Þorsteinn Jósepsson
1907 - 1967 (59 ára)-
Fornafn Þorsteinn Jósepsson [1, 2, 3] Fæðing 18 júl. 1907 Signýjarstöðum, Hálsahr., Borgarfjarðarsýslu, Íslandi [1, 2] Skírn 18 ágú. 1907 [3] Andlát 29 jan. 1967 [1] Greftrun Húsafellskirkjugarði, Hálsahr., Borgarfjarðarsýslu, Íslandi Ástríður Þorsteinsdóttir & Þorsteinn Jósepsson
Plot: 11Nr. einstaklings I12148 Legstaðaleit Síðast Breytt 10 ágú. 2023
Móðir Ástríður Þorsteinsdóttir
f. 18 maí 1877
d. 27 sep. 1961 (Aldur 84 ára)Nr. fjölskyldu F2982 Hóp Skrá | Family Chart
-
Athugasemdir - Þorsteinn lagðist ungur í ferðalög, bæði innanlands sem utan. Um ferðir sínar skrifaði hann ferðasögurnar Ævintýri förusveins, 1934 og Undir suðrænni sól, 1937. Hann gaf einnig út sögusafnið Tinda, 1934, smásagnasafnið Týrur, 1946, og rit um íþróttagarpa í djörfum leik, 1946. Hann var auk þess mikill bókasafnari og kom sér upp afar fágætu einkabókasafni.
Þorsteinn var blaðamaður á Vísi frá 1939 og til dauðadags. Hann var án efa einn mikilhæfasti blaðamaður í sögu stéttarinnar, góður rithöfundur, vandvirkur, fjölmenntaður og auk þess mjög listrænn ljósmyndari. Hann tók mikinn fjölda ljósmynda af tilkomumiklu landslagi, sveitabýlum og fólki við leik og störf, um allt land.
Þorsteinn bjó yfir feikilega yfirgripsmikilli þekkingu á íslenskum staðháttum, sögu höfuðbóla og annarra sögufrægra staða. Rit hans, Landið þitt, kom upphaflega út 1966 og fjallaði þá um staði í byggð. Eftir ábendingu Þorsteins jók Steindór Steindórsson síðan við verkið, umfjöllun um óbyggðir landsins. Saman eru þeir því höfundar af öndvegisritinu Landið þitt Ísland, vinsælasta og mest notaða uppflettiriti um landið sem gefið hefur verið út. [2]
- Þorsteinn lagðist ungur í ferðalög, bæði innanlands sem utan. Um ferðir sínar skrifaði hann ferðasögurnar Ævintýri förusveins, 1934 og Undir suðrænni sól, 1937. Hann gaf einnig út sögusafnið Tinda, 1934, smásagnasafnið Týrur, 1946, og rit um íþróttagarpa í djörfum leik, 1946. Hann var auk þess mikill bókasafnari og kom sér upp afar fágætu einkabókasafni.
-
Andlitsmyndir Þorsteinn Jósepsson Þorsteinn Jósepsson -
Kort yfir atburði Fæðing - 18 júl. 1907 - Signýjarstöðum, Hálsahr., Borgarfjarðarsýslu, Íslandi Greftrun - - Húsafellskirkjugarði, Hálsahr., Borgarfjarðarsýslu, Íslandi = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Heimildir
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.