Jónas Kristján  "Kristján frá Djúpalæk"Einarsson

Jónas Kristján "Kristján frá Djúpalæk"Einarsson

Maður 1916 - 1994  (77 ára)

Upplýsingar um einstakling    |    Margmiðlun    |    Athugasemdir    |    Heimildir    |    Kort yfir atburði    |    Allt    |    PDF

  • Fornafn Jónas Kristján Einarsson  [1, 2
    Gælunafn Kristján frá Djúpalæk 
    Fæðing 16 júl. 1916  Djúpalæk, Skeggjastaðahr., N-Múlasýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 2
    Menntun 1936-1937  Alþýðuskólanum á Eiðum, Eiðahr., S-Múlasýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [3
    Stundaði nám. 
    Menntun 1937-1938  Menntaskólanum á Akureyri, Akureyri, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [3
    Stundaði nám. 
    Heimili 1938-1943  Staðartungu, Skriðuhr., Eyjafjarðarsýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [3
    Andlát 15 apr. 1994  [1
    Greftrun Kirkjug. Akureyrar - Naustahöfða, Akureyri, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1
    Jónas Kristján Einarsson & Unnur Friðbjarnardóttir
    Jónas Kristján Einarsson & Unnur Friðbjarnardóttir
    Plot: F6-5, F6-6
    Jónas Kristján Einarsson & Unnur Friðbjarnardóttir
    Jónas Kristján Einarsson & Unnur Friðbjarnardóttir
    Plot: F6-5, F6-6
    Jónas Kristján Einarsson & Unnur Friðbjarnardóttir
    Jónas Kristján Einarsson & Unnur Friðbjarnardóttir
    Plot: F6-5, F6-6
    Nr. einstaklings I13705  Legstaðaleit
    Síðast Breytt 14 jan. 2022 

    Fjölskylda Unnur Friðbjarnardóttir
              f. 11 okt. 1917  
              d. 16 ágú. 2010 (Aldur 92 ára) 
    Nr. fjölskyldu F3376  Hóp Skrá  |  Family Chart
    Síðast Breytt 26 júl. 2021 

  • Athugasemdir 
    • Jónas Kristján Einarsson eða Kristján frá Djúpalæk eins og hann var kallaður, fæddist 16. júlí 1916 að Djúpalæk í Skeggjastaðahreppi í N-Múlasýslu. Kristján stundaði nám við Alþýðuskólann á Eiðum á árunum 1936 og 1937 og Menntaskólann á Akureyri 1937-1938.

      Á árunum 1938-1943 bjó Kristján í Staðartungu í Hörgárdal. Hann fluttist síðan til Akureyrar og vann ýmis verkamannastörf til ársins 1949. Þá lá leið hans suður yfir heiðar og allt til ársins 1961 var Kristján barnakennari og verkamaður í Hveragerði og Þorlákshöfn.

      Frá 1961-1966 ritstýrði Kristján Verkamanninum á Akureyri og um árabil ritaði hann bókmenntagagnrýni í Dag. Frá árinu 1966 var Kristján frá Djúpalæk rithöfundur að aðalstarfi. Eftir hann liggur fjöldi ljóðabóka, sú fyrsta "Frá nyrztu ströndum", kom út árið 1943. Af öðrum verkum sem Kristján skrifaði má nefna Akureyri og Norðrið fagra. Þá þýddi hann fjölda barnabóka og ljóð í ýmis barnaleikrit auk þess sem hann samdi söngtexta á hljómplötur ýmissa listamanna.

      Kristján frá Djúpalæk naut fjölda viðurkenninga. Hann fékk listamannalaun frá 1948, verðlaun Jónasar Hallgrímssonar árið 1957, verðlaun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins 1969, úr Tónmenntasjóði kirkjunnar 1979 og Menningarsjóði Akureyjarbæjar 1986. Þá fékk hann viðurkenningu frá Útgerðarfélagi Akureyringa árið 1986.

      Kristján frá Djúpalæk lést 15. apríl 1994 og hvílir í Kirkjug. Akureyrar - Naustahöfða við hlið konu sinnar Unnar Friðbjarnardóttur. [3]

  • Andlitsmyndir
    Kristján frá Djúpalæk
    Kristján frá Djúpalæk
    Kristján frá Djúpalæk
    Kristján frá Djúpalæk
    Kristján frá Djúpalæk
    Kristján frá Djúpalæk

  • Kort yfir atburði
    Tengill á Google MapsFæðing - 16 júl. 1916 - Djúpalæk, Skeggjastaðahr., N-Múlasýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsMenntun - Stundaði nám. - 1936-1937 - Alþýðuskólanum á Eiðum, Eiðahr., S-Múlasýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsMenntun - Stundaði nám. - 1937-1938 - Menntaskólanum á Akureyri, Akureyri, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsHeimili - 1938-1943 - Staðartungu, Skriðuhr., Eyjafjarðarsýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsGreftrun - - Kirkjug. Akureyrar - Naustahöfða, Akureyri, Íslandi Tengill á Google Earth
     = Tengill á Google Earth 
    Skýringar á merkingum  : Heimilisfang       : Staðsetning       : Bær/Borg       : Hreppur       : Sýsla       : Land       : Ekki stillt

  • Heimildir 
    1. [S1] Gardur.is.

    2. [S175] Þjóðviljinn, 12.07.1986, s. 9.

    3. [S34] Dagur, 19.04.1994, s. 3.



Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.

Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.

The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.