Högna Sigurðardóttir Anspach

-
Fornafn Högna Sigurðardóttir Anspach [1, 2] Fæðing 6 júl. 1929 Birtingaholti, Vestmannaeyjum, Íslandi [1, 2]
Menntun 1948 Menntaskólanum í Reykjavík, Reykjavík, Íslandi [2]
Lauk stúdentsprófi úr máladeild. Menntun 1949 Menntaskólanum í Reykjavík, Reykjavík, Íslandi [2]
Lauk stúdentsprófi úr stærðfræðideild. Menntun 1949-1960 École Nationale Superieure des Beaux Arts, Paris, France [2]
Stundaði nám þar og lauk lokaprófi í arkitektúr 1960. Hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir fyrir bestu prófteikninguna, svonefnd Guadet-verðlaun, ásamt heiðursverðlaunum Félags franskra arkitekta. Verðlaun arkitektafélagsins veittu henni starfsréttindi í Frakklandi. Andlát 10 feb. 2017 Reykjavík, Íslandi [1, 2]
Aldur 87 ára Greftrun 19 jún. 2018 Lágafellskirkjugarði, Mosfellsbæ, Íslandi [1]
Högna Sigurðardóttir Anspach
Plot: C-126Nr. einstaklings I14686 Legstaðaleit Síðast Breytt 17 okt. 2021
-
Athugasemdir - Um líkt leyti og hún útskrifaðist lauk hún við teikningar af fyrsta verki sínu, íbúðarhúsi í Vestmannaeyjum. Með því varð hún fyrsta konan í stétt arkitekta til að teikna hús hér á landi.
Högna var lengstum búsett í París og starfaði þar sem arkitekt en vann einnig að verkefnum hér á landi. Hún rak eigin teiknistofu í París frá 1961 fram til 1972, er stofan var rekin sameiginlega með arkitektunum Andre Crespel og Jean Pierre Humbaire. Frá 1988 bættist Bernard Ropa, arkitekt, í félag um rekstur stofunnar.
Á 7. áratug 20. aldar teiknaði Högna fjögur íbúðarhús í Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ sem sættu tíðindum í íslenskri byggingarsögu fyrir framsækna hönnun og óvenjulega efnisnotkun.
Árið 2000 var eitt þessara húsa, Bakkaflöt 1 í Garðabæ, valið ein af eitt hundrað merkustu byggingum 20. aldar í norður- og miðhluta Evrópu, í tengslum við útgáfu alþjóðlegs yfirlitsrits um byggingarlist 20. aldar.
Árið 1992 tók Högna Sigurðardóttir sæti í akademíu franskra arkitekta. Högna hlaut heiðursorðu Sjónlistar árið 2007 fyrir einstakt framlag sitt til íslenskrar nútímabyggingarlistar og var kjörin heiðursfélagi Arkitektafélags Íslands árið 2008. [2]
- Um líkt leyti og hún útskrifaðist lauk hún við teikningar af fyrsta verki sínu, íbúðarhúsi í Vestmannaeyjum. Með því varð hún fyrsta konan í stétt arkitekta til að teikna hús hér á landi.
-
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth
Skýringar á merkingum : Heimilisfang
: Staðsetning
: Bær/Borg
: Hreppur
: Sýsla
: Land
: Ekki stillt
-
Andlitsmyndir Högna Sigurðardóttir Anspach
-
Heimildir