Múlakirkjugarður í Aðaldal er staðsettur í Aðaldælahr. í S-Þingeyjarsýslu. Múli er fornt höfuðból og þar stóð kirkja í um það bil sjö aldir, hennar var fyrst getið um 1200 en hún var aflögð um 1890. Þá var kirkjuhúsið rifið en síðan byggt upp sem íbúðarhús að Halldórsstöðum í Laxárdal. Þann 4. ágúst 1990 var minnisvarði um Múlakirkju afhjúpaður og stendur hann á grunni kirkjunnar. Engin minningarmörk er að sjá þar, en skv. Garður.is eru a.m.k. 207 einstaklingar jarðaðir þar. Gera verður ráð fyrir að talan sé talsvert hærri.
Heimildir:
Dagur 01.08.1990, s. 5
MBL 10.08.1990, s. 16


0 |

8 |

Trausti Traustason (2016).