Andrés Fjeldsted Andrésson

-
Fornafn Andrés Fjeldsted Andrésson [1, 2, 3, 4] Fæðing 31 okt. 1835 Fróðá, Fróðárhr., Snæfellsnessýslu, Íslandi [2, 4]
Heimili
1862-1898 Hvítárvöllum, Andakílshr., Borgarfjarðarsýslu, Íslandi [3]
Heimili
1898-1900 Ferjukoti, Borgarhr., Mýrasýslu, Íslandi [3]
Heimili 1901-1917 Ferjubakka, Borgarhr., Mýrasýslu, Íslandi [3]
Heimili
1917 Ferjubakka, Borgarhr., Mýrasýslu, Íslandi [1]
Andlát 22 apr. 1917 Landakotsspítalanum, Reykjavík, Íslandi [1, 2, 3, 4]
Ástæða: Krabbamein. Borgarþing; Prestsþjónustubók Borgarsóknar á Mýrum, Álftanessóknar og Álftártungusóknar 1887-1925, s. 282-283 Aldur 81 ára Greftrun 14 maí 1917 Hvanneyrarkirkjugarði, Hvanneyri, Íslandi [1, 2]
Systkini
6 bræður og 5 systur Nr. einstaklings I10262 Legstaðaleit Síðast Breytt 30 jan. 2023
Faðir Andrés Vigfússon Fjeldsted, f. 10 jún. 1801 d. 7 maí 1862 (Aldur 60 ára) Móðir Þorbjörg Þorláksdóttir, f. 7 sep. 1804 d. 26 jan. 1845 (Aldur 40 ára) Hjónaband 1 des. 1828 [5] Nr. fjölskyldu F2459 Hóp Skrá | Family Chart
Fjölskylda Sesselja Kristjánsdóttir Fjeldsted, f. 16 maí 1840 d. 23 okt. 1933 (Aldur 93 ára) Hjónaband 15 jún. 1863 [3] Börn 1. Andrés Fjeldsted Andrésson, f. 10 nóv. 1875 d. 9 feb. 1923 (Aldur 47 ára) Nr. fjölskyldu F2456 Hóp Skrá | Family Chart Síðast Breytt 20 jan. 2022
-
Athugasemdir - Fór ungur til Skotlandzs, lærði þar skipasmíðar, blikksmíðar og niðursuðu. Var smiður góður bæði á tré og málma og ágætlega skurðhagur, annálaður veiðimaður og skytta og fjölhæfur á flestum sviðum.
Hann fann upp nýjar aðferðir við laxveiðar (króknet) og lét sjóða niður lax til útflutnings í nokkur ár. Bóndi á Hvítárvöllum í Andakíl 1862-1898, í Ferjukoti í Borgarhreppi 1898-1900. Eftir það bjó hann á Ferjubakka (Trönu) um 15 ára skeið. Var hreppstjóri Andakílshrepps um 1870 og fram undir 1880. [3] - Andrés Fjeldsted Andrésson fæddist á Fróðá á Snæfellsnesi 31. október 1835. Þegar hann var á þriðja ári fluttist hann með foreldrum sínum að Narfeyri á Skógarströnd, þar sem hann missti móður sína þegar hann var á 10. ári. 1846 fluttist hann svo með föður sínum suður að Hvítárvöllum. Árið 1862 lést faðir hans og tók Andrés þá við búi á Hvítárvöllum. Árið eftir (1863) kvæntist hann Sesselju Kristjánsdóttur. Eignuðust þau 11 börn og af þeim lifðu 4 synir.
Andrés hafði ekki ætlað sér að staðnæmast á Hvítárvöllum eftir lát föður síns, heldur fara utan, en séra Vernharður Þorkelsson í Reykholti fékk talið hann á að vera kyrran og að kaupa Hvítárvellina og taldi Andrés það með öllu séra Vernharð að þakka að hann keypti Hvítárvellina.
Andrés bjó mikla raunarbúi á Hvítárvöllum í nær 40 ár. Um aldamótin seldi hann Hvítárvelli baróni nokkrum, Boileau, en fluttist sjálfur að Ferjukoti og síðar að Ferjubakka, þegar Sigurður sonur hans tók við búi í Ferjukoti, og bjó þar til dauðadags.
Andrés var hinn mesti framfara- og dugnaðarmaður í öllu og var sjálfur þjóðhagasmiður bæti til húsa og annars. Tvisvar fór hann til Skotlands, í fyrra skiptið lærði hann járnskipasmíði en í síðar skiptið vann hann við blikksmíði og niðursuðu. Yfirsmiður var hann og að húsagerð á Hvítárvöllum og sá um búskapinn jöfnum höndum. Hann fann upp nýjar aðferðir við laxveiðar (króknet) og lét sjóða niður lax til útflutnings í nokkur ár. Andrés var smiður góður bæði á tré og málma og ágætlega skurðhagur, annálaður veiðimaður og skytta og fjölhæfur á flestum sviðum.
Andrés lést 22. apríl 1917 og hvílir í Hvanneyrarkirkjugarði. [6, 7]
- Fór ungur til Skotlandzs, lærði þar skipasmíðar, blikksmíðar og niðursuðu. Var smiður góður bæði á tré og málma og ágætlega skurðhagur, annálaður veiðimaður og skytta og fjölhæfur á flestum sviðum.
-
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth
Skýringar á merkingum : Heimilisfang
: Staðsetning
: Bær/Borg
: Hreppur
: Sýsla
: Land
: Ekki stillt
-
Ljósmyndir Andrés Fjeldsted Andrésson og Sesselja Kristjánsdóttir Hvítárvöllum
Andlitsmyndir
-
Heimildir