Skipamyndir


Leitarniðurstöður: 51 til 79 af 79     » Sjá gallerí    » Hefja myndasýningu

    «Fyrri 1 2

 #   Smámynd   Lýsing   Info   Tengist 
51
Skuld VE 263
Skuld VE 263
Skuld VE 263 var 15 tonn, byggð árið 1921 í Danmörku, lengd árið 1943 og með 156 hestafla Scania Vabis aðalvél árið 1972. Skuld VE 263 var á lúðuveiðum með haukalóð á Selvogsbanka fimmtudaginn 10. júlí 1980 er brotsjór reið skyndilega yfir bátinn. Um borð voru fjórir skipverjar og komust tveir af þeim í björgunarbát en tveir fórust.

Skoða umfjöllun.
Eigandi frumrits: MBL 12.07.1980, s. 40
 
52
Skúli Fógeti VE 185
Skúli Fógeti VE 185
Skúli Fógeti VE 185 var smíðaður árið 1915 í Vestmannaeyjum og mældist 15 tonn. Báturinn sökk eftir árekstur við Mugg VE 322 þann 28. apríl árið 1938 mannbjörg var.
Eigandi frumrits: Tryggvi Sigurðsson
 
53
Snæfugl SU 20
Snæfugl SU 20
Eigandi frumrits: Sjómannablaðið Víkingur 01-02-1961, s. 18
 
54
Strandferðaskipið Súðin
Strandferðaskipið Súðin
Súðin var strandferðarskip við Íslandsstrendur um miðja 20. öld. Skipið var keypt fyrir Skipaútgerð ríkisins árið 1930 frá Gautaborg og kom til landsins 18. maí það ár. Súðin var smíðuð í Þýskalandi árið 1895 og hafði áður heitið Cambria og Goethe. Hún var 811 tonn og 189 fet að lengd. Eftir breytingar sem ríkið lét gera á skipinu gat það flutt 64 farþega, 24 á fyrsta farrými og 40 á öðru farrými.
Heimild: https://is.wikipedia.org/wiki/S%C3%BA%C3%B0in
Eigandi frumrits: Þórhallur Sófusson Gjöveraa
 
55
Stuðlaberg NS 102
Stuðlaberg NS 102
Eigandi frumrits: SunnudagsMogginn 26.02.2012, s. 20
 
56
Súðin e/s
Súðin e/s
Eigandi frumrits: Þórhallur S. Gjörveraa
 
57
Svanborg SH 404
Svanborg SH 404
Svanborg SH 404 var 30 tonna stálbátur frá Ólafsvík, sem smíðaður var 1999. Svanborg strandaði við Öndverðarnes á Snæfellsnesi að kvöldi 7. desember 2001 í afar slæmu veðri. Þrír menn fórust en einum var bjargað.
Eigandi frumrits: Ægir 01.06.1999, s. 2
 
58
Sæborg EA 383
Sæborg EA 383
Eigandi frumrits: Anton Steinarsson
 
59
Sæborg SH 377
Sæborg SH 377
Sæborg SH 377 var 66 tonna stálbátur sem sökk skammt undan Rifi á Snæfellsnesi eftir að báturinn hafði fengið á sig tvö brot með stuttu millibili þegar báturinn var á heimleið úr róðri.
Eigandi frumrits: MBL 08.03.1989, s. 19
 
60
Sæfari BA 143
Sæfari BA 143
Sæfari BA 143 frá Tálknafirði var 100 lestir og með 400 ha MWM dísel, vél byggður í Austur-Þýskalandi árið 1960. Báturinn var í eigu Hraðfrystihúss Tálknafjarðar.
Sæfari fór á sjó á föstudagsmorgni 9. janúar 1970. Síðast heyrðist til bátsins kl. 2:30 aðfaranótt sunnudags. Síðast heyrðist til bátsins kl. 2:30 aðfaranótt sunnudags 11. mars en þá ræddi skipstjórinn á Tálknfirðingi við skipstjórann á Sæfara, Hreiðar Árnason. Kl. 10:30 á laugardag tóku starfsmenn Tilkynningaskyldunnar eftir því að Sæfari hafði ekki haft samband við þá. Báðu þeir þá án tafar radíóin á Patreksfirði og Ísafirði að kalla bátinn upp, en það bar engan árangur. Strax upp úr því voru bátar beðnir um að svipast eftir Sæfara og síðdegis á laugardeginum hófu 20 skip leit að bátnum, þar á meðal varðskip, íslenskir og breskir togarar og Orsini, ásamt bátum af Vestfjarðahöfnum.
Næstu daga var víðtækri leit haldi áfram, en reyndist hún árangurslaus og var báturinn talinn af fimmtudaginn 15. janúar 1970.

Skoða umfjöllun.
Eigandi frumrits: MBL 07.01.2020, s. 10
 
61
Sæfell SH 210
Sæfell SH 210
Vélbáturinn Sæfell SH 210 var 74 tonna eikarbátur, með 400 ha. MaK dísel vél, smíðaður í Travemünde í Þýskalandi árið 1959. Hann var fyrst í eigu kaupfélagsins Dagsbrúnar á Ólafsvík, en var seldur til Flateyrar vorið 1963.

Sæfell hafði síðast samband við land um talstöð á miðnætti aðfaranótt sunnudagsins 11. október 1964. Var skipið þá statt í ofsaveðri 20-30 sjómílur austur af Horni á leið til Flateyrar.

Með Sæfelli fórust þrír ungir menn.


Skoða umfjöllun.
Eigandi frumrits: Þórhallur S. Gjörveraa - Snorri Snorrason
 
62
Teinæringurinn Snarfari
Teinæringurinn Snarfari
Myndin sýnir teinæring, eðli málsins samkvæmt gat ég ekki útvegað mynd af Snarfara sjálfum.

Skoða umfjöllun.

Eigandi frumrits: Fiskifréttir 06.06.1986, s. 12
 
63
Tjaldur ÍS 116
Tjaldur ÍS 116
Eigandi frumrits: Ægir 01.02.1987, s. 83
 
64
Togarinn 'Apríl'
Togarinn "Apríl"
Eigandi frumrits: Morgunblaðið
Dags: 13-12-1930, s. 2, 3 og 4
 
65
Togarinn Sviði GK-7 frá Hafnarfirði fórst með allri áhöfn, 25 mönnum, úfi af Snæfellsnesi 2. desember 1941.
Togarinn Sviði GK-7 frá Hafnarfirði fórst með allri áhöfn, 25 mönnum, úfi af Snæfellsnesi 2. desember 1941.
Eigandi frumrits: Sjómannadagsblaðið 01-06-1994, s. 86
 
66
Tryggvi gamli
Tryggvi gamli
Eigandi frumrits: Sjómannablaðið Víkingur 01-07-1962, s. 139
 
67
Valtýr RE 98
Valtýr RE 98
Þilskipið Valtýr RE 98 var eitthvert stærsta og besta skip þilskipaflotans, rúmar 90 smálestir að stærð. Skipið var eign Brydes-verslunarinnar og var með valinn mann í hverju rúmi.

Valtýr sást síðast á veiðum fyrir sunnan land, skammt frá Vestmannaeyjum þann 28. febrúar 1920. Var þá að skella á versta veður, stormur og kafaldshríð. Sá bylur stóð í tvo sólarhringa.

Talið er líklegt að Valtýr hafi lent í árekstri við færeyska skútu, er var á þessum slóðum. Seinast sást til kútter Valtýs, þar sem hann halaði upp og færeyska skipið var rétt hjá. Þá gekk yfir él og þegar élinu slotaði sáust þessi tvö skip ekki meir. Með Valtý fórst 30 manna áhöfn, flestir menn á þrítugsaldri.

Skoða umfjöllun.
Eigandi frumrits: Þórhallur Sófusson Gjöveraa
 
68
Valur AK 25
Valur AK 25
Valur AK 25 fór í róður föstudaginn 3. janúar 1952. Eitt mesta fárviðri í manna minnum, gekk yfir landið helgina 4.-5. janúar 1952, en þá voru fjórir Akranesbátar á veiðum. Þrír komust heim aftur, en Valur fannst aldrei þrátt fyrir mikla leit.
Á Val var 6 manna áhöfn, mest ungir menn. Þeir hvíla allir í votri gröf.



Skoða umfjöllun.
Eigandi frumrits: Íslensk skip 1. bindi, s. 25
 
69
Vb. Max IS 8
Vb. Max IS 8
Max IS 8 var smíðaður í Bolungarvík árið 1935 og var 8 smálestir að stærð. Max fór í róður föstudagskvöldið 8. febrúar 1946. Aðfaranótt laugardagsins gerði aftakaveður af vestri, og fór það harðnandi er leið á daginn. Laugardagsmorguninn eftir dró Max nokkuð af línu sinni, en eftir það spurðist ekkert til hans. Á sunnudag rak ýmislegt úr bátnum að Látrum í Aðalvík. Talið er víst að hann hafi farist á leiðinni til lands.
Eigandi frumrits: Þórhallur Sófusson Gjöveraa
 
70
Veiga VE 291
Veiga VE 291


Skoða umfjöllun.
Eigandi frumrits: Þórhallur Sófusson Gjöveraa
 
71
Vélbáturinn Þráinn NK-70
Vélbáturinn Þráinn NK-70
Eigandi frumrits: https://heimaslod.is/index.php/Mynd:%C3%9Er%C3%A1inn_NK-70.png
 
72
Vigri RE-71
Vigri RE-71
Eigandi frumrits: Morgunblaðið Sunnudagur 01-02-2015, s. 52
 
73
Vísir BA 44
Vísir BA 44
Eigandi frumrits: Þórhallur S. Gjörveraa
 
74
Víðir VE 265
Víðir VE 265
Vélbáturinn Víðir VE 265 var smíðaður í Rosendal í Noregi árið 1929 fyrir Valdimar Kristmundsson útgerðarmann í Keflavík og fékk nafnið Skógafoss GK 280. Hann var 20 smálesta með 65 hestafla vél. Árið 1936 var hann keyptur til Vestmannaeyja og fékk þá nafnið Víðir VE 265.

Skoða umfjöllun.
Eigandi frumrits: Þórhallur Sófusson Gjöveraa - (C) Gestur Oddleifsson.
 
75
Vörður BA 142
Vörður BA 142
Togarinn Vörður BA 142 frá Patreksfirði var þýskbyggður af svonefndri Sunlightgerð. Hann var smíðaður í Bremerhaven 1936, 620 rúmlestir. Hann var túmlega 57 m. á lengd og tæplega 9 m. á breidd.

Vörður BA 142 fórst um 165 sjómílur suðaustur af Vestmannaeyjum 29. janúar 1950. Togarinn var á leið til Englands með fullfermi af fiski er slysið bar að. Fimm fórust en togarinn Bjarni Ólafsson frá Akranesi bjargaði 14 manns af áhöfninni.
Heimild: MBL 31-01-1950, s. 12 & Fálkinn 17-02-1950, s. 3
Eigandi frumrits: Sjómannablaðið Víkingur 01.03.1950, s. 41
 
76
Ægir GK 8
Ægir GK 8
Eigandi frumrits: Faxi 01-03-1944, s. 2
 
77
Þilskipið Geir
Þilskipið Geir
Eigandi frumrits: Sjómannadagsblaðið 03.06.2012, s. 26
 
78
Þormóður BA 291
Þormóður BA 291
Vélskipið Þormóður BA 291 (áður Aldan EA 625) var upphaflega byggt í Lowestoft í England árið 1919, var úr eik og pitchpine og var að stærð 101 smálest. 1941 var skipið að miklu leyti byggð upp og þá sett í það 240 hestafla Lister díselvél. Það var prýðilega útbúið að nýjustu öryggistækjum; talstöð, dýptarmælitækjum o.fl.

Þormóður var ekki farþegaskip heldur línuveiðari og síldarveiðiskip. Eigandi skipsins var Fiskiveiðihlutafélagið Njáll á Bíldudal, en skipið var leiguskip Skipaútgerðar ríkisins og var í flutningum fyrir þá útgerð er slysið varð. Þormóður fórst út af Stafnesi, nóttina milli 17. og 18. febrúar 1943. Með honum fórst 7 manna áhöfn og 24 farþegar.

Skoða umfjöllun.
Eigandi frumrits: MBL 16-02-2013, s. 22
 
79
Þuríður formaður VE 233
Þuríður formaður VE 233
Vélbáturinn Þuríður formaður VE 233 var smíðaður 1920 og var 16 rúmlestir að stærð. Eigandi hans var Guðjón Runólfsson útgerðarmaður í Eyjum. Þuríður formaður fórst í vonskuveðri 1. mars 1942.

Skoða umfjöllun.
Eigandi frumrits: Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1992, Sjóslysið 1. mars 1942
 

    «Fyrri 1 2


Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.

Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.

The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.