Athugasemdir |
- Heimiliskennari Staðarbakka og Núpi í Dýrafirði 1904-1906. Kennari Hrunamannahreppi 1905-1906, Landsveit 1906-1909. Bsk í Haukadal í Dýrafirði 1909-1912 og 1913-1914. Stundakennari Reykjavík 1914-1915, Vestmannaeyjum 1915-1916, Alþýðuskólanum Núpi 1916-1918. [3]
- Guðný Jónsdóttir var fædd í Galtafelli í Hrunamannahr. 31. ágúst 1878. Foreldrare hennar voru hjónin Jón Bjarnason bóndi í Galtafelli og Gróa Einarsdóttir frá Bryðjuholti í Hrunamannahr. Guðný átti þrjá bræður, Jakob, Einar og Bjarna. Þekktastur þeirra er líklegast Einar sem fór til Danmerkur og lærði höggmyndasmíði og var síðar einn merkasti listamaður Íslands.
Guðný fór ung í Kvennaskólann, síðar sótti hún námskeið við Kennaraskólann og öðlaðist við það réttindi til farkennslu. Hún stundaði síðan farkennslu á ýmsum stöðum í 14 ár, þótti góður kennari og var virt og dáð af nemendum sínum. Guðný kenndi fjölda manns að spila á gítar og einnig kenndi hún börnum og unglingum í einkatímum á heimili sínum, tungumál, reikning og fleira. Hún var mikil hannyrðakonka, teknaði og saumaði og óf á vefstól sem Jakob bróðir hennar smíðaði handa henni.
Þegar Guðný var hátt á níræðisaldi hóf hún að rita skáldsöguna \"Brynhildur\" og var bókin gefin út hjá Helgafelli þegar Guðný var níræð. Seinna skrifaði hún \"Bernskudagar\" sem út kom hjá sama forlagi 1973, en það ár varð Guðný 95 ára gömul.
Guðný lést 18. desember 1975 og hvílir í Hrepphólakirkjugarði. [5]
|