Á Knappsstöðum er kirkjustaður frá ómunatíð. Í þætti af Þórhalli Knapp, sem var maður göfugrar ættar, siðlátur og þó heiðinn, segir frá því að hann tók kristna trú og lét reisa kirkju á bæ sínum. Ekki er vitað hvaða ár það var.
Þann 12. júní 1838 stórskemmdist Knappsstaðakirkja í jarðskjálfta. Ákveðið var að reisa nýja kirkju. Var hún vígð 1840 og er mun því vera elsta timburkirkjan á Íslandi.
Í örnefnaskrá Páls Sigurðssonar fyrir Knappsstaði, frá 1978, kemur fram að Knappsstaðakirkja standi á Kirkjuvelli í miðjum kirkjugarði. Kirkjur voru oft á bæjarhlaði eða fast við bæi og ekki óþekkt að þær hafi færst eitthvað til í aldanna rás. Vegna langrar kirkjusögu á Knappsstöðum má því gera ráð fyrir leifum fjölda kirkjubygginga í nágrenni núverandi kirkju og jafnvel á bæjarstæðinu. Engar sýnilegar minjar um eldri kirkjur eru þó á vettvangi og verður ekki fullyrt um það án rannsóknar. Þá er sömuleiðis hugsanlegt að kirkjugarðurinn hafi færst eitthvað til í tímans rás og ekki útilokað að grafir geti verið að finna utan marka núverandi kirkjugarðs.
Heimildir:
Fornleifaskráning vegna lagningar hitaveitu í Fljótum í Skagafirði
Lesbók Morgunblaðsins 24.12.1977, s. 22
0 |
0 |
Ekki myndaður.