Halldór Sveinn Stefánsson Rafnar

-
Fornafn Halldór Sveinn Stefánsson Rafnar [1, 2] Fæðing 20 jan. 1923 Reykjavík, Íslandi [1, 2]
Hin íslenska fálkaorða 1987 Bessastöðum, Bessastaðahr., Gullbringusýslu, Íslandi [2]
Halldór var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 1987 fyrir störf í þágu blindra á Íslandi. Andlát 1 maí 2009 Hjúkrunarheimilinu Eir, Reykjavík, Íslandi [1, 2]
Aldur 86 ára Greftrun 9 jún. 2009 Fossvogskirkjugarði, Reykjavík, Íslandi [1]
Nr. einstaklings I12184 Legstaðaleit Síðast Breytt 2 maí 2021
Faðir Stefán Sigurður Jónasson Rafnar, f. 5 apr. 1896 d. 17 apr. 1947 (Aldur 51 ára) Móðir Steinunn Ásthildur Sveinsdóttir Rafnar, f. 24 apr. 1893 d. 11 jún. 1934 (Aldur 41 ára) Nr. fjölskyldu F2990 Hóp Skrá | Family Chart
-
Athugasemdir - Halldór fékkst við bókaútgáfu á námsárum sínum og gaf m.a. út ýmis rit eftir afa sinn, séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili. Hann starfaði við Borgarfógetaembættið í Reykjavík í 25 ár. Hann var skipaður borgarfógeti 1967 og gegndi því starfi þar til hann missti sjónina árið 1974. Að lokinni dvöl í endurhæfingu fyrir nýblinda í Torquay í Bretlandi setti hann á stofn lögfræðilega ráðgjöf fyrir skjólstæðinga Öryrkjabandalags Íslands. Halldór var formaður Blindrafélagsins á árunum 1978-1986 og framkvæmdastjóri félagsins 1985-1994. Hann var varaformaður Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í nokkur ár. Einnig sat hann í stjórn samstarfsnefndar blindrafélaga á Norðurlöndum og var formaður þeirra um nokkurt skeið. Hann var fulltrúi Íslands við stofnun Evrópusambands blindra í Osló 1984 og við stofnun Heimssambands blindra í Rihjad í Saudi-Arabíu sama ár. Halldór sat í stjórn Umferðarráðs f.h. Öryrkjabandalags Íslands og Félags eldri borgara auk þess sem hann var fulltrúi blindra í stjórn Hjúkrunarheimilisins Eirar 1990-2008.
Halldór var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 1987 fyrir störf í þágu blindra á Íslandi.
Þorbjörg og Halldór héldu lengst heimili í Fossvogi en síðustu ár hefur hann dvalið á Hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi. [2]
- Halldór fékkst við bókaútgáfu á námsárum sínum og gaf m.a. út ýmis rit eftir afa sinn, séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili. Hann starfaði við Borgarfógetaembættið í Reykjavík í 25 ár. Hann var skipaður borgarfógeti 1967 og gegndi því starfi þar til hann missti sjónina árið 1974. Að lokinni dvöl í endurhæfingu fyrir nýblinda í Torquay í Bretlandi setti hann á stofn lögfræðilega ráðgjöf fyrir skjólstæðinga Öryrkjabandalags Íslands. Halldór var formaður Blindrafélagsins á árunum 1978-1986 og framkvæmdastjóri félagsins 1985-1994. Hann var varaformaður Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í nokkur ár. Einnig sat hann í stjórn samstarfsnefndar blindrafélaga á Norðurlöndum og var formaður þeirra um nokkurt skeið. Hann var fulltrúi Íslands við stofnun Evrópusambands blindra í Osló 1984 og við stofnun Heimssambands blindra í Rihjad í Saudi-Arabíu sama ár. Halldór sat í stjórn Umferðarráðs f.h. Öryrkjabandalags Íslands og Félags eldri borgara auk þess sem hann var fulltrúi blindra í stjórn Hjúkrunarheimilisins Eirar 1990-2008.
-
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth
Skýringar á merkingum : Heimilisfang
: Staðsetning
: Bær/Borg
: Hreppur
: Sýsla
: Land
: Ekki stillt
-
Andlitsmyndir Halldór Sveinn Stefánsson Rafnar
-
Heimildir