Kútter Georg var, á þeim tíma sem hann fórst, talinn besta skipið í öllum íslenska fiskiskipaflotanum. Það var 84 smálestir að stærð, 19 ára gamalt (árið 1907), en fékk gagngerða aðgerð 2 árum áður sem kostaði 9.500 kr. Skipið áttu þeir í félagi, Tryggvi Gunnarsson bankastjóri helminginn, Þorsteinn kaupmaður Þorsteinsson (Bakkabúð) 1/3, og skipstjórinn, Stefán Daníelsson 1/6. Þorsteinn var sjálfur fyrir því lengi framan af, hann mun hafa útvegað það, en þá var það ákaflega aflasælt, efst á aflaskrá ár eftir ár, og lengur raunar
Ekki er nákvæmlega vitað hvenær Georg fórst, en líklegt að það hafi verið á bilinu 20. til 28. mars 1907 (skírdagur var 28. mars) við suðurströnd landsins. Sumir telja að það hafi gerst í svokölluðu „skírdagsroki“ sem þá gekk yfir suðurlandið. Víst er að ekki hafi spurst til Georgs síða nokkru fyrir páska og í apríl rak brotvið úr skipi, nafnspjald með nafninu Georg, stígvél, kaffipokar og fleira, við Landeyjarsand. Kútter Georg var metinn á 18.000 kr. en vátryggt fyrir aðeins 10.000 kr í Faxaflóafélaginu. Auk hinna óvátryggðu 8.000 kr telja eigendur sig hafa tapað um 10.000 kr í útgerðarkostnaði, lánum til skipverja o.fl.
Skipið var mjög vel mannað, einvalalið að kalla mátti, og á besta aldri. Í áhöfn var 21 maður á aldrinum 18 til 57 ára, þar af 7 heimilisfeður. Ef þú lumar á mynd af annaðhvort kútter Georg eða einhverjum skipverja, væri mjög gaman að geta bætt því við hér.
Stefán Daníelsson, 36 ára, skipstjóri, búsettur í Reykjavík.
Stefán var fæddur 17. febrúar 1871 á Oddsstöðum, Staðarhr., V-Hún.
Stefán var skipstjórinn, einkar duglegur maður og besti drengur og það sama má segja um bræður hans tvo sem um borð voru (Guðmundur og Jón). Höfðu þeir fylgt móður sinni til grafar daginn áður en þeir lögðu út í síðasta sinn. Sagt er að hún hafi alltaf varað þá gegn því að vera allir á sama skipinu, en svo varð þó í þetta sinn. Stefán lét eftir sig eiginkonu og 4 ung börn.
Stefán hvílir í votri gröf.
Sigmundur Sigmundsson, 25 ára, stýrimaður, búsettur í Reykjavík.
Sigmundur var fæddur 4. ágúst 1881 á Litla-Kálfalæk, Hraunhr., Mýr. Hann var einhleypur.
Sigmundur hvílir í votri gröf.
Guðmundur Daníelsson, 38 ára, háseti,
Guðmundur var fæddur 6. júlí 1868 á Oddsstöðum, Staðarhr., V-Hún. Hann var bróðir Stefáns skipstjóra og var einhleypur.
Guðmundur hvílir í votri gröf.
Jón Daníelsson, 30 ára, háseti.
Jón var fæddur 30. júní 1876 á Oddsstöðum, Staðarhr., V-Hún. Hann var bróðir Stefáns skipstjóra og skildi eftir sig eitt barn.
Jón hvílir í votri gröf.
Bjarni Ásmundsson, 22 ára, háseti, til heimilis að Brekkulæk, Ytri-Torfustaðahr., V-Hún.
Bjarni var fæddur 17. mars 1884 á Aðalbóli, Fremri-Torfustaðahr., V-Hún. Hann var einhleypur.
Bjarni hvílir í votri gröf.
Bjarni Sigurgeirsson, 18 ára, háseti, frá Fögrubrekku, Bæjarhr., Strand.
Bjarni fæddur 21. júní 1888 á Fallandastöðum, Staðarhr., V-Hún. Hann var einhleypur.
Bjarni hvílir í votri gröf.
Einar Guðmundsson, 27 ára, háseti, frá Brú, Stokkseyrarhr., Árnessýslu.
Einar var fæddur 2. maí 1879 á Hæringsstöðum, Stokkseyrarhr., Árn. Hann var einhleypur.
Einar hvílir í votri gröf.
Gestur Sveinbjörn Sveinsson, 27 ára, háseti, frá Reykjavík.
Gestur var fæddur 20. maí 1879 í Efri-Ey, Leiðvallarhr., V-Skaft. Hann var einhleypur.
Gestur hvílir í votri gröf.
Guðjón Jóakimsson, 20 ára, háseti frá Selfossi.
Guðjón var fæddur á 22. ágúst 1886 á Selfossi. Hann var einhleypur, en Höskuldur bróðir hans var líka háseti um borð á Georg. Móðir þeirra hafði stuttu áður misst föður þeirra.
Guðjón hvílir í votri gröf.
Höskuldur Jóakimsson, 26 ára, háseti frá Selfossi.
Höskuldur var fæddur 12. ágúst 1880 á Selfossi. Hann var einhleypur. Bróðir Guðjóns hér fyrir ofan.
Höskuldur hvílir í votri gröf.
Guðmundur Steinsson, 29 ára, háseti frá Reykjavík.
Guðmundur var fæddur 25. ágúst 1877 í Kólgu, Miðneshr., Gull. Hann lét eftir sig eiginkonu og stjúpson.
Guðmundur hvílir í votri gröf.
Guðni Guðmundsson, 24 ára, háseti frá Jaðri í Þykkvabæ.
Guðni var fæddur 3. janúar 1883 í Hávarðarkoti, Djúpárhr., Rang. Hann var einhleypur.
Guðni hvílir í votri gröf.
Þórarinn Guðmundsson, 57 ára, háseti frá Reykjavík.
Þórarinn var fæddur 23. júlí 1849 í Miðdalsgröf, Kirkjubólshr., Strand. Hann var einhleypur.
Þórarinn hvílir í votri gröf.
Þorvarður Daníelsson, 45 ára, háseti frá Reykjavík.
Þorvarður var fæddur 28. september 1861 í Bráðræði, Innri-Akraneshr., Borg. Skildi eftir sig eiginkonu og 4 börn, þar af 3 mjög ung.
Þorvarður hvílir í votri gröf.
Þorsteinn Tómas Pétursson, 33 ára, háseti frá Reykjavík.
Þorsteinn var fæddur 15. október 1873 í Bakkakoti, Reykjavík. Hann var einhleypur.
Þorsteinn hvílir í votri gröf.
Ólafur Jónsson, 43 ára, háseti frá Reykjavík.
Ólafur var fæddur 14. nóvember 1863 í Efri-Hvoli, Hvolhr., Rang. Hann var einhleypur.
Ólafur hvílir í votri gröf.
Magnús Ingvarsson, 34 ára, háseti frá Reykjavík.
Magnús var fæddur 7. mars 1873 í Gularási, Austur-Landeyjahr., Rang. Hann var einhleypur.
Magnús hvílir í votri gröf.
Vilhjálmur Guðmundsson, 39 ára, háseti frá Knútsborg, Seltjarnarneshr., Kjós.
Vilhjálmur var fæddur 31. maí 1867 í Traðarholti, Stokkseyrarhr., Árn. Hann skildi eftir sig eiginkonu og fjögur börn. Í minningargrein um konu hans er sagt að hún hafi bugast svo af sorg og örvilnan og þungbærum veikindum eftir að hafa misst Vilhjálm, að hún varð að leysa upp heimilið í 1 eða 2 ár.
Vilhjálmur hvílir í votri gröf.
Jakob Þorsteinsson, 24 ára, háseti frá Reykjavík.
Jakob var fæddur 24. maí 1882 í Stóruhlíð, Þorkelshólshr., V-Hún. Hann var einhleypur.
Jakob hvílir í votri gröf.
Magnús Magnússon, 33 ára, háseti frá Núpsdalstungu, Fremri-Torfustaðahr., V-Hún.
Magnús var fæddur 7. október 1873 í Núpsdalstungu, Fremri-Torfustaðahr., V-Hún. Hann var einhleypur.
Magnús hvílir í votri gröf.
Jón Guðmundsson, 27 ára, háseti frá Reykjavík.
Jón var fæddur 24. apríl 1879 í Þorkelsgerði, Selvogshr., Árn. Hann skildi eftir sig konu, eitt barn og annað á leiðinni.
Jón hvílír í votri gröf.
Heimildir:
Ingólfur 28.04.1907, s. 66
Ísafold 27.04.1907, s. 102
MBL 23.06.1933, s. 2
Þjóðólfur 26.04.1907, s. 67