Hólskirkjugarður Bolungarvík

Tveir kirkjugarðar eru í Bolungarvík, Hólskirkjugarður og Grundarhólskirkjugarður. Eins og nafnið gefur til kynna er Hólskirkjugarðurinn á Lynghóli, nokkuð frá þéttbýlinu. Vegur upp á hólinn liggur norðan við kirkju og á malbikað bílastæði við kirkjugarðinn og sömuleiðis er malarborið bílastæði vestan við garðinn. Kirkjan stendur nyrst í garðinum sem hallar til suðurs og austurs. Er hann tæpir 60 metrar á lengd frá norðri til suðurs, breiddin á garðinum að sunnan er 38 metrar og að norðan 32 metrar, þar sem sneitt er af norð-vesturhorni garðsins. Heildarstærð garðsins er 2250 fermetrar.

Heimildir:
Kirkjur Íslands 27. bindi, s. 97-98


Hér fyrir neðan sjást þær myndir sem eftir á að skrá í Legstaðaleit (02.12.2024).


Scroll to Top