Guðrún Gunnarsdóttir

-
Fornafn Guðrún Gunnarsdóttir [1, 2] Fæðing 7 sep. 1933 Gestsstöðum, Norðurárdalshr., Mýrasýslu, Íslandi [1, 2]
Hvammsprestakall í Norðurárdal; Prestsþjónustubók Hvammssóknar í Norðurárdal og Norðtungusóknar 1868-1936, s. 316-317 Skírn 20 maí 1934 [2] Menntun 1950-1953 Héraðsskólanum í Reykholti, Reykholtsdalshr., Borgarfjarðarsýslu, Íslandi [1]
Lauk þar landsprófi. Andlát 23 júl. 2016 Hjúkrunarheimilinu Hömrum, Mosfellsbæ, Íslandi [1]
Aldur 82 ára Greftrun 30 júl. 2016 Heimagrafreit Egilsstöðum á Völlum, Egilsstöðum, Íslandi [1]
Guðrún Gunnarsdóttir Nr. einstaklings I10430 Legstaðaleit Síðast Breytt 2 mar. 2024
-
Athugasemdir - Guðrún var þrjá vetur í Reykholti, frá 1950-1953, og lauk þar landsprófi, fór síðan í Samvinnuskólann og lauk prófi þaðan árið 1954. Að honum loknum réðist hún sem ritari á skrifstofu til Kaupfélags Héraðsbúa á Reyðarfirði og vann þar við skrifstofustörf þar til hún settist að á Egilsstöðum þar sem eiginmaður hennar, Ingimar Sveinsson, var bóndi. Síðar vann hún einnig hjá Brunabótafélagi Íslands á Egilsstöðum. Guðrún var virk í félagsmálum; hún starfaði með Kvenfélaginu Bláklukku um áratuga skeið og var formaður þess um árabil, einnig sat hún í barnaverndarnefnd Egilsstaðahrepps og hafði umsjón með orlofssjóði Sambands austfirskra kvenna. Þegar börnin voru komin á legg fór hún aftur að vinna utan heimilis og vann á skrifstofu Kaupfélags Héraðsbúa.
Guðrún hafði yndi af hestum og starfaði lengi með Hestamannafélaginu Freyfaxa og var formaður þess um tíma og keppti á fjölmörgum hestamannamótum. Hún var fulltrúi á landsþingi hestamannafélaga um árabil og sat í stjórn Landssambands hestamanna, en hún var fyrsta konan sem tók sæti þar. Guðrún hafði dómararéttindi í góðhesta- og íþróttakeppni hestamanna og dæmdi á lands- og fjórðungsmótum auk móta heima í héraði.
Ingimar og Guðrún bjuggu á Egilsstöðum til ársins 1986 en fluttu þá til Hvanneyrar þar sem Ingimar tók við kennarastöðu við Landbúnaðarháskólann. Þar var Guðrún gjaldkeri Landbúnaðarskólans til ársins 2002. Árið 2011 fluttu þau í Mosfellsbæ þar sem þau hafa búið síðan. [1]
- Guðrún var þrjá vetur í Reykholti, frá 1950-1953, og lauk þar landsprófi, fór síðan í Samvinnuskólann og lauk prófi þaðan árið 1954. Að honum loknum réðist hún sem ritari á skrifstofu til Kaupfélags Héraðsbúa á Reyðarfirði og vann þar við skrifstofustörf þar til hún settist að á Egilsstöðum þar sem eiginmaður hennar, Ingimar Sveinsson, var bóndi. Síðar vann hún einnig hjá Brunabótafélagi Íslands á Egilsstöðum. Guðrún var virk í félagsmálum; hún starfaði með Kvenfélaginu Bláklukku um áratuga skeið og var formaður þess um árabil, einnig sat hún í barnaverndarnefnd Egilsstaðahrepps og hafði umsjón með orlofssjóði Sambands austfirskra kvenna. Þegar börnin voru komin á legg fór hún aftur að vinna utan heimilis og vann á skrifstofu Kaupfélags Héraðsbúa.
-
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth
Skýringar á merkingum : Heimilisfang
: Staðsetning
: Bær/Borg
: Hreppur
: Sýsla
: Land
: Ekki stillt
-
Andlitsmyndir Guðrún Gunnarsdóttir
-
Heimildir