnar utan heimalands síns. Þar í hópi var Ruth Hermanns.
-
Kort yfir atburði Fæðing - 11 ágú. 1913 - Hamborg, Þýskalandi Andlát - 29 maí 1997 - Landakotsspítalanum, Reykjavík, Íslandi Greftrun - 2 jún. 1997 - Hafnarfjarðarkirkjugarði, Hafnarfirði, Íslandi = Tengill á Google Earth
Skýringar á merkingum : Heimilisfang
: Staðsetning
: Bær/Borg
: Hreppur
: Sýsla
: Land
: Ekki stillt
-
Andlitsmyndir Ruth Hermanns
-
Heimildir