Hrepphólakirkjugarður

Hrepphólakirkja stendur í norðvesturhluta kirkjugarðsins en mestur hluti garðsisn er suðaustan og sunnan hennar. Sáluhlið er fram undan suðvesturstafni kirkjunnar og annað hlið minna við safnaðarheimilið. Garðinum hallar til suðausturs. Hann er girtur vírnetsgirðingu að suðaustan en aðrar hliðar hans eru girtar vírneti sem haldið er saman með timburborðum að neðan og ofan. Kringum garðinn innan girðingar eru há birkitré. Mörg leiði eru upphlaðin og á flestum þeirra eru annað hvort legsteinar eða trékrossar, en um eitt þeirra er pottjárnsgirðing.

Árið 1916 voru legsteinar í brotum fluttir til Þjóðminjasafnsins til varðveislu. Annar þeirra var blágrýtishella (Þjms. 7307). Hann var yfir Helgu Jónsdóttur sem lést 11. nóvember 1616, þá um 21 árs gömul (fædd 1595). Hún var dóttir Jóns Vigfússonar sýslumanns á Galtalæk og Ingibjargar Bjarnadóttur konu hans. Helga og Árni giftust 1613 er hann var sýslumaður í Árnessýslu og bjuggu þau hjónin á Miðfelli í Hrepphólasókn.

Legsteinn Helgu Jónsdóttur
Mynd fengin úr bókinni Kirkjur Íslands 1. bindi, s. 52

Hinn steinninn (Þjms. 7308/1916-268) er ekki heill, í tveimur brotum og samkvæmt því sem hægt er að lesa af áletruninni hefur hann verið yfir dóttur Árna einhvers. Þar gæti hafa verið nafn Ingibjargar, dóttur Helgu sem nefnd er hér að ofan, og Árna Oddssonar, sem lést ung. Hægt er að sjá mynd af steininum hér – ég er því miður ekki með leyfi til að birta myndina hér á síðunni.

Í Hrepphólakirkjugarði hvílir einnig myndhöggvarinn Einar Jónsson ásamt konu sinni, foreldrum og systur.

Guðný Jónsdóttir, Einar Jónsson, Anna Jónsson, Jón Bjarnason, Gróa Einarsdóttir & Helga Jakobsdóttir
Legsteinn Einars Jónssonar myndhöggvara.

Myndirnar í Hrepphólakirkjugarði tók Hörður Gabríel og fær kærar þakkir fyrir!

Heimildir:
Kirkjur Íslands 1. bindi, s. 14, 52



Scroll to Top