Ísleifur Sesselíus Konráðsson

Ísleifur Sesselíus Konráðsson

Maður 1889 - 1972  (83 ára)


Upplýsingar um einstakling    |    Margmiðlun    |    Athugasemdir    |    Heimildir    |    Kort yfir atburði    |    Allt    |    PDF

  • Fornafn Ísleifur Sesselíus Konráðsson  [1, 2
    Fæðing 5 feb. 1889  Stað í Steingrímsfirði, Hrófbergshr., Strandasýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [2
    Andlát 9 jún. 1972  Borgarspítalanum, Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 3
    Aldur 83 ára 
    Greftrun 19 jún. 1972  Drangsneskirkjugarði, Kaldrananeshr., Strandasýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1
    Nr. einstaklings I15671  Legstaðaleit
    Síðast Breytt 21 des. 2021 

  • Athugasemdir 
    • Ísleifur Sesselíus Konráðsson listmálari, fæddist á Stað í Steingrímsfirði 5. febrúar 1889. Hann ólst upp að mestu á Hafnarhólmi á Selströnd, en átti síðar heima á Gautshamri og víðar um Strandir og Vestfjörðum.

      Ísleifur stundaði ýmis störf framan af ævinni, um skeið vann hann t.d. í veitingahúsinu á Hovedbanegården í Kaupmannahöfn, sigldi í 5 ár á skipinu Friðrik VIII til Ameríku og lengst af stundaði hann verkamannavinnu hjá Ríkisskipum við Reykjavíkurhöfn.

      Hann byrjaði að mála rúmlega sjötugur að aldri, þá hættur að vinna erfiðisvinnu. Sjálfur sagði hann svona frá því hvernig til kom að hann byrjaði að mála.

      "Ég hafði aldrei snert á pensli áður en ég hætti að vinna og komst á ellilaun. En málaraferill minn hófst á því að ég hitti Jóhannes Kjarval af tilviljun, þar sem hann stóð fyrir utan verslunina Málarann og var með málningartæki undir hendinni. Ég vík mér að honum og segi: "Gott áttu að geta farið út í náttúruna og málað." "Farðu bara sjálfur út og málaðu," sagði þá listamaðurinn. Ég sagði honum þá að ég hefði ekkert lært til þeirra hluta, en Jóhannes fussar á það og segir að námið sé aukaatriði og ég skuli bara fara út og reyna. Þar sem ég var með fyrstu ellilaunin í vasanum, fór ég að orðum hans og vatt mér inn í Málarann og keypti striga og tæki. Fyrsta myndin sem ég málaði var af Hjálp í Þjórsárdal. Seldi ég hana fínni frú, keypti mér meiri striga og hélt áfram að mála."

      Fyrsta sýning hans var haldin 1962, en sýningar hans urðu alls átta innanlands. Stuttu fyrir andlát hans voru verk hans sýnd í Stokkhólmi

      Ísleifur sótti mjög efni í myndir sínar í íslenska þjóðtrú og ferðaðist víða um landið og málaði þjóðsagnastaði.

      Ísleifur lést á Borgarspítalanum 9. júní 1972 og var jarðaður í Drangskirkjugarði 19. júní 1972. [2, 4, 5, 6]

  • Kort yfir atburði
    Tengill á Google MapsFæðing - 5 feb. 1889 - Stað í Steingrímsfirði, Hrófbergshr., Strandasýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsAndlát - 9 jún. 1972 - Borgarspítalanum, Reykjavík, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsGreftrun - 19 jún. 1972 - Drangsneskirkjugarði, Kaldrananeshr., Strandasýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
     = Tengill á Google Earth 
    Skýringar á merkingum  : Heimilisfang       : Staðsetning       : Bær/Borg       : Hreppur       : Sýsla       : Land       : Ekki stillt

  • Ljósmyndir
    Ísleifur Konráðsson með eina af myndum sínum.

    Andlitsmyndir
    Ísleifur Sesselíus Konráðsson

  • Heimildir 
    1. [S1] Gardur.is.

    2. [S31] Morgunblaðið, 11.06.1972, s. 2.

    3. [S175] Þjóðviljinn, 15.06.1972, s. 15.

    4. [S31] Morgunblaðið, 28.11.1970, s. 3.

    5. [S31] Morgunblaðið, 13.11.1963, s. 4.

    6. [S31] Morgunblaðið, 03.02.1962, s. 3.


Scroll to Top