Atli Heimir Sveinsson

Atli Heimir Sveinsson

Maður 1938 - 2019  (80 ára)

Upplýsingar um einstakling    |    Margmiðlun    |    Athugasemdir    |    Heimildir    |    Kort yfir atburði    |    Allt    |    PDF

  • Fornafn Atli Heimir Sveinsson  [1, 2
    Fæðing 21 sep. 1938  Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 2
    Andlát 20 apr. 2019  Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 2
    Greftrun 30 ágú. 2020  Flateyjarkirkjugarði, Flatey á Breiðafirði, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1
    Atli Heimir Sveinsson
    Atli Heimir Sveinsson
    Nr. einstaklings I12745  Legstaðaleit
    Síðast Breytt 1 feb. 2022 

    Fjölskylda Sif Sigurðardóttir
              f. 23 nóv. 1943  
              d. 10 maí 2018 (Aldur 74 ára) 
    Hjónaband 2005  [2
    Nr. fjölskyldu F3108  Hóp Skrá  |  Family Chart
    Síðast Breytt 29 maí 2021 

  • Athugasemdir 
    • Atli Heimir ólst upp í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR og stundaði nám í píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann lauk lokaprófi í tónsmíðum og tónfræði frá Staatliche Hochschule für Musik í Köln árið 1963. Hann nam raftónlist í Hollandi 1964 og sótti Kölner Kurse für neue Musik í fyrsta skipti sem þeir voru haldnir árið 1965.

      Atli Heimir var einn af upphafsmönnum nútímatónlistar á Íslandi og afkastamikið tónskáld. Eftir hann liggur mikill fjöldi tónverka, tíu einleikskonsertar og sex sinfóníur, auk fjölda einleiks- og kammerverka. Hann samdi fimm óperur, þ.m.t. Silkitrommuna, sjónvarpsóperuna Vikivaka og Tunglskinseyjuna. Ballettóratórían Tíminn og vatnið við ljóðabálk Steins Steinars var frumflutt á Listahátíð 1997. Atli Heimir samdi fjölda sönglaga og kórverka, m.a. fyrir Hamrahlíðarkórinn, og tónverk hans við ljóð Jónasar Hallgrímssonar, Halldórs Laxness og fleiri skálda eru þjóðþekkt. Hann samdi margvíslega leikhústónlist, þ.ám. Dimmalimm, Ofvitann, Ég er gull og gersemi, Sjálfstætt fólk og söngleikinn Land míns föður. Kvæðið um fuglana, við ljóð Davíðs Stefánssonar, var flutt við vígslu Hörpu árið 2011.

      Árið 1976 hlaut Atli Tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs fyrstur Íslendinga, fyrir flautukonsert sinn. Árið 1978 hlaut hann L'ordre du merite culturel frá Póllandi og var kjörinn meðlimur í Konunglegu sænsku tónlistarakademíuna 1993. Atli var lengi kennari í tónsmíðum og tónfræðum við Tónlistarskólann í Reykjavík, og annaðist tónlistarþætti fyrir RÚV. Hann hélt fyrirlestra við háskóla víða um heim og var gestakennari við CalArts í Los Angeles og Brown-háskóla í Providence. Hann var formaður Tónskáldafélags Íslands 1972-1983 og formaður Norræna tónskáldaráðsins 1974-1976. Hann skipulagði tónlistarhátíð hins alþjóðlega félags nútímatónlistar 1973 og Norræna músíkdaga 1976, og stofnaði Myrka músíkdaga árið 1980. Atli Heimir var staðartónskáld Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2004-2007. [2]

  • Ljósmyndir
    Atli Heimir Sveinsson
    Atli Heimir Sveinsson
    Atli Heimir Sveinsson
    Atli Heimir Sveinsson
    Atli Heimir Sveinsson og Edda Heiðrún Bachmann
    Atli Heimir Sveinsson og Edda Heiðrún Bachmann
    Atli Heimir Sveinsson í Reykjavík 1984
    Atli Heimir Sveinsson í Reykjavík 1984

    Skjöl
    Atli Heimir Sveinsson sæmdur sænskri orðu
    Atli Heimir Sveinsson sæmdur sænskri orðu

    Sögur
    Atli Heimir Sveinsson: Jón Leifs - ferill hans og framlag til íslenzkra tónmennta
    Atli Heimir Sveinsson: Jón Leifs - ferill hans og framlag til íslenzkra tónmennta

    Andlitsmyndir
    Atli Heimir Sveinsson
    Atli Heimir Sveinsson
    Atli Heimir Sveinsson
    Atli Heimir Sveinsson

  • Kort yfir atburði
    Tengill á Google MapsFæðing - 21 sep. 1938 - Reykjavík, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsAndlát - 20 apr. 2019 - Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, Reykjavík, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsGreftrun - 30 ágú. 2020 - Flateyjarkirkjugarði, Flatey á Breiðafirði, Íslandi Tengill á Google Earth
     = Tengill á Google Earth 
    Skýringar á merkingum  : Heimilisfang       : Staðsetning       : Bær/Borg       : Hreppur       : Sýsla       : Land       : Ekki stillt

  • Heimildir 
    1. [S1] Gardur.is.

    2. [S31] Morgunblaðið, 06-05-2019.



Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.

Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.

The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.