Athugasemdir |
- Hún ólst upp á Bragagötu í Reykjavík og gekk í Miðbæjarbarnaskólann.
Herdís dvaldi sem barn og unglingur öll sumur með fjölskyldunni í sumarbústað í landi Helgafells í Mosfellsbæ. Hún tók snemma þátt í ýmsum störfum á bænum og sinnti meðal annars barnagæslu og mjólkurflutningum. Seinna varð hún þar fullgild vinnukona og kynntist hefðbundnum búskap sem varð síðar hennar ævistarf. Herdís og Hreinn fóru að búa mjög ung, fyrst á Laugabóli í Mosfellsdal en árin 1955-1958 bjuggu þau í Krísuvík þar sem Hreinn var bústjóri. Þaðan fluttu þau aftur að Laugabóli en 1966 keyptu þau Helgadal og bjuggu þar í 54 ár eða allt þar til þau fluttu, fyrr á þessu ári, í þjónustuíbúð að Eirhömrum í Mosfellsbæ.
Haustið 1978 hóf Herdís störf við íþróttahúsið að Varmá, þar sem hún sinnti grunnskólanemendum sem komu í íþróttir. Herdís vann þar í rúm 20 ár og síðan í tvo vetur við Gagnfræðaskólann í Mosfellsbæ. Herdís söng í kirkjukór Lágafellssóknar í um 40 ár og sat í sóknarnefnd í fjöldamörg ár. [2]
|