Jón Þórðarson Thoroddsen
1818 - 1868 (49 ára)-
Fornafn Jón Þórðarson Thoroddsen [1] Fæðing 5 okt. 1818 Reykhólum, Reykhólahr., A-Barðastrandarsýslu, Íslandi [1, 2] Menntun 1840 Bessastöðum, Bessastaðahr., Gullbringusýslu, Íslandi [2] Útskrifaðist. Andlát 8 mar. 1868 Leirá, Leirár- og Melahr., Borgarfjarðarsýslu, Íslandi [1, 3] Greftrun Leirárkirkjugarði, Leirár- og Melahr., Borgarfjarðarsýslu, Íslandi [1] Jón Þórðarson Thoroddsen & Lárus Thoroddsen Jón Þórðarson Thoroddsen & Lárus Thoroddsen Nr. einstaklings I15800 Legstaðaleit Síðast Breytt 3 jan. 2022
Faðir Þórður Thoroddsen
f. 1776
d. 10 nóv. 1846, Reykhólum, Reykhólahr., A-Barðastrandarsýslu, Íslandi (Aldur 70 ára)Nr. fjölskyldu F3896 Hóp Skrá | Family Chart
Fjölskylda Kristín Ólína Þorvaldsdóttir Sívertsen Thoroddsen
f. 24 jún. 1833, Hrappsey, Klofningshr., Dalasýslu, Íslandi
d. 27 nóv. 1879, Reykjavík, Íslandi (Aldur 46 ára)Hjónaband 29 ágú. 1854 Flatey á Breiðafirði, Ísland [3] Börn 1. Lárus Thoroddsen
f. 5 des. 1864
d. 8 feb. 1868 (Aldur 3 ára)Nr. fjölskyldu F3897 Hóp Skrá | Family Chart Síðast Breytt 3 jan. 2022
-
Athugasemdir - Jón Þórðarson Thoroddsen fæddist á Reykhólum 5. október 1818. Jón fluttist á þriðja ári að Sælingsdalstungu í Dölum í fóstur til Jónasar bónda Jónssonar, sem var mágur Jóns Espólín, en hvarf aftur heim til foreldra sinna árið 1830.
Eftir fermingu dvelur hann kafla úr þrem eða fjórum vetrum hjá föður Jóns forseta, Sigurði prófasti Jónssyni á Rafnseyri, til skólaundirbúnings, en veturinn 1836-37 var hann við nám hjá Sveinbirni Egilssyni á Eyvindarstöðum á Álftanesi og úr Bessastaðaskóla er hann útskrifaður vorið 1840.
Hann var heimiliskennari veturinn 1840-41 hjá séra Hallgrími Thorlacius, presti á Eyjafirði, trúlofaðist þar Ólöfu, dóttur prests og gat með henni stúlkubarn sem fæddist 1841. Ekkert varð samt af þeim ráðahag og er það lengri saga.
Það sama sumar fór Jón utan til háskólanáms. Á námsárunum kom Jón heim oftar en einu sinni, enda er hann ekki talinn hafa sótt námið fast eftir að slitnaði uppúr milli Ólafar og hans. Vorið 1848 gerðist hann sjálfboðaliði í Slésvíkurstríðinu, en veturinn 1848-49 mun hann hafa samið skáldsöguna "Pilt og stúlku", sem kom út 1850, en 6. júlí var hann settur sýslumaður í Barðastrandarsýslu og settist hann að í Flatey.
23. apríl 1852 trúlofaðist hann Kristínu Ólínu, dóttur Þorvalds Sívertsens í Hrappsey. Varð það að ráði að hann færi utan og tæki próf í lögum. Því prófi lauk hann 1854 en brúðkaup þeirra Kristínar stóð í Flatey 29. ágúst það ár.
Í maí 1861 var Jóni veitt Borgarfjarðarsýsla, en í ágúst árið eftir flutti hann suður til Borgarfjarðar og að Leirá fór hann í júní 1863 þar bjó hann til dauðadags.
Jón Thoroddsen andaðist að Leirá 8. mars 1868 og hvílir hann ásamt Lárusi syni sínum í Leirárkirkjugarði. [4]
- Jón Þórðarson Thoroddsen fæddist á Reykhólum 5. október 1818. Jón fluttist á þriðja ári að Sælingsdalstungu í Dölum í fóstur til Jónasar bónda Jónssonar, sem var mágur Jóns Espólín, en hvarf aftur heim til foreldra sinna árið 1830.
-
Ljósmyndir Kristín og Jón Thoroddsen og Þorvaldur sonur þeirra
Andlitsmyndir Jón Þórðarson Thoroddsen -
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Heimildir
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.5, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.